Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1938, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1938, Blaðsíða 1
oraiWJjMiiðsíti® 18. tölublað. Sunnudaginn 8. maí 1938. XIII. árgangur. j • h.f. Fullveldi Estlands 20 ara hershöfðingi. Eftirfarandi grein er útdráttur úr grein- um, sem skrifaðar voru í tilefni af 20 ára fullveldisafmæl- inu 24. febrúar s. 1. í lok ófriðarins mikla risu upp við Eystra.salt. í útjaðri Rússaveldis, þrjú ný ríki: Litauen, þeirra svðst, í nábýli við Pólland, sem liú er skemst að minnast, þá Lettland og nyrst Estland. Þó lönd þpssi hafi aðeins skannna stand sjálfstæð verið, er saga þeirra að ýmsu leyti merkileg. (trein sú, sem hjer fer á eftir, mun aðallega fjalla um Estland. Er hún samin í tilefni af því, að lýðveldið Estland lijelt liátíðlegt 20 ára afmæli sjálfstæðis síns þ. 24. febrúar þ. á. Estlendingar hafa búið frá -ó- muna tíð sem sjerstök þjóð í nú verandi heimkvnnum sínum. Fyr- ir 700 árum voru þeii; enn frjáls- ir og óháðir. Tímar friðsamlegrar Ju’óunar voru samt. þráfaldlega rofnir af óvinuin. sem brutust inn í landið ýmist að austan, sunnan eða vestan. í byrjun 13. aldar brutust þýskir regluriddarar inn í landið og tókst loks, eftir blóð- uga viðureign, að kúga landsins eigin börn til hlýðni við sig. Síð- an valt á ýmsu um yfirráðendur landsins. Koma þar bæði Þjóð- verjar, Danir, Svíar, Pólverjar og Rússar við sögu. því það er kunn- ara en frá þurfi að segja, hversu valdatogstreitan um Evstrasalt hefir oft verið hörð á umliðnum öldum og það alt fram á vora daga. Arið 1721 var Estland inn- limað í Rússland, en innanlands rjeði þó mestut auðug aðalsstjett af þýskum ættum. A 19. öld fara Est.lendingar sjálfir loks að vakna til öflugrar þjóðernishreyfingar. 'Hinir ánauðugu bændur ganga smám sarnan úr greipum yfirstjett inni þýsku. Stjórnin rússneska vill hinsvegar með öllu móti auka rtissnesk menningaráhrif í land- inu og neytir til þess allra bragða, oft undir því yfirskini að vera að vernda bændur og bóialið fyrir ágengni yfirstjettarinnar þýsku. Bænda og þjóðernishrevfingin estneska varð samt hvergi rofin nje stöðvuð. Laust fyrir miðja 19. öld var komið fram umbót- um, sem trygði myndun innlendr- ar óðalsbændastjettar og þar með sigur estlensku þjóðernislireyfing arinnar. Þá er rússneska keisaraveldið molnaði í sundur 1917 og bvlting braust út þar í landi, voru Est- lendingar meðal hinna fyrstu undirokuðu þjóða, er hrifsuðu til sín sjálfsforræði. Þann 24. febrú- ar 1918 lýsa þeir yfir því, að land þeirra sje frjálst og fullvalda ríki.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.