Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1953, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1953, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 101 FUGL, SEM LEGGST í HÍÐI Hér á landi var það einu sinni trú manna að fugiar legðust í híði og lœgi i dvala allan veturinn i klettasprungum og gjótum, sbr. kvæðið um ló- urnar sjö, sem maður fann sofandi í klettasprungu að haustlagi, og hafði hver þeirra „lauf undir' tungu“. Hann tók eitt laufið og er hann kom aftur að vit ja þeirra unr vorið, voru sex vaknaðar, en sú, sem lauf- ið missti, lá dauð í klettasprungunni. — Þessi trú á að fuglar legðist í híði, hefir verið víðar og er í t auninni 2000 ára gömul, þvi að síðan á dögum Aristotelesar hafa menn trúað því að sumirfugiar legðust í híði. A 18. öld ritaði enskur náttúrufræðingur, Gilbert White, margar grein- ar um þetta og komst að þeirri niðurstöðu að þjóðtrúin væri rétt, sumir fuglar, t. d. svölur mundu liggja í vetrardvala. En 1935 ritaði amerískur náttúrufræðingur grein og sagði að það væri mesta vitleysa að fuglar legðust í híði. Nú hefir þó Edmund C. Jaeger, prófessor við Riverside College i Bandarikjunum, sannað að þjóðtrúin er rétt. Hann hefir fundið fugl, sem leggst í vetrardvala. Þessi fugl er nefndur „poorwill11 og er nafnið eftirherma af hljóði hans. Eru til nokkrar tegundir þessara fugla og kölluðu landnemar þá „goatsuckers", cn það er sama og tilberi. — Heldu þeir, þegar þeir heyrðu skrækina í fuglunum að næturlagí, að þeir væri að stela nyt úr búpeningi. — Frásögn Jaegers af þessum fugli er a þessa leið: ÁRIÐ 1946 eyddi ég nokkru aí jólafrii minu ásamt tveimur stúdentum í Chuckwalla-fjöllum í Kaliforníu, en þau etu rnitt á milli Salton Sea og Colorado-árinnar. Þetta eru lág f jöl), en snarbrött með mörgum giljum og gljúfrum. Á þriðja degi vorutn við á gangi i lágri sprungu. Annar stúdent- inn vekur þá athygli mína á ofurlít- illi trjárót, sem sé föst í holu, svo sem 2 V4 fet fyrir ofan sandbotninn i sprungunni. ,.Nei, þetta cr ekki trjárót“, sagði ég „Það er fugl — poorwill“. Fuglinn var svo samlitur berginu, að sérstaka aðgæzlu þurfti til þess að koma auga á hann. Hann hreyfði sig ekki og góða stund stóðum við þarna og virtum hann fyrir okkur og tókum nokkrar myndir af honum. Svo rétti eg fram höndina og tók hann í lófa ininn, en hann hreyfði sig ekki. Ég strauk honum og velti lionum i lófa mínurn, en ekkert lífsmark sást með lionum og augun voru lokuð. Ég ætlaði þa að setja fuglinn aftur inn í holuna, en um leið opnaði hann annað augað. og sáum við þá að hann var ekki dauður. Við höfðum ekki tíma til þess að sinni að vaka þarna yfir honum, en 10 dögum seinna kom ég þangað aft- ur, og var hann þá enn.kyrr í hol- unni. Ég tók hann nú aftur i lófa minn og þá var eins og hann andvarpaði. Eg opnaði á honum annað augað og þá tísti í honum eins og mús, og rétt á eftir opnaði hann ginið, eins og hann væri að geispa. Rétt á eftir rétti hann úr báðum vængjum, svo að þeir stóðu beint upp í loftið. Við horfðum á þetta um stund, en svo lögðum við vængina niður að bolnum. Um leið og við slepptum þeim, rétti hann úr þeirn aftur beint upp, svo að vængbrodd- arnir námu hvor við annan. En ekki opnaði hann augun. Við létum'hann svo í lioluna aftur og hagræddum honum þar. — Um kvöldið vitjuðum við hans svo enn. Hann lá þar eins og áður, nema hvað fiðrið var dálítið úfnara. Maðurinn, sem með mér var, tók hann i lófa sinn og ætlaði að rétta mér hann. En þá var eins og hann vaknaði. Hann þandi út vængina og flaug upp í hríslu, sem var um 40 fetum ofar í sprungunni. Náðum við honum ekki aftur. 1 Seint i nóvember næsta ár kom ég aftur á þessar slóðir, og þá liggur hann eins og steindauður í sömu hol- unni. Ég ákvað nú að gera frekari athuganir á honum. Fyrst byrjaði ég á þvi að binda um annan fótinn á honum, svo að hann þekktist aftur. Ég mældi likamshita hans og reyndist hann vera 64,4 st. á Fahrenheit, en er að réttu lagi 106 st. Síðan vitjaði ég um hann hálfsmánaðarlega. Eg vóg hann hvað eftir annað og furðaði mig á þvi livað hann léttist lítið og hefir því verið mjög hægfara bruni í líkamanum. Líkamshitinn var dálitið breytilegur, en komst aldrei yfir 67 stig. Svo var það eitt kvöld i janúar er við komum að honum, að hann lá með opin augu. Ég brá upp ljósi rétt við annað augað og lét skína í það nokkra hrið, en hann kippti sér alls ekki upp við það, og virtist sem hann yrði ekki l'uglimi breylðist ekki þólt liaun væri tekinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.