Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1945, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1945, Blaðsíða 8
48 LESBÚK MORGUNBLAÐSINS Hver var Magnús í Bræðratungu? — Eftir S. K. Steindórs — ÞAÐ ÆTTI EKKI að vera nein ótrúleg spásögn, að skáldsaga Kilj- ans, „Hið Ljósa Man“ vcrði mikið lesin bók, Ber þar hvorutveggja til, að efni skáldvcrksins hefir við sögu iegar stoðir að styðjast, þó að þær sjeu ekki verulcga transtar. En söguleg efni eru mörgum hugstæð. En mest munu mcnn heillast af hinni ótvíræðu snild höfundarins. Ilinir glæsilegu frásagnartöfrar eni með þeim ágætum, að persónur sög unnar standa lesendum ljóslifandi fyrir sjónum, og verða minnisstæð- ar. Jafnvel þær, sem smærri hlut- verkin hafa, cru ekki settar hjá og eru gerð sömu snildarskil sem að- alpersónunum. Listamaðurinn málar og meitlar mjmdir, sem lesandinn sjer og skil- ur. — Þar eru engin lausatök. Frá- sögnin öll (þrátt fyrir ljótleika sinn með köflum), er svo sönn og trú, að þó lesandinn sje fullkomlega nú- tímamaður, sem kann að meta þæg- indi vorra tíma þá er hann fyrr en varir, horfinn aftur í aldir, um nær því 250 ár og orðinn áhorfandi, eða jafnvel þátttíjkandi í því sem þá og þar gerist Þó umrætt skáldverk sje söguieg skáldsaga. þá er hún þó ekki „sögu- leg“ í þeim skilningi, að þar sje skyrt sögidega rjett frá efni og at- burðum. Enda er skáldinu í sjálfs- vald sett, hversu nákvæmlega hann l'ylgir sannsögulega þræðinum. — Því skáldið er ekki að rita „sagn- rif“, - heldur skáldverk. Þó cr ekki Ioku fyrir það skotið, að sumir lesenda, kunni að taka skáldverkið of bókstaflega. sem „sögulega" heimild. Hefir mjer því dottið í bug að gera nokkura grein fyrir þeim Bræðratunguhjónum, og æltmönnum þeirra. ★ MAGNÚS SIGURÐSSON í Bræðratungu er sú persóna sögunn- ar, sem snild höfundarins húðflett- ir einna miskunarlaust. — Vcrður því ýmsum á að spyrja: llver var þessi maður? . é Ymsar heimildir cru til um Magn ús, þó fæstar þeirra sjeu marg- orðar, og sumar ekki einu sinni ó- hlutdrægar í hans garð. Má þar til ncfna: Annála, Biskupasögur, Sýslu mannaæfir o. fl. En útgáfu tveggja þeirra rita, sem mest hefði verið að styjast við: Fornbrjcfasafns og Alþingisbóka, er of skamt komið til að hægt sje að hafa þeirra not í þessu sambandi. Þannig eru meiri heimildir til um Magnús en almennt gerist um menn frá þeim tima, þeirra sem hvorki höfðu geistlegt eða veraldarlegt embætti. Ber þar einkunl til að maðurinn var stórætt-, aður, svo og hin illvfgu málafcrli er hann átti síðustu ár æfi sinnar. — Að maðurinn hal'ði vcrið mikils- háttar, má tclja alveg full víst. Magnús var sonur Sigurðar sýslu manns Magnússonar á Skútustöð- I um í Þingcyjarsýslu, og konu hans, Sigríðar, dóttur Odds ríka lögrjettu manns Þorleifssonar á Borg á Mýr- um. Var brúðkaup þeirra haldið unt vorið 1650 á Sæbóli í Dýrafirði, sem vafalaust héfir verið eitt af höfuðbólum ættarinnar. Það er sagt um Sigurð, að hann hal'i mannast vel, og cr hann var fluttur norður, ljet hann byggja m.jög reisulega á Skútustöðum, bæði bæ og kirkju, og ljet flytja stórviði til þeirra framkvæmda alla lcið frá Langa- nesi. Og stóð vegur hans með mikl- um blóma. Ekki var Sigurður mjög auðug- ur í fyrstu, stendur í Sýslum.æfum.^ Því hann hafði ei annað en sinn föðurarf, og eigi Iifði hann svo lengi, að hann næði til arfs eftir móður sína, eða föður konu sinnar. (Odd ríka). Bjargaðist samt vel a£ cigin atburðum. Ekki var hann tal- inn rnikill lagamaður, þó hann hefði sýsluvökl. Þau hjón voru rjettir þremenn- ingar að frændsemi, Magniis prúði Jónsson, langafi beggja. Þurftu þau því að kaupa Icyfisbrjef til hjúskapar, er það dagsett 3. maí 1650. En einhverjgr brygður vildi umboðsmaður höfuðsmanns, Jens Söfrensson, bcra á að alt væri með feldu. Því á Alþingi 29. júní 1650, Ijet hann Alþingisdóm ganga um, hvort þau væru ekki skyldari en í leyfisbrjefinu var greint, og sann- aðist þá að svo var ekki. Ljet hann þá gott heita. Ekki áttu þau hjón nema tvö börn: Elínu konu Þorláks Skúlasonar á Grenjaðarstað og Magnús í Bræðratungu. I'oreldrar Sigurðar á Skútu- ■stöðuin voru þau: Magnús Arason á Reykhólum, sýslumaður í Barða- strandásýslu og kona hans, Þórunn ríka Jónsdóttir, hafði hún áður verið gift Sigurði syni Odds bisk- ups, en það hjónaband var skamm- vint og barnlaust. Hefir Sigurður á Skútustöðum, verið heitinn eftir honum. Þórunn hafði með sjer í bú Magnúsar 38 jarðir, auk gnægð pen- inga og góðra grjpa. Hún var kona stórættuð. eins og lítiilega mun sýnt. Faðir hennar var Jón sýslum. Yigfússon Þorsteinssonar, og höfðu þcir langfeðgar haft sýsluvöld í 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.