Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1931, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1931, Blaðsíða 7
 LÉSBÓK MORQ-UNBLAÐSÍNS Helsingfors merkilegt erindi um frumsögu Finna. Er þá getið fyrirlestra þeirra, er fluttir voru á mótinu, en í rit- safni þessu eru ýmsar ritgerðir um norræna og þýska menning. — Lengsta ritgerðin og sii fyrsta er um þýskan og norrænan anda, gagnkvæm áhrif á sögulegum tíma, eftir próf. C. Petersen í Kiel, sem einnig hefir sjeð um útgáfu ritsafnsins. í ritgerð um háskólabókasafnið í Kiel er skýrt frá ýmsum merkum ritum í norrænum fræðum, er safn- ið á og er það mjög fjölskrúðugt; þar eru haldin m. a. 7 íslensk blöð. Þá er sjerstakur kafli um listir Norðurlanda, yfirlitsritgrein um samband milli þýskrar listar og norrænnar eftir Albert Dresdner í Berlín, um danska málaralist. sænska, finska og norska; fylgja þeim ritgerðum ýmsar myndir og enn fremur er þar ritað um nor- ræna myndhöggvaralist og bygg- ingarlist, en íslenskrar listar ekki getið í greinum þessum og veldur því vafalaust, hversu listagreinir þessar eru enn ungar með oss og lítt kunnar erlendis. Þá eru nokkrar ritgerðir um þjóðlega list og ritar Jörgen Olrik í Kaupmannahöfn um íslenska list af góðum sltilningi, er J)ar skýrt frá trafakeflum, lárum og stokk- um, útskurði ýmsum og víravirki og fylgja góðar myndir. Bendir hann á, að íslendingar hafi kyn- slóð eftir kynslóð varðveitt ein- kenni þau, er landnámsmenn fluttu með sjer frá Noregi. „Hvílir yfir íslenskri þjóðlegri list göfug- mannlegri blær en annars staðar á Norðurlöndum og stendur þetta vafalaust í sambandi við hina stór- ættuðu afkomendur Norðmanna". Þá er sjerstakur kafli um hljóm- list og leiklist, og ritar próf. Erik Abrahamsen í Kaupmannahöfn um þýska og norræna hljómlist. Um Færeyjar er ítarleg ritgerð eftir Viktor Waschnitius í Kaup- mannahöfn. Loks er skýrt frá íþróttum móts- ins og ritar Reinh. Prinz um ís- lenska glímu. Má af þessu sjá, að ritsafn þetta er harla fjölbreytt og drepur á flesta menningarþætti Norður- landa-. í ágætri ræðu, er próf. Becker, prússneskur ráðherra vísinda og jista flutti á móti þessu, gat hann þess, að Þjóðverjar bæri tvenns konar þrá í brjósti. þrá eftir suð- rænni sól og hinu dularfulla norð- urijósi. „Hvernig sem þróun stjórnmála og menningar er varið í löndum yðar, hvernig sem sögulegu sam- ba-ndi er varið, berum vjer þó allir sömu þrá í brjósti að varðveita og dýpka hver fyrir sig þjóðareðlið í baráttu fyrir verndun einstaklings- ins og sálarlífs þeirra gegn hinni vjelrænu og jafnandi stefnu tíma vors. Ef vjer hjálpum hver öðrum með sál og anda, stígum vjer stórt skref fram á við fyrir sjálfa- oss og alt mannkynið“. Alexander Jóhannesson. Ingrid prinsessa dóttir Gustavs ríkiserfingja Svía, hefir að undanförnu verið í Eng- la-ndi, og í tilefni af því var hald- inn stór hirðdansleikur í Bucking- hamhöll, en það er nú langt síðan að slíkur dansleikur hefir verið haldinn. Þess vegna eru menn að stinga saman nefjum um það, að mægðir muni komast á milli sænsku og ensku konungsættanna, og að Ingrid muni giftast Georg yngsta syni Georgs konungs. 23Í Ctresemann. Fyrir skömmu var afhjúpað ^oldugt minnismerki eft- ir Gustav Stresemann í Mainz. Voru þar viðstaddir ýmissir full- trúar Þjóðabandalagsins og fjöldi af fremstu stjórnmálamönnum Þjóðverja. -— Hjer á myndinni sjest brjóstlíkan af Stresemann. sem reist er inni í sjálfu ininnis- merkinu. Madama Curie, hin nafnfræga vísindakona, sem ásamt manni sín- um uppgötvaði Radium, er enn sí- starfandi að vísindum. Það ber lítið á henni, en þess meira vinnur hún í kyrþey. Hjer sjest hún á- samt dóttur sinni og standa þær á tröppum rannsóknarstofu frú Curie í París. '

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.