Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1934, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1934, Blaðsíða 1
 49. tölublað. Sunnudaginn 2. desember 1934. IX. árgangnr. I •»fold*rpr*nt»iniaj» h f. Agnes og Friðrik. Hvernig á því stóð að bein þeirra voru grafin upp og flutt að Tjarnarkirkju. Eftir Grjetar Fells. 17. júní síðastliðinn flutti je<< í útvarpið erindi um síðustu aí tökuna á Islandi. Sama dag voru hjnar jarðnesku leifar þeirra Agnesar MagnúsdóttUr og Frið- riks Sigurðssonar jarðaðar í kirkjugarðinum á Tjörn á Vatns- nesi (í Húnavatnssýslu). Fram- kvæmdi þá athöfn sóknarprestur- inn þar, síra Sigurður- Jóhannes- son. 21 sama mánaðar komu all- margir menn saman á hinum fornu brunarústum á Illugastöð um, og var þar beðið fyrir sál- um þeirra Agnesar og Friðriks af síra Sigurði Jóhannessyni. Við það tækifæri talaði og bóndinn á 111- ugastöðum, Guðmundur Arason, og kona hans, Ymsar kviksögur hafa gengið um það hjer í bænum, hvernig á atburðum þessum standi. Saga þessa máls er rjett sögð á þessa leið: Kona ein lijer í bæ, sem ekki vill láta nafns síns getið, er all- miklum miðilshæfileikum gædd. Koma þeir hæfileikar frarn í ó- sjálfráðri skrift. Hið óhamingju- sama fólk, sem frá var sagt í er- indi því, sem nefnt var hjer að framan, — þau Friðrik, Nathan og Agnes, — höfðu lengi látið þá eindregnu ósk í Ijós, að reynt yrði að milda málstað þeirra, sjer- staklega Agnesar, og hafa áhrif á almenningsálitið í þá átt, að vekja samúð með þeim og skilning á öll- um málavöxtum. Var þess sjer- staklega óskað, að beðið væri fyrir sálum þeirra á brunarústun- um á Illugastöðum, og að guðs- þjónusta færi fram í sama skyni í Vatnstjarnarkirkju. En alt varð þetta að fara fram fyrir sumar- sólstöður þessa árs. Eru nú liðin rúmlega tvö ár síðan að þessu máli var fyrst hreyft að handan. Ymiskonar smásannanir hrúguðust upp, svo að lokum varð ekki und- an því komist að leggja trúnað á, að vitsmunaverur þær úr öðr- um heimi, er hjer áttu hlut að máli, væru þær, er þær sögðust vera. í þetta sinn er ekki unt að tilgreina allar þær sannanir, enda ekki altaf hirt um að vottfesta þær. En svo mikið er víst, að fast var eftir leitað um framkvæmdir og fekk málið að lokum á sig svo mikinn alvöru- og veruleika- blæ, að viðurlitamikið þótti að sinna því elcki á þann hátt, sem um var beðið. Hin yfirlætislausa kona, sem í þetta sinn var milliliður milli lieimanna tveggja, komst ekki hjá því, að reyna með einbrerjuru hætti að koma þessum óskuni hinna framliðnu á framfæri í þess- um heimi. Guðmundur Sigurjóns- son Hofdal, ötull maður og greina- góður, bauð henni aðstoð sína- Páll hæstarjettardómari Einars- son var og fyrstur manna kvadd- ur til ráða, samkvæmt eindreg- inni ósk að handan. Leitað var til biskups um leyfi til að grafa upp bein þeirra Agnesar og Friðriks og jarða þau í vígðri mold, og skal það sagt biskupi til hróss, að hann leyfði það með ljúfu geði. Guðmundur Hofdal brá sjer nii norður til að sjá um uppgröftinn á beinunum, og kýs jeg' að láta hann sjálfan segja frá för sinni. Með hans leyfi birtist því hjer orð- rjett útskrift úr dagbók hans, frá 13.—15. júní þ. á. Honum segist svo frá: „13. júní 1934. Síðdegis í dag var sú ákvörðun tekin, að jeg legði af stað snemma í fyrramálið norður í Húnavatns- sýslu. Tilgangur fararinnar er sá, að leita að dys þeirra Agnesar Magnúsdóttur og' Friðriks Sig- urðssonar er tekin voru af lífi í Vatnsdalshólum 12. janúar 1830, vegna morðs á Nathani Ketilssyni, og grafa upp líkamsleifar þeirra til endurgreftrunar í vígða mold. Tildrög þessa máls eru þau, að því er jeg best veit, að Agnes og Friðrik hafa sjálf, í gegnum ósjálf ráða skrift, óskað, ásamt mörgu fleira, eftir uppgreftri beina sinna og jarðsynging þeirra í kirkju-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.