Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1945, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1945, Blaðsíða 6
(596 LESBÓK MORGUNBLAÐSIN S 150 ÁRA MINNING SKÚLA FÓGETA: SJÖUNDA GREIN. Ritstörf Skúla og vinir hans Eftir S.K. Steindórs Var Skúli þó börnum sínum góð- ur, og hefði ekki blakað hendi við, dóttir sinni fyrir ekki meiri sagir, ef ^þetta hefði ekki verið honum h.jart- ans mál. — Eiunig mætti draga af því ályktun, um holl uppeldisáhrif á heimili þeirra hjóna, að svstur- sonur Skúla, Geir „góði“ Vídalín, er ástsælastur hefur orðið allra biskupa hjer á landi á síðari öldum, dvaldi á unglingsárum sínuni lang- dvölum í Viðey og mótaðist þar, og kostaði Skúli utanför hans, einnig Kar Sigriður systir hans (rnóðir jÞórarins Öfjörð, sem I>j. Thor. kveð ur svo íallega um! alin upp í Viðev. og gaf Skúli henni heimanmund til jafns við dætur sínar. Ritstörf Skúla. Iðjumaður var Skúli með afbrigð um. enda segir Magn. sýslum. Ket- ilsson sem þekti hann allra manna best' ..Ilann var erfiðissamur í íiiesta lagi, svo hann gat varla iðju- laus verið". — Eru og brjefaskrift- ir hans og álitsgerðir ekki lítið verk, er það talið skifta hundruðum eða jafnvel þúsundum. Þá voru máls- skjölin í hinum mörgu inálum. er þann átti í innanlands og utan, ekki þeldur smáræðisverk, myndu þatt, ef prentuð væru, verða mörg bimli. Eru þau talin einstaklega ve! úr garði gerð, rökfimin og lagaþekk- ingin sjerlega mikil. Á landsbóki- safninu er mesti sægur handrita eft- ir 8kúla, brjef, afskriftir og fleirj. Þar er og handritið af verðlauna- ritgerð, er hann sendi danska land- búnaðarfjel. og þág að launum fyr- ir verðlaunapening úr gulli: ..For- sög til en Beskrivelse over Island“ (F’rent. í Kaupm.h. 1944). — Nokkr ar ritgerðir eftir hann eru prentað- ar í ritum „„Lærdóms-listafjelags- ins“ og í „Sunnanfara“ eru tvær eða þrjár ritgerðir eftir hann. I ,,Safni til sögu landnáms Ingólfs“ (1905—’:16) birtist mikil ritgerð eftir Skúla : „Lýsing Gullbringu- og Kjósarsýslu“. Kom einnig út í Kaupm.h. 1944. Var hann 70 ára er hann ritaði þessa merku ritgerð. Þá samdi hann og Jarðabók, í 6 bind- um og þýddi á dönsku Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, er öllum sem handleikið hafa það rit l.jóst hvílíkt feiknaverk það hefir verið. — Af öllu þessu má sjá, að Skúli var ekki pennalatur maður. Vinir Skúla. Iiaustn og höfðingsskap Skúla var viðbrugðið, meðan hann var nyrðra; og hjelst sá háttur hans eftir að hann flutti til Viðeyjar, eftir því sem aðstæður leyfðu, en Viðey er ekki í þjóðbraut, svo gesta koiúa þangað hefir naumast verið mjög mikil nema sjerstaklega stæði á. En á alþingi á Þingvöllum, h.jelt hann vinum sínum og stuðnings- mönnum, einatt miklar veislur. Var Skúli manna skemtilegastur í vina- hóp, kýminn og orðheppinn. Hann var óvenjulega traustur maður: —. „Vinfastur, trölltryggur og undir- byggjulaus“, segir Magnús Ketils- son. — En vinavandur var Skúli og ekki allra, sem kallað er. Meðal íslenskja vina sinna, telur hann Jón Eiríksson fremstan í flokki, og seg- ir að hann hafi verið sjer á við rnarga, en fáeinir aðrir sem hann í br.jefum kallar vini sina, voru Sig- urður landsþingsskrifari á Hlíðar- rnda. Jón sýslumaður Jakobsson, Magnús sýslumaður Ketilsson og Þorbjörn bóndi Bjarnason í Skild- inganesi. — Margir helstu ráða- xnenn í stjórnarráði konungs, voru og fullkomnir vinir Skúla, og það ekki lökustu mennirnir. Nefnir hann fáeina þeirra, svo sem greifana Thott og- Molke og Norðmannimv Heltzen (sem á sínum tíma kom því til leiðar að Skúli varð landfógeti). ■— Alla tíð var Skúli vinur og vernd ari hinna snauðu og minnimáttar. Meðan hann veitti „Innrjettingun- Um“ forstöðu, kom starfsfólkið ein- att með einkamál sín til hans og greiddi haiin úr öllu eftir getu. — K.jör leiguliða á konungsjörðum. tnildaði hann eftir því sem við varð komið, og komst hann í harðræði við stiftamtmann af þeirn ástæðum. — Er fyllilega rjett sem Jón sýslu- maður Jakobsson segir í latínu- drápu urn Skúla látinn: „Ekkjur, munaðarleysingjar og fátækir bænd ur munu lengi sakna þessa manns“. Grímuklædd bakmælgi. En fjarri fór því, að Skúli ætti alment vinahótum að fagna, því ó^ vinir hans voru margir og sumir þeirra mikilsháttarmenn og mikil- hæfir sem margt er vel um, þrátt íyrir það, þó að )>á skorti skilning fi hlutverki sínu, að fylgja Skúla að málum til fremdar landi og þjóð. Áður hefur verið minst á hinar ódrengilegu árásir á Skúla, frá þeimj Jóni Marteinssyni og sjera Sæmundi Hólm, en þær birtust undir nöfnum og mennirnir sem að þeim stóðu, voru heldur lítils metnir. En um þær mundir er Skúli var að færast yfir á áttræðis aldurinn, kom út í Kaupm.h. nafnlaus pjesi „Lokalæti“ « v I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.