Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1954, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1954, Blaðsíða 1
KVONFANG OG ÆVILOK Jörundar hundadagakonungs NÝKOMIN er út í Sidney í Ástralíu ævisaga Jörundar hunda- dagakonungs, eftir Frank Clune og P. R. Stephensen. Er þetta mikil bók, um 480 blaðsíður í stóru broti og sett með smáu letri. Heitir hún „The Viking of Van Diemens Land. The stormy Life of Jörgen Jörgensen“. Er þar rakin saga hans frá vöggu til grafar, eftir beztu heimildum. Annar höfundanna, Mr. Frank Clune rit- höfundur, gerði sér meira að segja ferð hingað til Reykjavíkur fyrir tveimur árum til þess að kynnast staðháttum hér og glöggva sig betur á byltingarsögunni. En lengst dvaldist. Jörundur í’Ástralíu og lengsti kafli bókarinnar er um veru hans þar. Hér birtist út- dráttur úr lokaþættinum. fÖRUNDUR hafði nú verið þrjú ár í lögregluliðinu og átt lengst- um erfitt starf úti á víðavangi í eltingaleik við sauðaþjófa og blökkumenn. Þóttist hann nú eiga það skilið að fá einhver verðlaun fyrir dygga þjónustu. Einn af félög- um hans hafði fengið 2000 ekrur lands og annar 1000 ekrur. Þeir höfðu fengið 150 Sterlingspund á ári meðan þeir voru í lögreglulið- inu, en Jörundur ekki nema 25 Sterlingspund. Að vísu hafði fang- elsistími hans verið styttur, þegar hann fór í lögregluliðið, og yfir- völdin gátu litið á það sem nokkurs konar verðlaun. Samt fekk hann nú 100 ekrur hjá Spring Hill í Jericho. Landið var ekki metið nema á 5 shillings hver ekra og þóttist Jörundur sjá á því, að það væri ekki neitt kostaland. Taldi hann sig því illa afskiftan. En á hinn bóginn þótti honum vænt um að vera nú orðinn jarðeigandi. Og þótt hann kynni ekkert til jarð- yrkju, sá hann sig í anda um- kringdan matjurtagörðum og ökr- um, búandi í snotru húsi, lifa á mjólk og ostum frjáls og óháður og þurfa ekki að hafa neinar áhyggj -ur af lífinu framar. lyORAH CORBETTvar írsk bóndadóttir. Hann sá að hún mundi geta orðið sér að ómetan- legu liði til þess að þessi draumur rættist. Hann var nú nær 51 árs að Jörundur (Máluð sjálfsmynd í Þjóðminjasafni) aldri og tími til þess kominn að staðfesta ráð sitt. Hann var nú

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.