Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1931, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1931, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 91 því verki, sem fyrir höndum lá. En varla getur erfiðari aðstöðu "n á þessum stað og kom sjer betur að hafa stæltan skrokk og liðuga fætur, að koma verkefninu, sem oft varð að bera á bakinu yfir glerhált stórgrýtið til áfanga- staðarins. Við slógum upp timb- urskýli til að sofa í og matast, en sváfum að mestu undir berum himni uns því verki var lokið, því meðferðis höfðum við aðeins eitt lítið tjald, en unnum þama ná- lægt 20 manna. Eins og kunnugt er, strandaði eimskipið „Goðafoss“, eign Eim- skipafjelags íslands við Straumnes á útmánuðum árið 1917. Það sama ár, sumarið eftir að ,,Goðafoss“ strandaði, var upphaflega reistur viti á Straumnesi. Vitinn var járngrind, 20 metra há undir Ijós- ker og lágu rimlastigar af járai, sem ganga varð upp í ljóskerið. Þótt grindin hefði oft verið máluð, var liún tekin að ryðga mjög mikið undir málningunni og kom- in með ótal stærri og minni blöðr- um og skellum. Auk þess var erfitt og hættulegt fyrir vitavörðinn, er býr norður í ' Rekavík, sem er næsta bygð við Straumnes, og kemur til vitans á 1—2 vikna fresti, að þurfa að vetrinum, slit- uppgefinn eftir illfæra leið, að þurfa að klifra upp klökuga rimla- stiga upp í 20 metra hæð, oft í stormi eða roki, sem skekur og hristir vitagrindina ásamt stigan- um. Það bar líka við, að ísklump- ar dyttu niður úr grindinni, lentu á gasgeimaskýli vitans og brutu það niður. Taldi því vitamála- stjórnin rjettast að sjá við þessum annmörkum og gera vitann upp að nýju úr steinsteypu. Var nú öll járngrind vitans vandlega ryð- barin og hiíðflett og að því loknu látan standa næstum óskert í steinstevpuveggjunum. Til ryð- börslunnar höfðum við meðferðis bensínhrevfil í loftþrýstisambandi, bákn mikið, er reyndist okkur erfitt viðfangs, en þó gagnlegt tæki. Straumnes-vitinn, eins og hann er nú að lokinni viðgerð, mun án efa vera sterkasta bygging á land- inu, þvi auk gömlu járngrindar- innar, sem felst í heilu lagi í steinsteypuveggjunum eru marg- ar smálestir af steypujárni, tvö- falt net af digru járni í öllum veggjum og loftum. Hrein brimsorfin basalt-möl og sandur, er í allri steypunni. En basalt er eins og menn vita ólíkt sterkari steinn en dólerít, (grá- steinn) sem er aðalefni steinsteypu mannvirkja á Suðurlandi. Þótt Straumnesvitinn sje nú orðinn dýrt mannvirki, vandaður og sterkur, getur verið álitamál hvort gagnsemi hans er að sama skapi meðan vitavörður er ekki látinn sitja á Straumnesi, en það er áríðandi ef vitinn á að geta komið að fullum notum. Vitinn stendur niðri á nesinu, skamt yfir sjó, fyrir opinni norð- anáttinni. Og þótt vitinn sje hár í lofti berst særokið og löðrið alla leið yfir ljósker vitans og setur í stórhríðum vetrarins, ásamt úr- komu loftsins, þykka ógagnsæa storku yfir glerin, svo vitinn lýsir mjög dauft eða hreint ekki neitt. Gaslog vitans gefur stuttan blossa 4. hverja sekúndu. En loginn þyrfti að vera sterkari og bloss- inn lengri. Þegar sjógangur er mikill eiga skip ilt með að greina stutta blossa frá vita, sem stendur á láglendi. Vitavörður Straumnesvitans yrði því að hafa aðseturstað á Straum- nesi, ef vitinn á að gera tilætlað gagn. Hitt er ekki annað en gagns- lítið kák eins og verið hefir, þrátt fyfir trúmensku og samviskusemi þess manns, sem gæsluna hefir á hendi, þar sem hann aðeins kemur á staðinn 3—4 sinnum í mánuði, þegar best lætur. Eins og nú er liáttað, er löng leið, illfær og hættuleg sem vita- vörðurinn verður að fara og með því vitar eru engin leikföng, gerð til skrauts og skemtunar, verður að krefjast þess, að þeir komi að lilætluðu gagni. Á Straumnesi er ekki einasta nauðsvn fullkomins hljóðvita, er treysta megi á hvern- ig sem veður væri, heldur þyrfti þar einnig að vera stöð fvrir ná- kvæmar veðurathuganir. samfara mælinguni sjávarhita. strauma og fleira. Þetta er sá skanki íslands sem næstur er grænlenska meginísnum og veðurbreytinga gætir hjer fyr en víða annars staðar af marg-. konar ástæðum og með ýmislegum hætti. Loftskeytastöðin á Hest eyri er jiarna nærri, svo á Straum nesi þyrfti ekki aflmikla útsend- ingastöð eða kostnaðarsama. — Mannlaus viti á eyðistað með úr- eltum útbúnaði getur orðið hættu- legri skipum, en enginn viti. Straumnesvitinn er orðinn rík- inu dýr stofnun. Viðgerðin kost- aði marga tugi þúsunda, en gagn- semi hans engu meiri en áður, |jrátt fyrir hinn mikla kostnað. Aðstaðan við verkið var öl! fremur erfið. Möl og sand urðum við að fá úr Aðalvík og flytj.i að okkur á bátum. — Var j>að stundum freinur svalksamt, en gekk alt slysalaust. Maður kallar |>að ekki sl}rs, jiótt stundum kamii fyrir, þegar tekið var upp úr bátnum, að útsogið rvkkti mönn- unum, sem hjeldu í festarnar fram af hálum hleinunum svo þeir stungust á höfuðið beint. í kol- grænt hyldýpið, og sást í iljar. líkt og sagt er frá Hými jötni, er hann hrökk fyrir borð í viðureign jieirra Þórs við Miðgarðsorm. Við urðum lxraustari og stæltari með hverjum degi þótt við strit- uðum alla daga frá 12—19 stundir í sólarhring. og flesta sunnudaga að meira eða minna leyti þegar fært var veður. Einhuga samtök okkar allra og góður fjelagsskap- ur gerði okkur erfiðið svona ljett. Ekki má heldur gleyma því, að á vist með okkur voru tvær ungar stúlkur, ljettlyndar og lífsglaðar og áttu j>ær sinn þátt í því, að glæða og viðhalda þreki okkar og starfskröftum. Þegar erfiðleikarnir steðjuðu sem mest að okkur og alt virtist undir högg að sækja, ákváðum við — allir sem einn maður, að koma verkinu af fvrir haustið og sigra alla erfiðleika, en vanda þó til alls eftir föngum. Þetta tókst. Milli okkar fjelaganna ríkti samúð og skilningur. sem gerði okkur erfið- ið Ijett og tengdi okkur alla ó- svnilegum böndum. Hjer vorn menn saman komnir, sinn af hverju landshorni. flestir einhvers konar flækir.gar og skipbrots- menn. Tíjer á þessum eyðistað

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.