Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1957, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1957, Blaðsíða 8
196 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Nýlendan og verndarsvæðið Aden VEGNA undirróðurs kommúnista hefir noklcuð borið á því að undan- förnu, að óaldarflokkar frá Yemen og sandauðnum Arabaíu hafi ráð- izt með ófriði inn á brezka vemdarsvæðið Aden, og síðan ganga kærumálin á Breta fyrir illa stjórn þar og yfirgang. Er ekki enn séð fyrir endann á þessu. Og þar sem Aden er oft getið í heimsfréttunum mun marga fýsa að fá uppiýsingar um þetta land. Grein sú, er hé fer á eftir, er rituð af Hermann F. Eilts, sem var sendiherra Bandr rikjanna í Aden 1951—53. EGAR Egyptar stöðvuðu sigl- ingar um Súez-skurðinn í haust sem leið, bitnaði það hart á öllum höfuðborgum vestrænna þjóða, sem svo mjög eiga afkomu sína undir olíuflutningum. En hvergi kom þetta þó harðar niður en á brezku nýlendunni Aden, sem er fyrir sunnan mynni Rauðahafsins. Gengi sitt á þessi nýlenda að þakka siglingum um Súezskurðinn. Hvert einasta skip, sem fer milli Mið- jarðarhafsins og Indlandshafs, á leið um Aden og flest þeirra koma þar við og hefir nýlendan stór- tekjur af þeim. Þau kaupa þar kol, olíu og vistir, og farþegar versla þar geisimikið, því að allar vörur eru tollfrjálsar í Aden. Og farþeg- arnir eru margir, um 250.000 á ári. Bretar lögðu Aden undir sig 1839. Þá voru þarna nokkrir leir- koiar á víð og dreif undir sageggj- uðum fjallshlíðum, og mun íbúa- talan vart hafa numið 500. Nú eiga þarna heima 4.400 Evrópu- menn og 134.000 innfæddir menn. Þarna er nýtízku olíuhreinsunar- stöð og eru afköst hennar um 100 þús. tunnur á dag. Þar eru einnig stór verslunarfyrirtæki. Ef svo skyldi nú fara, að Súezskurði yrði algjörlega lokað, þá bitna afleið- ingar þess fyrst og fremst á Aden. Og þá er hætt við að borginni hnigni mjög, því að hún á allt sitt undir siglingum um Súez- skurðinn. Nú hefir Aden þó meiri þýðingu fyrir brezka heimsveldið heldur en nokkuru sinni áður, síðan flug- samgöngur komu. Ef til ófriðar skyldi draga, þá er Aden nauðsyn- leg lendingarstöð fyrir brezkar flugvélar, sem fara milli Afríku og Asíu. Brezki flugherinn hefir nú Eyöimerkurbúi bækistöð fyrir orustuflugvélar og sprengjuflugvélar hjá Khormaks- ar og flugvöll hjá Riyan. Aden fylgir stórt verndarsvæði og ráða þar fyrir soldánar og Sheikar, og hafa brezku landstjór- arnir ávallt stjórnað þarna með lipurð. Annars er talað um að vemdarsvæðin sé tvö, vestra og eystra verndarsvæði. Vestra vernd- arsvæðið er ófrjósamara en stærra og ráða þar fyrir 18 innlendir höfð- ingjar. Á eystra svæðinu eru 7 höfðingjar. íbúatalan er um 450 þús. á vestra svæðinu, en 350 þús. á hinu. Þetta er víðáttumikið land. Vest- an að því liggur Yemen, að norð- an eyðimörk og að austan Oman. Um þetta svæði fóru fyrrum úlf- aldalestir Salomons konungs, klyfjaðar reykelsi og myrru frá Hadramaut. Seinna fóru þarna um lestir er fluttu varning, er átti að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.