Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1956, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1956, Blaðsíða 1
26. tbl. Sunnudagur 29. júuí 1956 XXXI. árg. Vfö Eyrarsund II. tlRÓARSKELDA OG HLEIÐRA CTÓR tré með víðum laufkrónum luktu um garðinn hennar frú Holm á Friðriksbergi, og þar voru einnig rósatré með gulum og rauð- um rósum og lagði ilminu af þeim um garðinn. Þarna drukkum við oft kaffi þegar gott var veður. En til hliðar við húsið var bílgeymsla og þar átti frú Holm svo að segja nýan Hillman, og hún var ekki spör á hann. Varla kom fyrir sá dagur að hún byði okkur ekki í ökuíerð með sér, stundum innan borgar, stundum langar leiðir um Sjáland, svo að við fengjum að sjá náttúruíegurð þess. Danmörk er kölluð „brosandi land“ og á það eigi sízt við um Sjá- land. En það er komið norðan úr Svíþjóð. Þegar Óðinn kom til Norð- urlanda settist hann fyrst að í Óðinsey á Fjóni (Odense). Þá sendi hann Gefjun norður yfir sundið, líklega á njósn, því að hún klæddist farandkonu gerfi. Hún kom til Gylfa konungs í Svíþjóð og gaf hann henni að launum skemmtun- ar sinnar eitt plógsland í ríki sínu, það er 4 öxn drægi upp dag og nótt Dómkirkjan að lnnan. Hún tók þá 4 öxn norðan úr Jötun- heimum, en það voru synir jötuns nokkurs og hennar, og setti þá fyrir plóg, en plógurinn gekk svo breitt og djúpt, að upp leysti landið, og drógu öxnarnir það land út á hafið og vestur og námu staðar í sundi nokkru. Þar setíi Gefjun landið og gaf nafn og kallaði Selund. Og þar sem landið hafði upp gengið, .var þar eftir vatn; það er nú Lögurinn kallaður í Svíþjóð, og liggja svo víkur í Leginum sem nes í Selundi. Til minningar um þetta hafa Danir reist í Kaupmannahöfn mynd mikla af Gefjun og nautunum, og má segja að oft hefir verið reist minnismerki af minna tilefni. Sjáland er flatt mjög og er þar fjöldi vatna. Þar eru skógar og víðar akurlendur. En hvar sem far- ið var virtist mér ég sjá sama landslagið. Það er að vísu brosandi, en brosið er tilbreytingalaust, hver staðurinn sem annar, nema þar sem þorp eru eða borgir. Sunnudaginn 3. júlí ókum við til Hróarskeldu og er talið að þang- að sé rúmlega 30 km. leið frá Kaup- mannahöfn. Borgin stendur fyrir botni Hróarskeldufjarðar, og þó snertuspöl frá honum. Halda menn að fjörðurinn hafi verið lengri fyrrum. Nokkrar hæðir eru þarna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.