Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1951, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1951, Blaðsíða 16
* LESBÓK MORGUNBLAÐSINS \ 54S HAFRAVATNSRJETT — Rjettadagarnir hafa um aldir verið þjóðlegir há- tíðisdagar íslendinga. Eftir hinn eriiða heyannatíma voru þetta nokkurs kon- ar „lokadagar“ þar sem fólkið kom saman til að skemta sjer, til þess að fá frjettir og til þess að heilsa fjenu, er nú kom bústið og sællegt eftir sumar- dvöl á fjöllum. Með breyttum háttum í þjóðlifinu hefir þetta breyst nokkuð, en þó eru rjettadagarnir enn merkisdagar. Og víða er rjettum þannig í sveit kom- ið að fólk kemur þangað lika til að njóta þeirrar náttúrufegurðar, sem þar er. Hjer er mynd frá Hafravatnsrjett. Hve marga Rcykvíkinga skyldi gruna að þar sje jafn fagurt um að litast og raun ber vitni. Fram undan stafar sói á spegilsljett Hafravatn, en handan við það rís ÍJlfarsfell. Norðan við vatnið má lita marga sumarbústaði en rjettirnar standa undir gróinni brekku austan við það. — (Ljósm. Ól. K. M.) Evrarvinna. Um 1870 var varla um aðra vinnu að ræða hjer í Reykjavík, en ferm- ingu og affermingu skipa. Var það kölluð evrarvinna, eða að ganga á eyrinni. Það var ekki ljett vinna, og ' vinnutími langur, venjulega frá kl. 6 r til 8 eða 14 stundir án matarhljes, því f að verkafólkinu var færður matur, sem r það svo gleypti í sig. Þá var miðað ' við dagkaup ,en ekki tímakaup, og ' var það smánarlegá lágt, einkum kaup kvenfólks, sem gekk í eyrarvinnu. Öll kornvara, kol og salt, var borið í pok- um á bakinu, eða öllu heldur á höfð- inu, en önnur vara á börum. Þegar nú litið er til hins langa vinnutíma og hins lága kaups, þá er auðsætt að hjer var ekki um neina sjerlega eftir- sóknarverða vinnu að ræða. En samt er það víst að margar stúlkur, einkum þær, sem voru orðnar rosknar og farn- ar að missa von um giftingu, rjeðu sig ekki i vist nema með því skilyrði að þær mætti ganga á eyrinni um sumarið. Yngri og laglegri ,,píurnar“ settu það aftur á móti sem skilyrði fyrir vistráðningu, að þær fengi að fara í Kollafjarðarrjett um haustið (þar var venjulega mjög sukksamt) og voru hestar pantaðir til þeirrar ferð- ar dögum eða jafnvel vikum áður. Vinnukonukaupið var þá 35 krónur á ári, auk einhverra fata. — (Kl. J.) Móðuharðindi og bólusótt. Af afleiðingum móðuharðindanna dóu í Reykjavík árið 1785 83 manns, í Nessókn 36 og í Laugarnessókn 33 manns, eða í öllu prestakallinu 152, „flest úr vesöld, niðurgangi og kreppu- sótt“, segir kirkjubókin. Undir vetrar- byrjun kom bólan og dóu nokkrir úr henni;er um það svolátandi athugasemd í kirkjubókinni: „Sú á þessu ári í land- ið innkomna bólusótt, byrjaði fyrst á Hvaleyri við Hafnarfjörð, hverja hjer til lands flutti undirassistent úr Kefla- vík, að nafni Christian Jacobæus, sem um vorið reisti Forretningsferð til Kaupmannahafnar með póstduggunni, og dvaldi þar í mánuð, en á hingað- reisunni aftur kom á land í Helsingja- f eyri, og varð þar af henni inntekinn, I og kom hjer aftur á land í August- mánuði, færandi þá bóluna með segl- dúksstykki, er haft hafði undir koju sinni um borð, en seldi þá til manns á Hvaleyri.* Lausaf jártíund 1878. í skýrslu, sem Indriði Einarsson gerði um tíundarframtal manna hjer á landi þetta ár (eða fyrir einum mannsaldri) skiftir hann mönnum þannig niður eftir framtali; 3712 fá- tækir (eiga minna en 5 hndr.), 2208 geta komist af (6—10 hndr.), 402 bjargálna (11—15 h.) 437 efnaðir (16— 20 h.) 364 velmegandi (21—35 h.), 55 ríkir (35—50 h.) og 12 auðugir (yfir 50 hndr.) Þessir 12 menn voru: Árni Gíslason sýslumaður í Skaftafellssýslu, Skúli Gíslason prestur að Breiðaból- stað í Fljótshlíð, Arnljótur Ólafsson prestur að Bægisá, Halldór Jón6son prófastur að Hofi í Vopnafirði, Jón Pálmason bóndi að Stóradal í Húna- vatnssýslu, Sigurður Gunnarsson prófastur að Hallormsstað, Árni Sig- urðsson bóndi að Höfnum á Skaga- strönd, Eggert Briem sýslumaður í Skagafjarðarsýslu, Jón Þórðarson pró- fastur að Auðkúlu í Húnavatnssýslu, Jón Þorsteinsson bóndi að Brekku- gerði í Norður-Múlasýslu, Sigfús Stefánsson bóndi að Skriðuklaustri, Þorsteinn Þórarinsson prestur að Beru- firði í Suður-Múlasýslu. — Árni Gíslason sýslumaður var þá langauð- ugasti maður að gangandi fje á ís- landi. Hann tíundaði 134 hundruð, eða rúmlega helmingi meira ,en sá, er næstur honum gekk. Silungurinn í Herdísarvíkurtjörn. Árið 1861 var silungur fluttur úr Hlíðarvatni í Ölfusi í tjörnina hjá Her- dísarvík. Silungarnir voru fluttir í opnu íláti og tókst það svo vel, að eftir 5 ár fór silungur að veiðast í tjörninni og hefir veiðst þar meira og minm á hverju ári síðan.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.