Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1951, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1951, Blaðsíða 8
196 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS \ ÁRNI ÓLA: Við bæariækinn ÞAÐ ER engu líkara en að sjerstök andagift leysist úr læðingi hjá skáldunum, og brjótist fram í hriín- ingu, þegar þau taka sjer sæti á blómgrónum lækjarbökkum. Niður hins rennandi vatns verður eins og rafstraumur, sem setur hátalara hugmynda þeirra og tilfinninga á stað. Þeir eru óteljandi lækirnir og lækjarsprænurnar á íslandi, sem þmnig hafa orðið til þess að auka ljóðagerð íslendinga. En ekkert skáld hefur þó kveðið um lækinn í höfuðborginni. Hann var þess víst eigi verður, því að þetta var ekki almennilegur læk- ur. Hann kom ekki tær og hvít- fyssandi niður brekku. Hann var gruggugur og seinlátur, og haíði þann leiða sið að renna sitt á hvað. Með hverju flóði snerist straumur- inn við og þá var hann saltur og bar með sjer þang og þaradræsur, er síðan úldnuðu í farveginum, þar sem þær festust, og þaðan lagði ill- an daun, en enga blómangan. Hjá honum sátu því aldrei dreymandi elskendur á fögrum júníkvöldum Enginn hafði ánægju af því að spegla mynd sína í lygnum flet: liáns og hlusta á nið hans. Þessi lækur var ekki neinum að gagni. Engum veitti hann svölun í þessari vatnssnauðu borg, því að vatnið í honum var ódrekkandi Það var rjett svo að vinnukonur fengust til að þvo þvott í honum. Ekki var heldur hægt að nota hann til þess að snúa myllu. Hann gerði mikjð ógagn. Hann haiði það til að stíflast og hlaupa ylir allan Austurvöll. svo að þar varð eins cg hafsjcr. Gg þetta kóm Lækurinn cir.s og hann var áður cn Austurvöllur bygðist. sjer illa þegar mennirnir voru farn- ir að byggja hús sín á Austurvelli. Þá kom vatnið inn í þau, valdandi skemdum og tortímingu, en ekki varð komist þverfet nema í klof- háum skinnsokkum. Mennirnir áttu því.í sífeldu stríði við fækinn, og það kostaði peninga, og því varð hann öllum hvimleiður. Ep — lækurinn hafði þó um alda- raðir sett sjerstakt svipmót á lands -lagið og hann setti að vissu leyti sinn svip á Reykjavíkurkaupstað um 125 ár. Þeir Reykvíkingar, sem nú cru roskrrir og muna hann, sakna hans hálft um hálft. Og þeg- ar þeir tala um af gömlum vana að „skreppa upp fyrir læk“, þá glápir unga kynslóðin á þá og skil- ur ckki, enda týnist þetta orðatil- tæki bráðum úr bæarmálinu. Unga kynslóðin sá aldrei lækinn, og aJtu-1 þorri bæarmanna gerir sjer litla eða enga grein fyrir því, að einu sinm atti Reykjavíkurbær sinn bæarlæk, enda bendir nú fátt tii þess að svo hafi verið nema nöfnin Lækjargata og Lækjartorg. Það eru nú 40 ár síðan lækurinn var settur í spennitreyu og hvarf sjónum manna. Er því ekki úr vegi að minnast hans með nokkrum orð- um. ARNARKÓLSLÆKUR var hann upphaílega nefndur. En það nafn var hortið úr munni manna, og i dagiegu tali var hann aldrei kall- aður annað en lækurinn. Hann kom úr norðausturhorni Tjarnarinnar, hlykkjaðist meðfram Iöndum Skál- holtskots og Stöðlakots og síðan rann hann á landamerkjum Arnar- hóls og Reykjavíkur til sjávar og var ósinn rjett vestan við Arnar- hólsklett. Hatði hann þá runnið 198 faðma leið. Víðast var hann ekki nema svo sem tvcggja faðma breið- ur og holbektur, en um miðju var hann miklu breiðari qe írani undan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.