Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1954, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 291 handstyrkja sig á þar sem verst var. En þarna hátt uppi í fjallinu voru merki eftir fallbyssukúlur og sprengjur. Vér vorum nú á víg- stöðvum Serba og ítala. Þarna hafði verið varðflokkur og þarna höfðu verið háðar hinar snörpustu orustur. Það er einkennilegt að hugsa sér vígstöðvar í 8000 feta hæð. Trenta-dalurinn hafði verið í Austurríki um þúsund ár, en eftir fyrra stríðið fengu ítalir hann í sinn hlut. En nú er Trenta og Tri- glav, hið helga fjall, slavneskt land. íbú^rnir á þessum slóðum voru stoltir af því að þeir hefði alltaf varðveitt móðurmál sitt og þjóð- siðu meðan landið laut erlendu veldi. Um nóttina gistum vér í fjalla- kofa, sem var í 7000 feta hæð. £>að- an var dýrlegt útsýni yfir fjöllin. Þar mátti líta tind við tind langt suður á Balkanskaga. En langt undir fótum vorum blöstu við dökkir skógar og grænir dalir. Upp úr skýakafi ofar öllum hinum teygðust tveir tindar og voru eins og í lausu lofti. Annar var Jalo- vee, hinn Manhart, sem er að hálfu leyti í Ítalíu. Vér vorum óheppnir með Tri- glav því að þoka var á fjallinu er U'pp kom. En vér gengum á marga aðra tinda og alltaf sáum vér eitt- hvað nýtt. Landslagið er svo ótrú- lega fjölbreytt, að það er alltaf að skifta um svip. En þó held ég að mér hafi þótt merkilegast er ég kom fyrir eina fjallshyrnu og stóð allt í einu á 2000 feta háum kletta- vegg, en þar niðri í hyldýpinu brauzt áin Savica beint út úr fjall- inu. Mér varð nú ljóst hvers vegna allt er svo eyðilegt og þurrt um- hverfis Triglav. Allt úrkomuvatn hripar niður í gegn um kalksteins- lögin, safnast saman djúpt í jörð og myndar þar neðanjarðar fljót, sem síðan brýzt fram á þessum Grímur amtmaður og norðurreið Skagfirðinga SÍRA SIGURÐUR STEFÁNSSON á Möðruvöllum í Hörgárdal hefir flutt tvö erindi um Möðruvelli í Ríkisútvarpið. Voru þetta fróðleg erindi og vel flutt. Á presturinn væntanlega eftir einn þátt enn um hinn merka stað, en það eru tveir síðustu tugir aldarinnar sem leið, þegar gagnfræðaskóli var haldinn þar á staðnum og hinir merku ......... - .......... ■' stað, alveg eins og það komi fram úr rafstöðvarstokk. Þarna niður klettana hefur verið höggvinn tröppugangur, og kemur maður þá niður að hinu dásamlega fagra Bohinjso vatni. HfERKILEGAST af öllu í Júgó- slavíu eru máske hinir „lögðu vegir“ upp á marga hátindana, gerðir fyrir þá, sem gjarna vilja komast upp án þess að lenda í of r.'Jklum hættum. Slíkir „vegir“ eru hvergi annars staðar í Alpafjöllum. Þessir „vegir“ hafa verið gerðir að tilhlutan fjallgöngufélaganna og þeir eru víða afar merkilegir. Það eru þó ekki einstigi, heldur fleinar reknir í þverhnýpta kletta og taug fram af til þess að halda sér í. Þarna er ekki hættulegt að fara fyrir þá sem ekki er svima- giarnt, en sums staðar slútir berg- ið og það er betra að menn sé taugastyrkir þegar þeir fara þar. Maður hlýtur að dást að því hve snildarlega þessir „vegir“ eru lagð- ir, enda þótt þeir falli ekki inn x það ævintýr að klífa fjöll. skólamenn og þjóðskörungar Jón Hjaltalín og Stefán Stefánsson réðu þar ríkjum. Það, sem veldur því, að ég geri erindi síra Sigurðar að umræðu- efni, eru ummæli hans um Grím amtmann og norðurreið Skagfirð- inga. Mundi ég hafa þagað við, ef síra Sigurður væri sá eini hinna yngri fræðimanna, sem telur sig þess umkominn að afsaka Grím amtmann og kasta steini að Skag- firðingum og reyndar öðrum Norð- lendingum vegna viðskipi beirra við amtmann. En það er hreint ekki svo fátítt, að hinir yngri menn álíti, að norðurreið Skagfirðinga hafi verið einhvers konar skríls- uppþot, gert til þess að storka lög- legu yfirvaldi, sem hafi verið skyldurækið og ekki viljað vamm sitt vita. Þetta er vægast sagt vafasöm kenning. Grímur amtmaður virð- ist nánast hafa litið á sig sem danskan embættismann. Hann var óregiusamur og virtist skilnings- sljór á hagsmuni og viðhorf ís- lendinga gagnvart yfirgangi Dana hér á iandi, eftir því sem samtíma- heimildir herma. Átti hann hlut að — eða lét afskiptalaust — mjög óviðfelldið fiárdráttarbragð, en það var uppboð konungsjarða til ábúð- ar. Hlaut hæstbjóðandi ábúðarrétt á jörðinni, en jafnframt eftirgjaldi varð hann að greiða stórfé í „festu“, eins konar svartamarkaðsgjald, til þess að koma til greina sem leigu- taki jarðarinnar. Gat „festargjald- ið“ farið upp í 200 rd. eða meira,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.