Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1938, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1938, Blaðsíða 1
 Jffóloí’QMinMaösiwð 20. tölublað. Sunnudaginn 22. maí 1938. XIII. árgangur. ÍMfu)duyr«aUBlJJi k f. Einasti jabilprestur landsins Sírci Olafur Mugnússon í Hrnurbæli Agróðursælum hæðum vestan við Ölfusárósa stendur prests setrið Arnarbæli. í björtu veðri er þar útsýni fagurt og fjöl- breytilegt. í vestri hamragirðing Hellisheiðar. ei’ umlvkur lúna blómlegu Ölfussveit, með lúð svipmikla Ingólfsfjall í norðri. En til austurs blasir vjð hinn víði fjallahringur umhverfis Suður- landsundirlendið, og ber drotning eldfjallanna, Helcla þar hæst höf- uðið. En fyrir fótum manns eru álar og leirur hinnar breiðu elfu, sem þarna er orðin svo rúmfrek, að hún líkist frekar firði en fljóti. „Jeg hefði ekki trúað því fyrir eina tíð, að mjer þætti ekki Sltagafjörður fallegastur allra hjeraða á landinu“, sagði sr. Ól- afur í Arnarbæli við mig hjer á dögnnum, er við sátum saman í dagstofu hans og röbbuðum um gamalt og nýtt, en þó einkmm um hans 50 ára prestsskap. En sr. Ólafur er skagfirskur að ætt, fæddur í Viðvík, þar sem þá var móðurfaðir hans prestur, sr. Ól- afur Þorvaldssoit. Þó foreldrar hans flyttust til Revkjavíkur þeg- ar hann var 7 vetra, var hann á, uppvaxtarárum sínum öllum stundum í Skagafirði, er hann gat komið því við. En sín 50 prest- skaparár hefir hann -verið á 8uð •urlandi, 15 fyrstu árin í einni mik- ilúðlegustu sveit landsins, Öræf- um, en 35 ár í Arnarbæli. Að koma á heimili þeirra hjóna, sr. Ólafs í Arnarbæli og frú Lydíu, er sem að heim- sækja liorfna tíð í umhverfi nú- tímans. Er talið berst að æskuárum þeirra, og fyrstu búskaparárum, renna upp myndir í huga rnanns, sem um margt eru óskyldar því, sem nú á sjer stað. En af allri frásögninni og viðmótinu verður sjeð, að hjer er ekki gamalt fólk, er harmar hið liðna, heldur fólk. sem fylgist með þróun tímaus og hefir altaf gert, sameinar hið og það nýti- Þessvegna er ánægjulegt að ★ egar talið barst að embættis- verkum og prestskap sr. Ól- afs, ba;ði austur í Oræfum og í Ölfusi, þá var viðkvæði hans þetta, að í öllum hans sóknum við öll hans störf. í 50 ár, hefði hann ekki umgengist annað en allra besta fólk. Það er eins og um hann hafi alla tíð verið úrval þjóðarinnar og ekki annað. Nú vil jeg ekki bera neinar brigður á að svo geti verið, í Öræfum, Ölfusi og Selvog t. d. En jeg segi það rjett eins og er, að mjer hefir ekki verið kunnugt um þessi sjer- kenni í niðurröðun úrvalsmanna á landi voru. Og því mun jeg þá Síra Ólafur Magnússon og frú Lydia. gamla sem gott er lega ,af því nýja'. alveg sjerstaklega koma í Arnarbæli.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.