Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1938, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1938, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 133 Kvikmyndaleikararnir Grace Bradley og Bill Boyd hafa mikið yndi af liestum og í frístundum sínum er þeirra mesta ánægja að spretta vir spori á þessum arabisku gæðingum. í orustunum; það hlaut að vera mestur heiðurinn eftir spart- verskum hugsunarhætti. Og ef þeir svo gátu fengið eitthvert stórskáldanna, Pindar t. d. til að yrkja um sig, var frægðin trygð um aldur og æfi. Ef sami maðurinn vann sigur þrisvar sinnum, mátti hann láta reisa líkneski af sjer í sjálfri Olym- píu. ★ Annars er það merkilegt að . sjá hvernig Grikkir litu á lík- amsíþróttir og íþróttamenn. — Engin þjóð hefir, svo menn viti, reynt að gera íþróttir eins almennar og þeir, láta þær vera grundvöll alls uppeldis, þátt í daglegu lífi þjóðarinnar frá æsku til elli. En Grikkir áttu sjer spakmæli: „meden agan“, „ekki of mikið af neinu“ („hóf er best í hverjum hlut“) og það spakmæli var einmitt hvað oftast á þeirra vörum um líkamlegar íþróttir. Ef einhver lagði þær fyrir sig svo mjög, að hann vanrækti andlegt at- gervi þeirra vegna, átti hann á hættu að verða lítilsvirtur af bestu mönnum. Þeim var hálf- illa við menn, sem gerðu sjer íþróttir að atvinnu; þess konar mönnum var oft brugðið um heimsku og hroka. Það er ekki laust við líka nú á dögum, að hjá þeim þjóðum, Englending- um og Ameríkumönnum, sem nú leggja mest kapp á líkams- íþróttir, sjeu til ýmsir, sem of- bjóði dýrkunin á þess konar fólki, og telji ofmiklar íþróttir skaðvænar; „idiots in flann- els“, „flón í flúnelsfötum“ kall- ar enskt skáld háskólastúdenta sem meti meira líkamsíþrótt- irnar en bóknámið. Eftir grísk- um hugsunarhætti átti að keppa að því að ná samræmi í öllu; allir hæfileikar líkama og sálar áttu að þroskast og vinna saman. Sjerhæfileikinn, ef til var, mátti ekki verða svo yfir- gnæfandi, að hann kæfði alla hina. Hnefaleikamaðurinn t. a. m. átti, ef vel var, að hafa vit á skáldskap; allir urðu að þekkja eitthvað til sönglistar, en rithöfundarnir og skáldin urðu líka að sýna, að þeir hefðu ekki vanrækt líkama sinn og íþróttirnar, — Sókrates, Æschylos og Sófókles voru t. d. allir hraustir hermenn og tóku þátt í orustum, þrátt fyrir heimspekisheilabrotin og skáld- skapinn. Eins og kunnugt er, hafa Olympíuleikirnir verið endur- nýjaðir, en með alt öðru sniði, og því miður þykir bera á því, bestir sjeu til að keppa 1 al- að smáþjóðirnar nú eigi erfitt með að keppa við stórþjóðirn- ar, sem eiga miklu fleiri íþrótta menn til að velja úr þá, sem þjóðaleikjum, og líka meira fje til að þjálfa keppendurna svo vel, að þeir bestu af þeim standa atvinnuíþróttamönnum varla að baki. En með þessu er í rauninni spilt einni af feg- urstu hugsjónum leikanna. En hvað um það — þessir leikir eru aðeins eitt af mörgu, sem nútíminn getur reynt að læra að nota rjett hjá þessari gömlu, undarlegu og merki- legu gáfnaþjóð. — í mestu menningarborginni þeirra, A- þenuborg, var talið einkenni þjóðarinnar: filokalein met’ evteleias,: elska og iðka hið 'fagra sjer að kostnaðarlitlu. Grikkir voru yfirleitt fátækir, en þeir voru öllum þjóðum leiknari í að leiða fegurðina inn í daglega lífið í smáu og stóru. Og það eru þær hliðar á grískri menningu, sem fá- tækar gáfuþjóðir, eins og ís- lendingar, nú á dögum ættu að kynna sjer betur; af þeim má mikið læra, sem okkur getur komið að notum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.