Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1947, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1947, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Z SPÁÐ ÓGNARÖLD í ÞÝSKALANDI Ejtir JOACHIM JOESTEN. STUNDUM er hægt að spá því hvað gerast muni á vissum tíma í einhverju landi. Til þess þarf þó enga spádómsgáfu, ekkert sjötta skilninga- vit. Ekki þarf annað en nána þekk- ingu á viðkomandi þjóð, glöggan skilning á því, sem gerst hefir hjá henni og hvað er að gerast, og draga svo sínar'rökrjettu ályktanir af því. Spádómur, sem bygður er á slík- um staðreyndum er jafn öruggur eins og veðurspár. Ýmsu bregður þó þar til beggja vona. Veðurspámaðurinn er enginn spámaður, heldur dregur hann sínar ályktanir af veðurfari. Ahlaupa- veður, sem hann spáir á morgun kem- ur máski ekki fyrr en hinn daginn, eða jafnvel í dag. Þessu svipaður cr spádómur minn, sem bygður er á pólitískum veðra- brigðum. Og jeg spái því, að ógnaröld og morðöld sje í aðsigi í Þýskalandi. Einhvern tíma á árinu 1947 mun hefj- ast þar sú morðöld, er öllum heimi mun blöskra. Þessi morðöld hefst ekki samtímis því, að hermenn bandamanna hverfa á brott úr Þýskalandi — því að enn er þess langt að bíða að svo verði — heldur beint undir handarjaðri þeirra. Hún hefst sennilega með glæpum á víð og dreif, svo að ekkert samband virðist vera þeirra á milli. Ráðhcrra er t. d. skotinn í skrifstofu sinni, rit- stjóri myrtur á almannafæri, prófess- or drepinn á heimili sínu. Mannrán og mannhvörf, og óþekkjanleg lik dregin upp úr ám og skurðum. Það getur líka verið að þessi öld hefjist á nýrri Bartholomeus-nótt, þar sem hundruð, jafnvel þúsundir manna eru drepnar að yfirlögðu ráði. Þjóðverjar kalla það sjálfir* ,.nótt hinna löngu hnífa“. Og það voru ekki Nazistar sem fundu upp það nafn. Þetta hugtak og merking þess var alkunnugt í Þýskalandi löngu áður en Adolf Hitler komst til valda. í sögu Þýskalands eru nokkrar slíkar „nætur hinna löngu hnífa“. Hin eftirminnilegasta er sú er þeir Ernst Röhm herforingi og fjelagar lians voru myrtir nóttina 30. júní 1934, eftir opinberri skipan, scm að nokkru leyti kom frá Hitler sjálfum. En sú morðöld, sem hefst einhvern tíma á árinu 1947, verður miklu ægi- legri. Og hún bitnar eingöngu á þýsk- uin mönnum: opinberum starfsmönn- um hjá setuliðunum, friðarvinum, skilnaðarmönnum, jafnaðarmönnum, kommúnistum, nokkrum mönnum úr kaþólska flokknum, og svo Gyðing- um, auðvitað. Jeg þykist líka viss um að þessi morð muni verða á hernáms- svæðum Breta, Frakka og Banda- ríkjamanna nær eingöngu. Rússar eru sjerfræðingar í þessum málum og þeir munu gera sínar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir launmorðin. JEG er svo handviss um að þetta skeður, að jeg þori að nefna sjerstaka menn, sem munu verða myrtir. Þar er þá fyrstur Wilhelm Hoegner forsætisráðherra Bayerns. Bæði amer- isku og þýzku yfirvöldin eru mjer sammála um, að honum sje mest hætta búin. í aprílmífnuði síðastliðn- um fann þýska lögreglan „svartan lista“ sem fyrverandi liðsforingjar í hernum höfðu samið. Á þessum lista voru nöfn 400 Þjóðverja, og var Hoegner þar efstur á blaði, og átti að stytta honum aldur fyrir ákveðinn tíma. Attatíu af þessum liðsforingjum voru handteknir og samsæTÍ þeirra kollvarpað. En samt væri fásinna að ætla að Hoegner sje úr hættu. Þýskir samsærismenn vinna venjulega í smá- hópum, sem eru óháðir hver öðrum, og þótt einn sje afmáður, halda hinir áfram. Öruggast væri fyrir Hoegner að segja af sjer og hverfa til Bviss, þar sem hann átti friðland mcðan Hitler sat að völdum. En frá sjónarmiði hernámsliðsins væri þetta mjög baga- legt, því að Hoegner hefir reynst dug- legur stjórnandi og svarinn fjandmað- ur Nasista. Við kosningar, sem fram, fóru 20. maí s.l., beið flokkur Hoegn- ers, jafnaðarmenn, ósigur, og bauðst hann þá til þess að segja af sjer. En Walther J. Muller, hernámsstjóri Bandaríkj§.nna í Bayern, vildi ekki taka það til greina, svo að Iloegner situr enn. Þetta getur kostað hann lífið. Sá næsti í röðinni er Rudolf Peter- sen borgarstjóri í Hamborg. Hann er líka jafnaðarmaður og sat mörg ár í fangabúðum Nasista. Bretar gerðu hann að borgarstjóra í Hamborg. En í þessari borg urðu nýlega fyrstu upp- hlaupin út af ráðsmensku hernáms- liðsins. Fólk fór í stórhópum um göt- urnar og hrópaði: „Niður með Peter- sen!“ og „Petersen, segðu af þjer vegna heilla þjóðfjelagsins“. Sjera Martin Niemuller er sá þriðji. Hann var leystur úr fanga- búðum í lok stríðsins og hefir síðan ferðast milli háskólanna og haldið fyrirlestra. Þótt Niemuller sje ákveð- inn andstæðingur Nasista, er hann þýskur þjóðernissinni, en honum er fundið það til saka, að hann viður- kennir að Þjóðverjar hafi komið styrj- öldinni á stað. Þetta eru nú aðeins þrjú nöfn úr stórum hópi rnanna, sem dauði er ætlaður. En auk þeirra mun ógnaröld- in bitna á þúsundum annara. Öll þjóðin mun verða skelfingu lostin og má mikið vcra ef alt pólitískt við- reisnarstarf fer ekki út um þúfur. ÞJER munuð spyrja: Hvernig geta Nasistar vænst þess að sjer verði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.