Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1929, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1929, Blaðsíða 1
^==iS« Rlpagöngur. Eftir Dr. Hellmuth Lotz. í öllum löndum keppa þreyttir borgarbúar eftir því að komast upp í sveit á sumrin, til þess að lifa úti í guðs grænni náttúru og leita hvíldar fyrir líkama og sál úti við sjó á baðstöðum, á sveita- bæjum í fögru umhverfi eða uppi í háfjöllum í einveru náttúrunnar. A Þýskalandi fara þúsundir manna til Alpafjallanna, til Berch tesgaden-Allgáuer, Tyrol eða sviss- nesku Alpanna. Lagt er af stað með hraðlest kl. 8,24 að morgni — og ekki er beðið eftir manni. Hrað- lestin rennur með 8Ö—90 km. hraða og þýtur yfir akra og engi og skóga suður á bóginn. Bænda- býli og þorp með seiðandi aldin- görðum hverfa fram hjá, kirkjur og kapellur senda ltveðju úr fjarska, hin lifandi kornstanga- móða rennur og bylgjast, korn- skurðarmennirnir eru að verki, en þetta er ekki nema augnablik — alt þýtur fram hjá og við eigum að fara 1000 km. veg. Eftir 12— 24 tíma verðum við komnir á á- fangastað, en venjulega ^verðum við að skifta um lest margsinnis á leiðinni, einkum er við nálgumst Alpafjöllin og bergrisarnir gnæfa upp úr sljettunum og glampar á jöklana í fjarska. Nú verðum við að skifta um lest og taka hliðar- braut, sem er heldur, hægfara og hefir hvorki matarvagn eða önu- Ui þægindi, er Miðevrópubrautirn- ar bjóða upp á. Þessi hliðarbraut, sem ef til vill er í eigu einstakra Dr. Lotz á dýraveiðum í Alpafjöllum. manna, á að flytja okkur í 800, 1000 eða 1200 inetra iiæð yfir sjávarflöt. Mjer þótti altaf vænt um, er jeg var stúdent, að sjá vagna þessa, er jeg leitaði hvíldar eftir mánaða taugaslítandi starf. Brautarþjónarnir á þessum slóðum eru líka einstaklega alúðlegir. Nú höldum við áfram með hliðarbraut, vagninn stynur og hóstar og renn- ur um fallega fjallavegi með snotr- um bændabýlum, fer síðan í ótal bugðum upp á við um skógi þakt- ar hlíðar, þar sem fjallalækirnir niða glaðlega og bergrisarnir vekja lotningu Og aðdáun. Loksins get- um við losnað við allan óróa stór- borganna og notið kyrðarinnar í einveru fjallanna. Nú eru víða komnar rafmagnsbrautir í stað gömlu eimknúnu vagnanna. Loks komum við í þórp með 150—200 íbúa. 1 Öllum þessunl Alpabæjtun eru þægileg gistiliúsj en margir ferðamenn, er langvist- um dvelja í fjollunUm, leigja sjei‘ herbergi á bóndabæjunum. Alpa- hótelin í Þýskalandi, Austurríki og Sviss eru atinars afburða góð og skortir þar engin þægindi, enda er hjer margt um manninn og streymir fólk hingað að úr öllum lÖndum. Ekki er mikið unt hesta í Alpa- fjöllunum, eins og á fslandi. Múl- dýr eru þó nokkur og eru þau aðallega notuð til þess að flytja vistir upp í háfjallakofana. Stór- borgarbúarnir, sem annars eiúl vanir bifreiðum, sporvögnum og öðrum nútíðarþægindum, verða hjer uppi í háfjöllum að ferðast fótgangandi, ef þeir vilja njóta fegurðar Alpafjallanna. En við vit.um, að fjallgöngurnar eru hress- andi fyrir líkama og sál og leggj- um því gjarnan það erfiði á okk- ur, sem því er samfara að klifra upp um fjöllin. Til slíkra Alpa- ferða nota menn venjulega ljett ferðaföt úr mjúkri ull og stígvjel með broddum og svo þverpoka á bakið. Þessi útbúnaður nægir þó aðeins á venjulegum fjallastígum,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.