Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1945, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1945, Blaðsíða 1
3. tölublað. Sunnudag-ur 21. janúar 1945 XX árgangur. 1» oldaiy—Haið 1 > h.A JJalíclór JJifjan cJic .axness: DAVÍÐ STEFANSSON FIMMTUGUR ÞAÐ ERU NÚ orðin furðumörg ár síðan strákur sem þá var að alast upp í Mosfellssveit, og var talinn hafa gaman af bókum þó ]>að gaman færi að vísu af síðar, rakst á nýtt kvæði eftir nýan mann í einu tímaritanna, það var kvæð- ið Sestu hjerna hjá mjer systir mín góð, eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. j>að þótti ekki tíð- indum sæta þá fremur en nú þó nýtt skáld kæmi fram á sjónar- sviðið í blaði eða tímariti, en ung- ur strákur er hleypidómalaus gagn- ,vart nýu skáldi, því í rauninni eru öll skáld ný fyrir honum. Ilann tekur kvæðin til sin eða lætur þau liggja alt eftir því, hvei’nig þau tala til hans. En þetta kvæði, ,Sestu hjerna hjá mjer, var alt öðru vísi en hin kvæðin. Það var ein- þver tónn í því, sem ekki fanst hjá hinum skáldunum, Steingrími, Matthíasi, Einari Ben., Þorsteini — og þó kanski einna helst hjá Þorsteini; og hann var ekki heldur Jíkur þeim nýu, sem margir hverjir virtust kappkosta að vera berg- mál hinna gömlu, — nema þá e£ vera skyldi Jóhanni Sigurjónssyni. Þó var þessi tónn alveg óherskár gagnvart öðrum skáldum, sundur- gerðarlaus og heiðarlegur, en mjög nærgengur vegna innileika síns, og hver sem las þetta litla kvæði án: fordóma hlaut að verða snortinn bæði vegna þess sem sagt var í því, og þó einkum vegna hins sem ekki var sagt, en það er góðskálda aðal að kunna einnig að láta hið, ósagða tala í kvæðum sínum. Sá ungi og óreyndi lesandi sem getur í upphafi Jtessa máls, varð svo heillaður af kvæðinu við fyrsta lest- ur að hann lærði það strax, og fór einförum og hafði það upp fyrir sjer með tárin í augunum; og hef- ur aldrei gleymt því síðan; og sá dagur aldrei komið í öll þessi ár, að honum hafi þótt minna varið í það en daginn sem hann las það fyrst: „Sestu lijerna hjá mjer, syst- jr-mín góð; í kvöld skulum við vera kýrlát og hljóð“. Jeg held þetta sje gott kvæði. Það komu revndar ýmis önhur kvæði á prent í tímariturtum eftir þennan nýa mann, og sum prýði- )eg, til dæmis Brúðarskórnir: Sum- ir gera alt í felum, en ekkert jafn- ast á við það undur seni verður við eyra manns þegar nýr tón- snillingur slær fyrstu akkorðurnar. Jeg veit að Davíð hefur ort mörg mikilfengleg kvæði síðan, og á enn eftir að yrkja, en með þeim akkorðum sem hann sló í fyrsta sinn í mín eyru var það nógsam- lega staðfest í hug mínum, hvert skáld hann var.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.