Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1952, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1952, Blaðsíða 1
í GÁL MEÐFRAM öllum hinum nýu bílvegum á ísiandi eru sett upp merki til viðvörunar, svo að fólk fari sér ekki að voða með ógæti- legum akstri, þar sem eru hættu- legar beygjur, brekkur, eða ein- hverjar torfærur. Þessi merki eiga að forða vegfarendum frá lima og iífstjóni. Öðru vísi var þetta áður fyr. Þá voru nokkurs konar sáluhjálpar- merki meðfram vegunum. Það voru dysjar manna og kvenna, er tekin höfðu verið af lífi. Hjá þess- um dysjum skyldi menn fara af baki gæðingum sínum og kasta þremur steinum í dysjarnar, til merkis um að þeir fordæmdi athæfi hinna framliðnu og væri einráðnir í að láta sér víti þeirra að varnaði verða í lífinu. Dysjar þessar voru alls staðar, því að alltaf var verið að taka fóllc af lífi hér, til þess að fullnægja er- lendu réttlæti. íslendingar töldust þá ekki færir um að setja sér lög sjálfir, heldur voru þeim fengin útiend lög til að lifa eftir. En þessi lög voru ekki alltaf í sam- ræmi við réttarmeðvitund al- mennings, og þess vegna urðu árekstrar. Og svo voru hinir seku gripnir og teknir af lífi til þess að fullnægja réttlætinu, og öðrum til viðvörunar. Og til þess að þetta gleymdist aldrei, voru sakamenn- irnir dysjaðir hjá þjóðvegum, þar sem mest var umferð, svo að ó- komnar kynslóðir gæti kastað að þeim grjóti óendanlega. Fordæm- ingin náði út yfir gröf og dauða, og skyldi verða öðrum til sálu- hjálpar eins lengi og landið væri byggt. _______ I Hið útlenda réttlæti, sem stútaði íslenzkum mönnum og konum og urðaði hræ þeirra við þjóðvegu, eins og það hefði verið óætar pestarkindur, hlaut sjálft hin sömu örlög og það hafði öðrum skapað, að verða fordæmt. Þá hættu ferða- menn að kasta steinum í dysjarn- ar við vegina, og síðan hafa ís- lendingar verið að bisa við að koma beinum sakamanna niður í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.