Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1959, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1959, Blaðsíða 1
5. tbl. Sunnudagur 15. febrúar 1959 XXXIV. árg. Jón Asbjórnsson hæstaréttardómari: Fornritafél Fyrlr skömmu flutti Jón Ásbjörnsson hæstaréttardómari erindi í útvarpið um Fornritaútgáfuna. Hann hefir frá öndverðu verið lífið og sálin í því merka fyrirtæki. Frásögn hans á brýnt erindi til allra landsmanna og þess vegna hefir Lesbók fengið leyfi hans til að birta hana. SVO sem getið hefur verið, varð Hið ísl. fornritafélag þrítugt á síð- astliðnu ári. Lét félagið þá prenta lítinn afmælisbækling og kom hann út laust fyrir jól. Af þeim sökum hefur Ríkisútvarpið farið þess á leit við mig, að ég segði hlustendum fáein orð um félagið og starfsemi þess á liðnum árum. Ég verð þó að fara fljótt yfir sögu og vísa þeim, sem nánar vilja kynnast þessu máli, til umrædds afmæliskvers. Ég vil fyrst víkja að stofnun fé- lagsins. Hún var undirbúin af 5 manna nefnd, sem kosin var úr hópi nær 30 manna er lofað höfðu styrk til hins væntanlega útgáfu- fyrirtækis. í nefndinni voru Matt- hías Þórðarson fornminjavörður, Ólafur Lárusson prófessor, Pétur Halldórsson bóksali, Tryggvi Þór- hallsson forsætisráðherra og ég sem mæli þessi orð. Nefnd þessi gaf út boðsbréf hinn 1. des. 1927 og hét á liðsinni manna til þessa máls. Brugðust margir unnendur fornra fræða vel við og var félagið síðan stofnað hinn 14. júní 1928. Varð það því þrítugt 14. júní f. á. — Fyrstu stjórn þess skipuðu áð- urgreindir nefndarmenn. Tveir þessara manna, Pétur Halldórsson og Tryggvi Þórhallsson, eru nú látnir, en hinir þrír hafa setið í stjórninni til þessa dags. í stað hinna látnu hafa Haukur Thors framkvstj. og dr. Björn Þórðarson fyrv. forsætisráðherra verið kosnir í stjórn félagsins. Þegar áður en nefndin tók til starfa, var samið við Sigurð Nor- dal prófessor um, að hann tæki að sér aðalumsjón með útgáfunni. Starfaði hann að öllum undirbún- ingi, að útgáfu tornritanna ásamt nefndinni. Var henni það ómetan- legur styrkur. Nú skal greint frá fyrirkomulagi félagsins. Það er ekki atvinnufyrir- agift Jón Asojörnsson. tæki, svo sem margir munu ætla, heldur svonefnd sjálfseignarstofn- un, líkt og t.d. Bókmenntafélagið og Sögufélagið, stofnað í þágu ís- lenzkra fornbókmennta, með frjálsum fjárframlögum einstakra manna og félaga. Þeir, sem fé lögðu af mörkum, fá því engan arð af framlagi sínu, enda var það í raun og veru gjöf til fyrirtækisins. Þeim eru að eins ætluð ritin á meðan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.