Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 18
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ( 646 fagurlega skreytti hús hans, ekki nefndur á nafn. -w- En menn þeir, sem skreyttu hús með fornmannamyndum, eru þó ekki allir gleymdir. Munnleg arf- sögn geymir enn nafn eins þeirra. Það er Þórður hreða, sem fyrst bjó að Ósi í Miðfirði og síðan að Miklabæ í Óslandshlíð og var uppi á 10. öld. í sögu Þórðar segir að hann hafi verið ailra manna hagastur. Var hann fenginn til þess að smíða skála á Höfða á Höfðaströnd, Hrafnagili í Eyafirði og Flatatungu í Skagafirði. Saga Þórðar er talin rituð á 14. öld og líklega á seinna helmingi þeirrar aldar. Segir ‘hún að skál- inn í Flatatungú háfi staðið allt til þéss er Egill biskup Eyólfsson var á Hólum, en skálinn á Hrafnagili standi þá enn. Af þessu má ráða að þau hús hafi verið vönduð og sterklega byggð upphaflega, því að þau hafa staðið 300 ár eða lengur. En nú er að segja frá því, að enn eru til útskornar fjalir, sem munnmæli herma að sé úr skála þeim, er Þórður smíðaði í Flata- tungu, og fylgir það sögninni að Þórður hafi skorið myndirnar. Sumar af fjölum þessum eru enn norður í Flatatungu, en nokkrar eru hér í Þjóðminjasafninu. Fjalir þessar, þótt ósamstælðar séu, eru merkilegar um margt. Á þeim má glögglega sjá, hvernig fornmenn skreyttu híbýli sín með útskornum myndasögum, og að sá sem þessa sögu „skrifaði“ hefir ekki verið neinn viðvaningur. „KJÖRVIÐURINN“ FYRIR NORÐAN Gizka má á, að þegar skálinn mikli var tekinn niður í Flata- tungu, hafi timbrið úr honum far- ið a víð og dreif, eins og oft vildi Hér er sporðdreki mikill með mann í kjaftinum. I»essi fjöl og neðra fjalarbrot- ið eiga saman eins og sjá má ef vel er að gætt, því að önnur höndin á líkinu sést á neðri fjölinni og tvö mannshöfuð á enðri fjölinni ná upp á efri fjölina. Efst er endinn á lengstu fjölinni, þar sem menn halda saman höndum. verða. Og með vissu vitum vér, að sams konar fjalir og með sams konar útskurði, hafa verið til á tveimur bæum, Bjarnastaðarhlíð og Flatatungu, og munnmæli herma að þær sé allar úr sama húsinu, skálanum sem Þórður hreða byggði í Flatatungu. Nú er það kunnugt, að í Flata- tungu stóð lengi baðstofa, sem þiljuð var með útskornum-fjölum í öðrum enda. Þessi endi baðstof- unnar var rifinn árið 1881 og hin- um útskornu fjölum þá sundrað. Fór sumt af þeim í hina nýu bað- stofu, sumt í búr og önnur hús. Sumarið 1886 kom Sigurður Vig- fússon fornfræðingur að Flata- tungu „til þess að skoða leifar af skála þeim, sem mælt er að Þórður hreða hafi smíðað þar“, eins og hann kemst að orði. í búrinu fann hann í áreftinu fimm fornar fjalir, útskornar með mannam'yndum og voru sumar þeirra heilar. í skála- dyrum voru þrjár stoðir áttkantað- ar með fornum greypingum og tveir syllupartar þykkir sem plankar, strykaðir einkennilega. Er svo bezt að láta Sigurð segja frá því, er hann fann þar í viðbót, og hvað honum var sagt um þennan húsa- við: „í miðbaðstofunni, sem nú er elztur partur hennar, voru 3 stoðir stuttar, strykaðar á 2 röðum, að því er séð varð með líkum stryk- um og svllurnar. Einnig var þar í reisifjölinni dálítill fjalarstúfur út- skorinn með mannsmyndum, sam- kyns og á fjölunum í búrinu. Bónd- inn í Tungu gat þess og, að þá er hann reif og byggði; austurenda baðstofunnar vorið áður, hafi þár komið fyrir samskonar viður og þessi, og þar á meðal ein fjöl 15 þuml. löng, sem hefði verið látin f gólfið undir rúm, þar sem ég gát eigi komizt að að skoða hana. SamS konar við kvað hann og vera í f jós- inu, þó að eigi væri hann útskor- inn.... Þorkell bóndi Pálsson í Flatatungu sagði mér skrítna sögu um þennan við. Hann sagði að Jón- atan bóndi á Silfrastöðum, faðir Sigurðar bónda á Víðivöllum (d. 1884) og þeirra systkina, hefði sagt, að viðurinn í Flatatunguskálanum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.