Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1945, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1945, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 307 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN JÓNAS HALLGRÍMSSON JNNGANGUR. SVEIT íslcnskra náttúrnfræð- jnga het'ir löngum verið fámenn. Öldum saman höí'ðu íslendingar iðkað ýmiskonar fræðimennsku, en náttúrufræðinga eða náttúruíræði- legs áhuga verður naumast vart þeirra á meðal. Fram unr mið.ja 19. öld voru það einungis þrír Islend- ingar, sem kallast gátu náttúru- fræðingar og var Jónas Hallgríms- son hinn þriðji þeirra. Uinir tveir voru Eggert Ólafsson og Sveinn Pálsson. Ýmislegt er sameiginlegt í sögu og störfum þeissara manna. Öllum auðnaðist þeim að skoða mikinn hluta landsins. Eggert einn fjekk unnið úr rannsóknum sínum. og skriíað um ísland og náttúru þess eitt hið merkasta rit, sem enn hefir verið skráð um ísland. Sveinn Pálsson fjekk að vísu samið heil- steypt rit um ferðir sínar og rann- sóknir, en það hefir fram að þessu legið grafið í handi’iti, og mestan hluta æfinnar varð hann að berjast fyrir lífinu í erfiðu læknisembætti og stunda búskap og sjóróðra, til jþess að framfleyta fjölskyldu sinni. En báðum þessum mönnum auðn- aðist þó að skapa þau verk, sem seint munu fyrnast. Jónasi entlstj ekki aldur til að sjá ávöxt verka sinna. Ilann fjell í valinn áður en hann fengi unnið nokkurt heildar- starf á þessu sviði, og árangur rannsókna hans hefir legið gleymd- ur og grafinn í nokkrum dagbóka- brotum En engum þessara manna auðnaðist að gefa náttúrufræðina að lífsstarfi. Það er að vísu satt, að ýmsir ís- lendingar, samtímis þessum raönn- um og fyr, lögðu nokkru stund á náttúrufræðileg efni, en nær ein- göngu með tilliti til búfræði og búfræðilegra athugana, sem þá var mjög nátengt náttúrufræðiuni. Ýibs rök munu til þess liggja, að' Islendingar hafa svo lítt.sint fræð- um þessum. Mun það fyrst koma til, að hugir þeirra hneigjast lítt til fræðimensku á þessu sviði, en hinu, má heldur ekki gleyma, að alt fram á 19. öld var harla erfitt að stunda fræði þessi. Háskólinn í Kaup- mannahöfn, sem var hin eina menta- stofnun, er íslendingar áttu greið- an aðgang að, rækti náttúrufræð- ina lítt, og naumlega var hægt að ljiika þar prófi í þeim fræðum fyr en eftir daga Jónasar Hallgríms- sonar. Þá er og þess að minnast, að náttúrufræðimentun veitti Is- lendingum engan möguleika til af- komu, nema þeir tæki að sjer ein- hver alsendis óskyld störf. Má þar benda á, að Eggert Ólafsson var gerður varalögmaður að loknum rannsóknaferðum sínum. Þegar á alt þett^ er litið, gegnih það raunar nokkurri furðu, að Jónas Hallgrímsson skyldi leggja rit á þá braut að stunda náttúru- fræði við Háskólann í Kaupmanna- höfn. Ekki er unt að sjá, að nokk- ur áhrif vir föðurgarði hafi verið þar að verki, þótt ekki sje ólíkle'gt,. að hrikaleg og sjerkennileg nátt- vira bernskustöðva hans, hafi orkað át hug hins unga sveins, sem glögt má sjá í ljóðum hans. Ekki verða áhrifin heldur rakin til Bessastaða- skóla. Náttúrufræði var ekki kend þar, og hinir mætu menn, er þar störfuðu, orkuðu á hugi nemanda sinna í allt aðrar áttir. Að vísii segir Hannes Hafstein í æfisögu Jónasar, hvaðan sem hann hefur það, að hann hafi verið að reyna að kynna sjer náttúrufræði á Bessa- stöðum, „en á því voru mjög lítii föng um .þær mundir, og snerist hann því að rúmmálsfræði og reikn- ingi“. I þeim fáu brjefum Jónasar, sem til eru frá þeim árum, er hann dvaldi í Reykjavík að loknu stúd- entsprófi minnist hann hvergi á nátt úrufræði, eða honum leiki hugur á því námi. Og þegar vinur hans, Tómas Sæmundsson, eggjar han.i iöet eggjan að leita lærdómsframa »A Hafnarháskóla og þykir þuó ui koma, að Jónas skuli hyggja svo lágt að ætla að taka danskt laga- próf, þá er það ekki náttúruvís- indin, sem hann ætlar Jónasi að stunda, heldur dreymir hann um Jónas, sem eftirmann Finns Magn- ússonar. Náttúrulýsinga gætir og miklu minna í þeim kvæðum Jónas- ar, er hann yrkir fyrir utanför sína en síðar. Mjer þykir því. langlík- legast, að hugur hans hafi ekki hneigst að fræðum þessum fyr en hann kom til Hafnar og tók að lesa undir hin fyrstu lærdómspróf þar við Háskólann Háskólanám, feðalog. JÓNAS IIALLGRlMSSON kom, til Kaupmannahafnar haustið 1832. Var hann þá skráður í lagadeild, Háskólans og tók að lesa undir. hin fyrstu lærdómspróf, sem tekin yoru í ýmsum fræðigreinum þar á meðal í náttúrufræði. Lauk hann fyrri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.