Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1932, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1932, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17 fær okkur broddprik í höud. Við göngurn til námubrunnsins. í sama bili skýtur lyftunni upp iir myrkr- inu, hlaðinni 4 kolavögnum. 2 menn hafa í einu vetfangi affermt lyftuna. Við stígum inn. Leiðsögu- maður kallar skipun sína til lyftu- stjórans. Hávær högg dynja niður í djúpinu. Merki til lyftustjórans um að nýr farkláfur sje tilbúinn þar niðri. Lyftan tekur snöggan kipp, sígur fyrst hægt niður og loks svo hratt sein kólfi væri skot- ið. Dagsljósið hverfur, það er sem við finnum jörðina sökkva undir fótum okkar. Alt í einu bregður eins og leiftri fyrir. „Námugöng í 200 metra dýpt“, segir leiðsögu- maður. Til hliðar í myrkrinu heyr- um við eitthvað þjóta upp á við. „Lyfta með kol“, segir leiðsögu- maður. „Báðum farkláfunum, þeim sem við erum í og þeim, sem við heyrðum þjóta fram hjá, lyftir sama vjelin“. Loks hægir lyftan á sjer og nemur staðar. Björt raf- ljós skína á móti okkur, svo að við fáum ofbirtu í augun. Við stöndum í hárri neðanjarðarhvelf- ingu. Nokkrir verkamenn, sem standa hjer tilbúnir að ferma far- kláfinn, kasta á okkur kveðju: „Glúek auf“, segja þeir. Það er námumannakveðjan. Tugir vagna sumir slaðnir kolum, sumir tómir, standa á brautarteinum, sem liggja að-og frá námubrunninum. Hver af öðrum renna þeir inn í farfcláf- inn, sem lyftir þeim upp á yfir- borð jarðar. — Leiðsögumaður fær okkur smálampa, sem við getum hengt á þar til gerða hanka á jökk um okkar — og svo er haldið inn í óralangan gang, sem liggur út frá þessari háreistu hvelfingu. Raf- Ijós á stangli varpa daufri birtu út í myrkrið. Við hrösum um lausa steina, styðjum okkur við prikin og þreifum okkur áfram með múrveggjum gangsins. Traust okk- ar setjum \úð á leiðsögumanninn, sem öruggur stikar stórskrefóttur áfrarn. Að nokkrum mínútum bðn- um verður birt.an sterkari. Við komum inn í bjart. og loftgott lusthús. Hjer standa þriflegir liest- ar við stall og háma í sig korn. Sumir eru stórir og efldir kerru- hestar, aðrir smávaxnir, svipaðir íslensku hestunum. Hestum þessum er beitt fyrir kolavagna hjer í nám unum. Þeir litlu eru notaðir í þrengstu göngunum, þar sem þeir stórvöxnu komast ekki að. Aldrei sjá þeir dagsbirtuna. Þeir eru æfi- langir þrælar hjer í undirheimum. Mjer verður á að liugsa til hest- anna okkar íslensku, sem sæta sömu örlögum í kolanámum Eng- lands og Skotlands. — Leiðsögu- maður hvetur okkur til að hraða ferðinni. Enn höldum við inn í göng, þreugri og dimmari en þau fyrri. Hjer eru veggirnir ekki múr- aðir. — Þjettstæðir, digrir bjálkar varna berginu að lirynja saman. Suma hefir ofurþunginn kubbað í sundur, eins og væru þeir mjóar eldspýtur og hefir þar öðrum stoð- um verið skotið undir fargið til hjálpar. — En enn þá liöfum við ekki sjeð námumennina að vinnu, enn höfum við ekki sjeð kola- lögin, sem þetta völundarhús hef- ir verið gert fyrir. — Tvo kíló- metra göngum við. Loks er sveigt inn í göng til hliðar. Högg og dynkir dynja á móti okkur. Við erum komnir að hjarta námunnar. Svört rönd smígur á ská upp í gegnum bergið; hún er á að giska einn meter á þykt. Loftið er þungt, blandið þykkum mekki kolaryks og í gegnum rykmökkinn grillum við, við skímu rafljósanna, vernr, sem eru á sífeldu iði við kolarönd- ina. Eru þetta hinir fölu skuggar dánarheima, sem skáldin hafa lýst, einhverjir syndaselir, sem refsi- ncrnirnar hafa hnept lijer í þræl- dóm? Nei, enn er það hin sístarf- andi mannshönd, sem seilst hefir eftir fjársjóðum í iðrum jarðar. Verkamennirnir eru fáklæddir og svartir sem negrar. Svitinn rennur af þeim í lækjum. Þeir losa kolin moð borum, sem knúnir eru með bjettilofti. .Jeg fæ að taka mjer einn borinn í hönd og reyna að vinna með honum. Jeg fæ varla Vuldið honum og eftir margar til- raunir tekst mjer lpks að losa nokkra mola. Einum þeirra sting jeg í vasann til minja. Hver vagn- inn er fyltur af öðrum, en hol J>au sem verða, þegar kolin eru tekin í burt, eru fylt með grjóti. — Frá vinnustaðnum höldum við út í göng svipuð hinum fyrri. Leið- sögumaður vekur athygli á hill- um, sein liggja yfir þver göngin, yfir höföum okkar. A hillum þess- am eru hrúgur af rnuldu stein- duftí. Ef eldur brýtst hjer út, er duft þetla notað, til þess að kæfa með því bálið. --- Við og við bruna vagnaleslir f*am hjá okkur. Verð- nm við þá að þrýsta okkur þjett upp að veggjunum, til þess að \ erða ekki fyrir. Við erum þvi C i'ðnir þreyttii af göngunni, er við kemum aftur að sjálfum námu- b unninum. E,i leiðsögiimaður vill sý'. a okkur enn dýora niður í þessa fu.ðulegu veröld. Við stígum iun í lyftuna á ný eg sígum uiður í göng, 500 metra undh yfirborði jarðar. Svipað er hjer umhorfs og i laginu fyrir ofan og jeg liefi þeg- ar Jýst. Óialangir gangi.r hvíslast. út fvá nánjubruuihnum, vagnalest- ir bruna fram og aítur í stöðugri hringi'ás. El'tír nokkra stund kom- um við að stiga, sem liggur upp þverhnýptan bergvegginn. — Við krækjum lampanuin á mdli taun- anna og' klifrum upp stigi.nn. Enn þá ný vinnustöð. Það er sem við værum staddir í risavaxinni inaura þúfu eðu bí'vúpi1., 1 ar sein hvert hólfið tekur við af ööru og alt iðar af starfsömu lífi. I.eiðsögumaður sjer að við ei um fani t: að þi'eytast. Hann heldur með (kicur að námu- brunninum. „Glúck auf“, köllum við td vei kamannann i um leið og við kveðjuni úndirheima, lyftan þýtur upp. upp í dngsljósið. —• Okkur er fylgt í baðldefana, þar sem okkur er búin heit kerlaug. Með naumi ídum fáun: við þvegið af okkur kclirykið, som hefir smeygt sjev inn í nasir okkar, eyru og augu. Miinst r i des. 19'H. Jón Gíslason. 120 nv herskip. í þingi Bar.d.u'íkjanna hefir ver- ið lagt fram frv. um smíði 120 nýrra herskipa og er hostnaður- inn áætlaður 610.250.000 dollarar. Tvö af skipuni þessum (ru „móð- urskip“ fyir flugvjelar, en hiu eiga öll að kor.ui í staðinn fyrir eldri herskip, san nú cru orðin úrelt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.