Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1959, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1959, Blaðsíða 1
1. Framtíðarlandið Alaska sem nú er orð/ð 49. rikfö í Bandaríkjunum NÚ UM áramótin tók Alaska sæti á bekk með óðrum ríkjum Banda- rikjanna. og eru þau þá orðin 49 alis. Í fána Bandarikjanna er ein stjarna fyrir hvert ríki. Verður nú að breyta fánanum og bæta við einni stjörnu. Eftir þetta verða stjörnuraðirnar sjö og sjö stjörnur í hverri, en voru áður í sex röðum og átta í hverri röð. FORÐUM heldu menn að Asía og Ameríka mundu „hanga saman á hölunum“, en það mun hafa verið Simon Dezhnev, er fyrstur hvítra manna fann Bering-sundið, sem aðskilur heimsálfurnar. Það var árið 1648, og við hann er enn kenndur Dezhnev-höfði. Um þær mundir voru samgöngur miklar á milli Síberíu og Alaska. En upp- götvun Dezhnevs var enginn gaumur gefinn um sinn. Það var ekki fyr en Pétur mikli komst til valda í Rússlandi, að nokkurt mark var tekið á þessari vitneskju. En Pétur mikli sá, að það mundi geta haft stórkostlega þýðingu fyrir ríki sitt, ef sund væri á milli heimsálf- anna og hægt væri að sigla þá leið milli Atlantshafs og Kyrrahafs. Hann hafði líka mikla ágirnd á grá- vöru þeirri, sem hægt var að fá í Alaska og á eyunum. Sendi hann svo leiðangur austur á bóginn og var fyrir honum danskur maður, sem Vitus Bering hét. Hann var 17 ár við þær rannsóknir (1725— 1742). Árið 1728 sigldi hann norð- austur með strönd Kamchatka og helt svo langt norður, að hann þóttist viss um að álfurnar næði ekki saman. Síðan hefir sundið á milli álfanna verið kennt við hann og kallað Berings-sund. Upp úr þessu lögðu svo Rússar Alaska undir sig. Þá bjuggu þar eingöngu Eskimóar og Indíánar. Rússar gerðu þarna „höfuðborg1* sem þeir kölluðu Sitka, og er nafn hennar kunnugt hér á landi af Sitka-greninu, sem þaðan er kom- Juneau, höfuðborgin í Alaska

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.