Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1940, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1940, Blaðsíða 6
342 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Víðirinn í Vesturbænum Víðihríslan elsta í garði Jóns Eyvindssonar við Stýrimannastíg. Jón stendur undir hríslunni. Fyrir 20 árum kom tágakarfa. utan um blómlauka, frá Dan- mörku til Jóns Eyvindssonar kaupmanns á Stýrimannastíg. Karfan var ekkert öðruvísi en venjulegar slíkar umbúðakörfpr. En Isleifur, sonur Jóns, tók eftir því, að neðst í körfunni voru við- arteinungarnir J körfufljettunni grænir. Það skvldi þó aldrei vera að með þeim leyndist líf, hugsaði fs- leifur. Hann tók því þrjá sprotana og stakk þeim niður bak við vermi- reit í trjágarðinum austan við húsið. . Það leið ekki á löngu þangað til þeir festu rætur. . En frá þessum þremur víðisprot- um, sem ísleifur Jónsson hirti úr körfunni og stakk niður í garðinn, eru komnir allir þeir viðirunnar sem breiðst hafa út um Vestur- bæinn úr garði Jóns Evvindsson- ar við Stýrimannastíg. Og þeir eru orðnir margir. En víðirinn í Vesturbænum er ekki frægur fyrir það eitt, að hann á allur ætt sína að rekja til einnar umbúðakörfu. Hann er líka frægur fyrir það, hve skjótum þroska hann tekur alstaðar þav sem hann fær að vaxa í frjórri jörð. Á hann í því sammerkt við aðrar erlendar víðitegundir, sem gróðursettar hafa verið hjer, og náð hafa nokkrum aldri. Er víðir- inn. sem Trvggvi Gunnarsson gróðursetti í Alþingishússgarðin- um, þeirra frægastur. Hann hefir lengst alið hjer aldur sinn. Og hon- um er ekki eins kalhætt og þessum. Jeg efast um að hann verði meira bráðþroska hjer á landi en víði- tegund sú, sem fvrst festi rætur hjer á landi við Stýrimannastíg, og hefir breiðst svo mikið út um garðana þar í grendinni, að jeg tel líklegt að hann verði lengi kendur við Vestuhbæinn. ★ Iljer á dögunum heimsótti jeg Jón Evvindsson í garðinn hans, og sýndi hann mjer hina tvítugu forfeður víðisins. Mikið hefir verið höggvið af þeim. Því ef þeir hefðu fengið að breiða lim sitt hindrun- arlaust, hefðu þeir borið annan gróður í garðinum ofurliði, og er ein hríslan nú langstærst. Jón sýndi mjer hve árssprotarn- ir eru geysilega langir, oft mikið á 2. metra. En oft kelur framau af þeim, og gerir það vöxt víði- hríslanna kræklóttan. Þó má tals- vert laga vöxtinn með því að höggva greinar af, og velja líf- greinar fyrir meginstofn. En þar sem víðir þessi er gróðursettur í röð, breiðist limið fljótt langt til beggja handa, ef ekkert er höggv- ið. 5 ára gamall runni í garði Sigurjóns Jónssonar við Öldugötu, sem nú er tvær mannhæðir, breið- ir lim sitt 2—3 metra til hvorrar handar frá stofni. Á hverju ári, síðan víðirinn fór að dafna hjá þeim, hefir Jón Ey- vindsson, eða þeir feðgar ísleifur og hann, klipt fjöljia sprota af víðinum og dreift þeim út milli kunningja o gvina. Enda er ákaf- lega víða hægt að sjá þess merki í görðum í Vesturbænum. Þó má vera að sumt af þeim víði sem þar er sje ættaður úr Alþingis- hússgarðinum. Því álengdar ber 10—12 ára hríslur í garði Guðmundar Þórðarsonar við Vestur- götu. Þessar hríslur voru fluttar til fyrir nokkrum árum. Þær hafa verið kliptar mikið til þess að vöxtur þeirra yrði fástofnaðri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.