Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1935, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1935, Blaðsíða 4
300 LESBÓK MORGTTNBLAÐSINS Mark Twain. Það mun ekki ofmælt, að 500 mamis sje rænt þaðan á ári. Og þrælar þessir eru fluttir inn yf- ir Abyssiniu til Rauðahafsins. t franska Somalilandi eru þrælarn- ir settir í skip, er flytja þá yfir Rauðahafið. Og hvernig sem varð- skip Breta reyna að stemma stigu fyrir þessu, halda flutningar þess- ir áfram. „Svart fílabein" er altaf í háu verði í Arabíu. Þrælasalarnir, sem flytja þræl- ana til strandar, eru vel vopnum búnir. Oft lenda þeir í harðri viðureign við varðlið Breta. Breskir varðmenn hafa oft fallið í þe;rri viðureign. Það líður varla svo mánuður, að ekki sje rænt fólki í Súdan, til þess að hneppa það í ánauð. Ræningjarnir umkringja negra- þorpin, drepa þar gamla fólkið, sem ekki er hægt að koma í verð en reka konur, karla, bðm og kvikfjárhjarðir til strandar. 1 fangelsi emu í Súdan situr al- ræmd kona ein og lætur sjer leið- ast. Hún er í góðum holdum, því vel er með hana farið. Hún heitir Sitt-Anna, og rak þrælaverslun í stórum stíl, við Hvítu-NQ, rjett undir handarjaðri breskra vfir- valda. Sitt-Anna var orðlögð fyrir harðneskju og grimd. Arabiskir þrælasalar heimsóttu hana oft. Mikið mannsal fór fram í húsum hennar. Og þrælana ljet hún lemja oft til óbóta. Hinir arabisku æv- intýramenn báru mikla virðingu fyrir henni. En mikill ljettir var það fyrir marga Súdan-búa, er Sitt-Anna komst loks undir manna hendur, og aðstoðarmenn hennar. Þá um leið fengu 500 þrælar frelsi. En verslunin heldur áfram þó hún sje fangelsuð. Maður henn- ar fer margar herferðir td Súdan. Og ríkidæmi hennar vex, þó hún sje lokuð inni. Lið hans fór marg- ar ránsferðir til Súdan árið 1932, og var vel vopnum búið. Ekkert stoðaði þó bresk yfirvöld sendu Abyssiniukeisara mótmæli gegn framferði þessu. Hundrað ár eru liðin frá fæðingu Mark Twain. Tuttugu og fimm ár, frá því hann dó. Bandaríkin ætla að minnast hans í ár með því að setja á stofn háskóladeild í kýmni — þá fyrstu í veraldarsögunni. Þegar Samuel Langdon Clem- ens, en það var hið rjetta nafn Mark Twain, hvarf vir föðurhvis- um sagði móðir hans við hann: „Jeg vil að þú hafir yfir með mjer þessi orð: Jeg sver að jeg skal aldrei snerta spil og aldrei fá mjer í staupinu" — og MarK Twain sór. T7m móður sfna sagði Mark Tvvain: „Hún var vel vaxin og fínbvgð og með stórt hjarta — svo stórt, að það gat rúmað hverja sorg og hverja gleði“. Samuel var 16 ára þegar hann var settur til að læra prentiðn. Hann átti að fá fatnað og frítt, uppihald- „Meira var það þó uppi- hald en föt og lítið af hvoru um sig“. Úr setjarasalnum fór Samuel á skipsfjöl og gerðist lóss á M’ssi- sippifljótinu. Dimmar veturnætur stóð hann í brúnni og hlustaði ákaft eftir kalli hásetans, sem var að lóða dýpið. Látlaust kváðu við hrópin: mark twain, sem þýð- ir sama og: „taktu eftir, tvö fet“, eða m. ö. o.: „farðu varlega“. Þessi orð, sem árum saman hljóm- uðu í eyrum Idns unga manns, notaði hann síðar sem dulnefni undir greinar sínar. * Mark Twain var sendur til landsins helga sem blaðamaður og ferðabrjefin, sem hann þá skrifaði komu síðar út í bók, sem flestir kannast við: „Innocents abroad". Á ferðalaginu kyntist Mark manni að nafni Charles Langdon. Hafði maður þessi í fórum sín- um mynd af systur sinni. — Sökti Mark Twa’n sjer í drauma um þessa stúlku, nótt og nýtan dag- Tókst honum að fá hinn nýja kunningja sinn til að bjóða sjer heim og hjer kyntist hann Olivu Langdon! „Síðan eru lið- in 40 ár“, skrifaði Mark Twain rjett fyrir andlát sitt, „en upp frá þeirri stundu, hefir hún aldrei farið fír huga mjer“. * Dómarinn æruverðugi, faðir Olivu, var aftur á móti lítið hrifinn af að fá rithöfundinn unga og óráðsetta, fvrir tensfda- son. Hann heimtaði meðmæli og Mark Twain benti á fimm menn, sem höfðu þekt hann þegar hann var blaðamaður í Vestúrheimi Dag nokkurn komu svörin frá kunningjrmum og fjölskyldan, ásamt tengdasyninum tilvonandi, safnaðist utan um dagstofuborðið Dómarinn braut innsiglin. f fyrsta brjef’nu stóð að Mark Twain væri letibykkja, í öðru að hann hefði mestar mætur á að gera gys að gamalmennum, í því þriðja, að hann væri að vísu til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.