Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1952, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1952, Blaðsíða 1
43. tbl. XXVII. árg. Miðvikudagur 31. desember 1952 IMýlt «9 sviði Sækmislistar: Frásögn þessi er útdráttur úr grein, sc:n bi tis: i júni í sumar í sviss- ni.ska blaöinu „Volksgesundneit", sem griui er ut í Bern. Er hér um stórmerka n> ung á sviði læknisiistar aö íajða. LENGI HEFIR það verið ósk margra ágætra lækna, að finna eitthvert rað til þess að endurnýa líkama mannsins þegar hann íer að hrörna. Þeim var vel kunnugt um hve aíar mikla þýðingu blóðið mundi hafa í þessu efni. Reynd hafa verið fjöida mörg meðul til þess að hreinsa blóðið. Og nú, eft- ir margra ára tilraunir, er svo kom- ið að í rannsóknarstöðvum er hægt að rannsaka nákvæmiega alla eig- inleika þessa „undraverða vökva“. • Fyrstu blóðhrcinsunar tilraunir Árið 1930 byrjaði prófessor Henschen í Basel á því að reyna að hreinsa blóð í æðum manna. Gaf þetta góða raun í nokkrum tilíellum þar sem um endurlífgun eftir hjartaslag var að ræða. Um sama leyti voru gerðar merkilegar tilraunir við Berliner Hochschule. Þar tóku menn 20—30 teningssenti- metra af blóði úr manni, hreinsuðu það og dældu því svo aftur inn í æöar hans. Þetta hafði mjög fjörg- andi áhrif, eins og menn höfðu búizt við, en varð þó ílestum sem áiall. Dr. Otto Haas tók upp hugmynd próf. Henschen og gerði ýmsar til- raunir, en lengra gekk þó dr. Havlicek, því að hann setti blóðið undir kvarz-geisla áður en hann dældi því aítur í æð. Þetta virtist gefa góða raun um lækningu á nokkrum sjúkdómum. En hér voru þó margir agnúar á. Árið 1940 fekk dr. Kast í Zúrich þá merkilegu hugmynd að hreinsa óhreint blóð með súrefni og setja það jaínframt undir útbláa geisla. En með þessari aðferð ónýttist allt of mikið af blóðinu, allt að 70%. • Hin rclta blófthrcinstm fundin Það var svissneskur læknir, dr. F. Wahrli í Locarno, sem fann hina réttu aðferð. Hann taldi að súrefnið hlyti að vera langbezta efnið til þess að hreinsa blóð full- komlega. í ys og þys hins daglega lífs gleymum vér því að neyta að- eins hollrar fæðu, og vér vanrækj- um einnig andardráttinn. Af þessu leiðir að menn eldast fyrir örlög fram. Og jafnframt fjölgar þeim, sem veikjast af krabbameini. Þess- um mönnum þarf að hjálpa með því að hreinsa blóð þeirra. En það var hægar sagt en gert. Dr. Wehrli varð að finna upp ýmis áhöld til þess að geta framkvæmt þetta, hann varð að reyna þau og breyta þeim þangað til allt var eins og það átti að vera. • Merkilegur árangur blóftbreinsunar Hér skal nú sagt nokkru nánar frá blóðhreinsuninni. Áður en sjúkling er tekið blóð, fer fram nákvæm rannsókn á hon- um. Iiann er látinn hafa sérstakt mataræði um hríð og þarmar hans hreinsaðir. En læknisaðgerðin er algjörlega þjáningarlaus fyrir hann. Hann finnur ekkert til nema

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.