Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1936, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1936, Blaðsíða 1
21. tölublað. Sunnudaginn 24. maí 1936. XI. árgangur. k.f. Þormóður Torfason sagnaritari. 3 hundruð ára afmæli. Þormóður Torfason fæddist í Engey 1636, föstudag i fardögum, sem eftir gamla stíl var þá 27. maí. Á miðvikudaginn kemur eru því 300 ár liðin frá fæðingu hans. Ætt Þormóðar og uppeldi. Foreldrar hans voru Torfi sýslu- maður Erlendsson og Þórdís Berg- sveinsdóttir. Erlendur afi Þormóð- iar var umboðsmaður Skriðu- klausturs. Varð hann ósáttur við Englendinga út af því að hann hafði gert upptæka enska skútu. Vegna þess máls varð hann að sigla, en dó í utanferðinni í Ham- borg. Fæddist Torfi að Skriðu- klaustri eftir andlát hans 1598. Torfi varð mesti merkismaður, þó sumir segi að hann hafi ekki ver- ið skrifandi og ekki kunnað lög, svo að hann hafi þurft að liafa mann sjer til aðstoðar á þingum. En það getur varla verið rjett, eft- ir því að dæma live hann var hátt settur. Hann var meðal annars lögrjettumaður, sýslumaður í Gull- bringusýslu, síðan í hálfri Árnes- wýslu og hálfri Vestmanneyjasýslu og seinast í allri Árnessýslu. Árið 1642 fekk liann 10 konangsjarðir í Borgarfirði í ljen og helt þeim í 23 ár, en afsalaði þeim þá Sig- urði syni sínum. Árið 1646 fekk hann þrjár ltonungsjarðir í Árnes- sýslu í ljen. Árið 1657 fluttist hann hann að eignarjörð sinni Þorkels- gerði í Selvogi og dvaldist þar til æfiloka. Hann andaðist 1665, 67 ára að aldri og var grafinn fyrir framan altarið í Strandarkirkju. Þriggja nátta gamall var Þor- móður skírður, sennilega af sókn- arpresti þeirra Engeyinga, síra Stefáni Hallkelssyni. Hálfum mán- uði síðar var hann fluttur til Staf- ness, því að þangað fluttist fað- ir hans þá um vorið. Ólst Þor- móður þar upp. Tólf ára gamall var liann sendur í Skálholtsskóla, ög stund- aði þar nám í 7 ár. Var hann út- skrifaður þaðan 1654 af Gísla Einarssyni, síðar presti að Helga- felli á Snæfellsnesi, með ágætum vitnisburði, og hvert álit kennar- ar hafa haft á gáfum hans má marka á því, að Brynjólfur bisk- up Sveinsson gaf honum sín bestu meðmæli til prófessoranna við há- skólann í Kaupmannahöfn. Fyrsta utanför. Þangað sigldi hann samsumars með skipi, sem fór fyrst til Amster- dam, og kom til Kaupmannahafn- ar þremur vikum fyrir jól. Þá var pestin þar nýafstaðin og margir prófessorar enn veikir og háskól- inn ekki tekinn til starfa til Þormóður Torfason

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.