Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1947, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1947, Blaðsíða 1
GAMLA PÓSTHÚSIÐ- Hundrað ára minning 0 Yst til vinstri sjest hús Ilallgr. Schevmgs nýbygt. A miöri myndinni gamla húsiö við Pósthússtrœti. Aðalstræti er vagga Reykjavíkur- bæjar. Þar voru aðalbyggingar „inn- rjettinganna“. Og þegar ekki þótti lengur hagkvæmt að hafa hús kon- ungsverslunarinnar úti í Örfirisey, voru þau flutt (1779—80) og sett niður á malarkambinum fyrir ofan Grófina, þar sem nú er Ingólfs Apo tek. Upp frá því fer og bygo að mvnd- ast meðfram sjónum, vestar. frá Gróf- inni og austur undir lækinn, þar sem nú cr Hafnarstræti. En þar fyrir sunn an, milli lækjarins, tjarnarinnar og Aðalstrætis var Austurvöllur, óbygð- ur með öllu þangað til dómkirkjan var reist þar árið 1794. Árið 1799 var Bjarna G. Lundberg, ,,sigldum“ járnsmið, heimilað að setj- ast að í Reykjavík og reka þar iðn sína sem járnsmíðameistari, „og taka unga sveina til náms og gefa þeim að loknu námi sveinsbrjef, er heimili þeim að reka járnsmíðaiðn hvar sem þeir vilja í ríkjum og löndum Dana- konungs". Bjarni fekk síðan lóð á austanverð- um Austurvelli og bygði á þessu sama ári lítinn torfbæ, rjett austur af dóm- kirkjunni. Var þessi bær nefndur „Smedens Hus“, því að þá þótti fínna að lala dönsku en íslensku. En þeir sem voru svo lítilsigldir að tala ís- lensku, kölluðu bæinn Smiðsbæ og lóð ina Smiðsbæjarlóð. Seinna, eða 1815. eignaðist Símon Hansen kaupmaður (einn af Básendabræðrum) bæinn og lóðina. Reif hann svo bæinn 5 árum síðar og bygði þarna timburhús árið 1820. Var það lengi kent við Teit járn smið og dýralækni Finnbogason, vegna þess að hann eignaðist það og bjó þar. Þetta hús stendur enn, og snýr gafli að Pósthússtræti. Er það eitt með elstu húsum í bænum. Rjett fyrir sunnan Smiðsbæinn og þó litið eitt austar. bygði Einar nokk- ur Valdason sjer bæjarkríli. er nefnd- ist Kirkjuból, en seinna Lækjarkot. Stóð það lengst allra torfbæja í Mið- bænum, því að það var ekki riíið fyr cn um 1890, að Þorsteinn Tómasson eignaðist það og bygði þar smiðju. Arið 1846 var latínuskólinn fluttur frá Bessastöðum til Reykjavíkur. Var dr. Hallgrímur Hannesson Scheving þá skipaður yfirkennari við skólann. Hallgrímur lauk fullnaðarprófi við málfræðideild kennaraskólans í Kaup mannahöín 1807, og var settur kenn- ari við skólann á Bessastöðum árið 1810, ,,en gerði síðar með frábærum kennarahæfileikum sínum garðinn frægan um fjölda ára, fyrst á Bessa-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.