Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Blaðsíða 10
4Ö2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Bertel Thorvaldsen og forfeður hans Eftir Matthías Þórðarson þjóðminjavörð »AÐ var mikið um dýrð- ir í Kaupmannahöfn 17. september 1838, er Bertel Thorvaldsen kom þangað heim frá Rómaborg. Þá voru lið- in rúm 42 ár frá því er hann hafði farið þangað í fyrstu, og á þeim árum hafði hann komið einungis einu sinni til Hafnar, fyrir 19 árum. Hvert mannsbarn, að kalla í öllu landinu vissi um hann og heimsfrægð hans, og allir höfðu þráð heimkomu hans ár eftir ár. Fagnaðarlætin voru stórfeld og hátíðahöldin marg- föld, þann dag og næstu vikur. Allmargir landar voru þá í Höfn, námsmenn o. fl. Ekki er kunnugt, að þeir hafi hylt hann með sjerstöku samsæti, en þó kunna þeir að hafa gert það á þann eða á einhvern annan hátt, og víst er, að þá orti Jónas Hall- grímsson hina ágætu „kveðju“ til hans. Hefir hann sennilega gert það fyrir bón íslendinga í Kaup- mannahöfn. Fornfræðafjelagið kvaddi hann á fund sinn 6. okt. og hylti hann • hjelt Finnur Magn- ússon þar ræðu til hans. Hann hafði einnig ort kvæði og fagnað komu hans í íslands nafni. Það var nú þá, fyrir heilli öld. En hjer var engin dægurfluga á ferð. Frægðarljóminn hefir lítið dvínað síðan, alla öldina. Fagnað- arlætin yrðu engu minni nú, ef Thorvaldsen kæmi til Hafnar, — hefði ekki dáið, en verið erlendis. En ekki er þÖrf á að búa til hug- mynd um það: Heimkomunnar var minst 17. september í haust, —• eftir heila öld, minst á hinn hátíð- legasta hátt í Kaupmannahöfn, svo sem hjer varð þá einnig kunnugt. Alla 19. öldina út voru við og við að birtast rit um Thorvald- sen og* listaverk hans, og ekki hefir orðið neitt lát á þeim rit- smíðum á þessari öld; þvert á móti, hvert stórverkið hefir rekið annað, og nýir og nýir menn hafa komið fram með stórar eða smáar ritgerðir. Fyrverandi for- stöðumaður safus hans í Höfn birti enn eina ævisögu hans fyrir fáum árum, og núverandi for- stöðumaður hefir sent út skýrslur frá safninu undanfarin ár, og hina síðustu í haust, með merki- legum ritgerðum um ýms atriði í ævi eða list hins ódauðlega snill- ings, og safnað vikulega saman á hverjum vetri miklum fjölda manna í Höfn til að hlýða á fyr- irlestra um listaverkin og kynna sjer þau vandlega. Bertel Thorvaldsen dvaldi langmestan hluta ævi sinnar í listaborginni eilífu, Róm. En hann ólst upp í Höfn; var orðinn hálf- þrítugur, er hann fór þaðan, og hafði stöðugt saniband við danska eða íslenska menn, bæði á Ítalíu og heima fyrir, meðan hann dvaldi syðra, og ævikvöldið sitt fagra átti hann í skauti fóstur- jarðarinnar, við almenna ást og aðdáun. Ævinni lauk skyndilega, undir fögrum hljóðfæraslætti að kvöldi dags, í þjóðleikhúsinu í höfuðborginni 24. mars 1844. ÆTTRÆKNI THOR VALDSEN. Það mun mega segja, að ís- lendingar hafi naumast verið þess svo minnugir sem vel hefði mátt vera, að Bertel Thorvaldsen var að mjög miklu leyti íslenskur maður. Ekki verður því þó um kent, að þeir hafi ekki verið mint- ir á það, því að bæði gerði hann það sjálfur með 'hinni þjóðlegu, ágætu gjöf sinni, skírnarfontin- um í dómkirkjunni, sem kom hingað fyrir hundrað árum, og Kaupmannahafnarbúar gerðu það á þjóðhátíðinni 1874, er þeir gáfu Reykjavík hinn fagra minnis- varða um hann, með líkneski því, er hann hafði gert af sjálfum sjer 1839, fyrir áskorun vina sinna. Var sá minnisvarði til skamms tíma höfuðprýði bæjar- ins, og jafnframt var hann hon- um og þjóðinni í öllu tilliti til mikillar sæmdar, en síðan var liann settur til hliðar, og tekin af honum sú umgjörð öll, grind- ur og bekkir, er honum var til prýði og hlífar. Með þessum tveim listaverkum, er ætíð voru fyrir allra augum, svo að segja, og á hinum vegleg- ustu stöðum, voru menn hjer sí og1 æ, bæði innlendir og útlendir, mintir á Thorvaldsen og það, að ísland er ættjörð hans. En auk þessara sí-sýnilegu minningar- marka hafa menn verið mintir á það aftur og aftur, að hann var íslenskur að uppruna. Það voru fleiri en Finnur Magnússon og Jónas Hallgrímsson, sem gerðu það meðan hann var á lífi. Sjálfur virðist hann jafnan hafa mint menn á það, og hann hjelt því á lofti ekki aðeins með hinni veg- legu gjöf sinni, heldur einnig daglega, að kalla, er gvo bar und- ir,. að eitthvað um ætt hans og uppruna bæri á góma, hvort held- ur væri við íslenska menn eða erlenda, og vitanlega kom þá einnig hið sama f'ram aftur í ræð- um og ritum þeirra manna, og síðan margra annara, er tækifæri var til. FÖÐURÆTTIN. Gottskálk, faðir Bertels Thor- valdsens, var borinn og barn- fæddur á íslandi; hann var Skag- firðingur, fæddur á Reynistað,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.