Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1931, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1931, Blaðsíða 8
200 LESBÓK MORG-UNBLAÐSÍNS Allsherjar Iþróttamótið liófst 17. júuí eins og vant er og stóð í þrjá daga samfleytt. Á mótinu voru sett þrjú ný met. Methafarnir þrír. Á'sgeir Einarsson. Stefán Bjamarson. Marínó Kristinsson. Ásgeir Einarsson setti met í spjótkasti, 52.41 m. Eldra metið átti Friðrik Jesson, 47.18, og er lijer því um stórkostlega íþróttaframför að ræða, enda er þetta eitthvert besta met íslendinga. — Stefán Bjarnarson setti met í girindahlaupi á 20.2 sek. (feldi enga grind). Eldra metið átti Tngvar Ólafsson, 20.8 sek. — Marinó Kristinsson sctti met. í kúluvarpi með betri hendi, 12.07 metra. Eldra metið var 11.85 metra og áttí það Þorsteinn Einarsson. — Allir eru methafarnir úr Glímufjelaginu Ármann. Eros-musterið í Aþenuborg. Margar þjóðir hafa sjerstakar rannsóknarnefndir í Aþenuborg og eiga þær.að reyna að uppgötva sem flest, viðvíkjandi fornöld Grikkja. Ameríkumenn eru þar, eins og víðar, fremstir í flokki, því að þeir hafa nóg fje. Nýlega var skotið saman C>>/2 milj. króna í Bandarikjunum, til þess að grafið yrði upp hið gamla torg Agora í Aþenuborg. Nú er bygð á öllu því svæði, þar sem torgið var, og til þess að geta grafið það upp, þarf að rífa niður 450 hús. Seinustu fregnir af amerísku rannsókna- nefndinni eru þær, að hún hafi fundið musteri Eros. Yissu menn áður, að slíkt musteri hafði verið í Aþenuborg, en það var nú löngu gleymt'hvar það hafði staðið. Srríælki. Ni®ur Niagara. I fyrra fór ung- ur Ameríkumaður, Hill að nafni, niður Niagarafossinn í stálkúlu sem öll var fóðruð innan með þykkum púðum. Nxá nýlega hefir Hill leikið þetta aftur, og lá þá við að honum hefndist fyrir dirfskuna. Kúlan rakst sem sje með feikna hraða á klettasnös nokkura ,í fossinum og lenti svo í hringiðu fyrir neðan fossinn og snarsnerist þar í sífeílu. Fór þessu fram í tvær klukkustnndir og datt engum annað í hug en að Hill væri steindauður. Að lokum tókst. lögreglunni a-ð ná í kúl- una. Þegar hún var opnuð.var Hili lifandi, en í yfirliði. Hann var ó brotinn og náði sjer furðu fljótt. -— Pabbi, var rauða blekið, sem þiv keyptir í gær, mjög dýrt? — Nei, því spyrðu að því ? — Jú, jeg helti því óvart niður á teppið í stássstofunni. Köttur liðþjálfans hefir eignast kettlinga. — Er það ekki leiðinlegt að vera rukkari? Allir biðja yður náttúrlega að fara til fjandans. — Nei, nei — allir biðja mig um það að koma aftur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.