Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1933, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1933, Blaðsíða 2
346 LE8BÓK MORGUNBLAÐSINS Fossinn i Brynjudalsá, Báröarhellir og Maríuhellir. um að legstaður hans væri hækk- aður, svo að hundar og menn træði ekki á honum, og lindin lians Ijúfa væri hlaðin upp, með hringpalli til að sitja á fyrir fólk, sem vildi hvíla sig þar og rifja upp minningar hins ástsæla skálds. Sumum finst að Hallgrims- kirkja ætti að vera í Reykjavík, en er ekki nógu mörgu hrúgað þar saman? Og er það ekki sorgleg lýsing á safnaðarlífi voru að veit- ingahúsið ,Hótel Borg' skuli standa rjett hjá aðalkirkju lands- ins og vera betur sótt en kirkjan. Nei, í Reykjavík á Hallgríms- kirkja ekki heima, heldur í hinum heillandi faðmi hins sagnaríka Hvralfjarðar og á þeim stað er trú- arskáldið bjó. — — Margar sagnir ganga um síra Hallgrím Pjetursson, og langar mig til að segja eina: ,,Það er sögn ein, frá Hallgrími presti, að hann var eitt sinn á ferð við þriðja mann, og ætlaði heim sunnan yfir Brynjudalsvog; flæður sævar gengu að; varð það þá ráð þeirra að bíða þar um nótt- ina til þess útfjaraði, og áin mink- aði, og bjuggust að liggja í Bárð- arhelli vrið fossinn. Þótti þá förunautum prests leitt að heyra fossniðinn, er mjög ýrði frá inn í hell'sdyrin. Annar föru- nautur preshs var fremstur og fekk ei sofið fyrir aðsókn. Sýndist honum og ferlíkan nokkurt eða vættur sækja að inn alt í hellisdyrin; bað hann þá prest að vera fremstan, og ljet hann það eftir; er þá sagt hann kvæði Stefjaþrápu, því var yrði hann hins sama og förunautur hans, en jafnan hörfaði vætturin frá við hvert stefið, og að aftur á milli. uns hún hvrfi með öllu, og er drápan á þessa leið, sem nú er að fá: 1. Sætt með sönghljóðum sigur vers bjóðum Guði föður góðum, sem gaf lífið þjóðum; næsta naumt stóðum, naktir vjer óðum í hættum helsglóðum. 5. Heims því að hætti hver einn mjer þætti bölið sem bætti bjóða lof ætti. Guðsson vor gætti, Guðs við almætti, hann sálimar sætti. 6. Minn Jesú mæti, mín jafnan gæti; brjóst Jesús bæti, brár Jesús væti, sjá Jesús sæti, send Jesús kæti mitt í mótlæti. 8. Sök sýnda afmái, sonur Guðs hái; frið svo jeg fái og föðurlandi nái; ógn engi þjái, að oss Guð gái, sálirnar um sjái. 23. Ó, þú alvalda eining þrefalda, lát lýð þinn kalda lof þitt margfalda; gef oss heit halda og heiður bier gjalda um aldir alda !“ f Hvalfirði eru þessar eyjar: TTvammsev. Þvrilsey og Geirs- hólmi. Bestu skipalægi á firðinum eru hjá Þyrli. innan við Geirs- hólm (15—20 metra dýpi), á Brvnjudalsvogi (5—10 metra dýpi) og á Maríuhöfn undan TTálsi í Kjós (10—16 metra dýpi). Þessi skipalægi eru öll örugg, og önnur eftir áttum, svo sem undan Reynivöllum, Yaldastöðum, Með- alfelli, Útskálahamri og á Saur- bæjarvík á Kjalarnesi. Tnnsigling f.jarðarins er óhrein að sunnan, en hrein með norðurlandinu, en þar sigla ekki aðrir en kunnugir menn. í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er sagt frá því af liverju Hvalfjörð- ur. Hvalfell og Hvalvatn draga nöfn sín, og skal það ekki rakið hjer. En við skulum bregða okkT ur inn til dalanna fyrir botni Hvalfjarðar og hitta þar konu, sem heitir Oddný Sigurðardóttir, og er húsfreyja á Stóra-Botni í Botnsdal. Hún segir okkur svo frá dölunum: Botnsdalur. Botnsdaiir er hinn nyrðri af dölunum tveim, er liggja fvrir botni Hvalfjarðar. Á milli þess- ara tveggja dala gengur Múla- fjall fram í sjó og myndast vogar. sinn hvoru megin f.jallsins. Og inn fyrir þessa voga liggeu* Hval- fjarðar akbrautin. f Botnsdal eru nokkurar skógarleifar, þó smá- vaxnar sje, en þarna var það, sem Avangur hinn írski Ijet smíða hafskipið á dögum landnáms- mannanna. En hið merkasta í dalnum verður að telja fossinn Glvm. sem er mjög hár, líklega með hæstu fossum á landinu, þó aldrei hafi verið mældur, og er í á samnefndri bæjunum í dalnum. Við Glym orti Þorsteinn Gísla- son vísurnar: f Botnsdal er fagnrt einn blíðviðrisdag o. s. frv. Þá er einnig skylt að glevma ekki Botns- súlum, en þaðan er mjög víðsýnt. í norðaustri er Hvalfell og norðan við það er Hvalvatn, en þaðan kemur Botnsá. — Fyrir austan enda Hvalvatns er Skinn- húfuhöfðj og Skinnhúfuhellir, þar sem Skinnhúfa bjó á dögum Ár-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.