Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1936, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1936, Blaðsíða 1
oraKnM&foúts 18. tölublað. Sunnudag-inn 3. maí 1936. XI. árgangur. ía*/olA*r^r*Bt«mtðj* k.f. NDLANDSFAR hlaðið gulli og gimsteinum strandará Islandi Dýrmætasti farmur sem til landsins hefir komið. Mesta manntjón á einu skipi. Eftir ÁRNA ÓLA HaustiS 1667 strandaði hjer við land stórt hollenskt kaup- far, komið frá Austindium. Það hjet „Het Wapen van Amsterdam“ og var hlaðið dýrara farmi en nokkurt annað skip, sem hjer hefir strandað síðan land bygðist. Og aldrei mun, svo sögur fari af, hafa orðið jafn mikið nuinntjón við neitt strand eins og bá. Þótti mjer bví hlýða að reynt væri að rifja upp alt það, sem menn vita með sannindum um skipstrand þetta, eða geymt er í munnmælum. En þegar jeg fór að rannsaka sögu þessa, sá jeg fljótt, að þar var ekki á visan að róa, því að flest skjöl og skilríki frá þeim tíma munu glötuð vera, cn annálum ber ekki saman að sumu leyti. Þær heimildir, scm jeg hefi stuðst við um eftirfarandi frá- sögn, eru þessar: Arbækur Esphólíns, Vallaannáll, Fitja- annáll, Kjósarannáll, Hestannáll, Hirðstjóraannáll Jóns próf. Halldórssonar, Annáll Magnúss Magnússonar sýslumanns, Vatnsfjarðarannáll yngri, Sýslumannaæfir, Islands ártali Gísla Konráðssonar, Alþingisbækur (1669) og Onze IJslands- vaarders in de 17de en 18de Eeuw, doktorsritgerð ungfrú M. Simon Thomas um siglingar Hollcndinga til íslands á 17. og 18. öld (prentuð í Amsterdam 1935). Þar sem heimildir greinir á, verður þess getið srnám sam- an, og reynt að hafa það, er sannast þykir. OKIFIÐ „Het Wapen van Am- ^ sterdam“ (Skjaldarmérki Am- sterdam) var e'ign siglinga- og verslunarfjelagsins Kamer Am- sterdam. Var það eitthvert glæsi- legas.ta skipið í hinum glæsilega verslunarflota HolleUdinga á þeim árum. Skipstjórinn hjet Reynier Brinckman. Var skipið smíðað til þess að halda uppi siglingum milli Java (og Ind- lands?) og Hollands, og var þetta fimta ferð þess. Mætti því ætla, að skipið hafi verið nýlegt, en þess ber að gæta, að á þeim árum var lengur verið að fara hverja för frá Hollandi til Austurindía og heim aftur, heldur en er nú á dögum. Á þessum árum var stríð mííli Hollendinga og Englendinga Hin stóru kaupför, sem til Ind- lands sigldu og komu þaðan aft- ur með liina dýrmætustu farma, þorðu því ekki að sigla um Erm- arsund, heldur fóru þau ve'stan við Bretlandseyjar. Var það venj- an að þau sigldi svo vestarlega, að ensk herskip næði þeim ekki. Kom það þá stundum fyrir að svo ve'starlega var siglt í Atlantshaf,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.