Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1959, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1959, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 123 Kolasund seðlaveski. Það voru aðallega krón- ur og aurar, sem menn voru með í buddunum, og þetta voru þá ein- göngu danskir peningar, því að ís- lenzk myntslátta hófst ekki fyr en löngu síðar. Kaupmenn voru þá farnir að aug lýsa vörur sínar með því að sýna þær í búðargluggum, þó óvíða væri þá stórir sýningargluggar og ekki í líkingu við það sem nú er. Þá var það alvanalegt, einkum fyrir jólin, að hafa auglýsingaspjöld með úr- skornum stöfum í gluggunum. Á bak við hina úrskornu stafi var límdur allavega mislitur silkipapp- ír, sem búðarljósin skinu í gegn um svo að stafirnir voru sem sjálflýs- andi. Þetta kölluðu menn þá alltaf „transparent“. Mig minnir og að Edinborg væri fyrst til þess að hafa jólasvein í glugga sínum. Hún fann Upp á mörgu. Einu sinni þurfti hún að losna við óseljanleg póstkort. Þá var efnt til verðlaunsamkeppni — heitið verðlaunum þeim, sem gæti oftast skrifað „Verslunin Edinborg“ á slíkt kort Það varð til þess að kort in runnu út, og Pétur Pálsson skrautritari fékk verðlaunin. Afgreiðslufólk í búðum var þá sjálfmenntað, en það var stima- mýkra og kurteisara gagnvárt við- skiftavinum heldur en seinna varð. Þó var vinnutími þess langur. Sum- ar búðir opnuðu klukkan sex á morgnana, einkum á lestum, og ekki var lokað fyr en kl. 9—10 á kvöldin, og stundum var unnið að afgreiðslu miklu lengur. Lög um lokunartíma sölubúða komu ekki fyr en 1917. — o — Þá var engin slökkvistöð til í bænum og ekki heldur fast slökkvi- Uð, en hver verkfær karlmaður 18— 50 ára að aldri, var skyldur að gegna kalli, ef eldsvoða bar að höndum. Kallið var það, að lúðrar voru þeyttir um allan bæ. Þetta voru kall aðir „brunalúðrar", og eru þeir nú orðnir að forngripum. Kristján Ó. Þorgrímsson konsúll var þá bruna- liðsstóri. Sem betur fór var lítið um eldsvoða, seinasti stórbruninn hafði orðið 1906, þegar Félagsbakaríið hjá Amtmannsstíg brann. Þangað kom fjöldi manna, og vissu sumir lítt hvað þeim bar að gera. Sumir ruku inn í húsið til að bjarga. Og svo heyrðist kallað út um glugga uppi á lofti: „Varið ykkur“, og í sama vet- fangi er þar hent út stórum ofni, sem fór í mjöl þegar niður kom. — Nú hafði KFUM reist sér samkomu- hús á brunarústunum. — — o — Þrjár rakarastofur voru hér, en engin hárgreiðslustofa fyrir kven- fólk, og vildi það þó halda sér til, eigi síður en nú. En þá var hér enn tii fjölmenn stétt, sem nú virðist vera horfin — vinnukonur. Þau voru færri heimilin í bænum, þar sem ekki var vinnukona, og sums staðar tvær. Þær önnuðust krakk- ana, þvoðu gólf, voru í sendiferðum, elduðu mat, fóru í laugar og voru stundum sendar í fiskvinnu. Þetta var allra nauðsynlegasta stétt bæ- arins, en þó er hún horfin. Ef menn vildu láta mynda sig, þá var farið til Péturs Brynjólfssonar, Árna Thorsteinssonar eða Magnús- ar Ólafssonar. Þá voru hér enn nokkrir söðla- smiðir og höfðu nóg að gera að smíða reiðtygi og aktygi. Margir voru járnsmiðir og trésmiðir, en um verksmiðjuiðnað var þá varla að ræða, enda var þá ekki völ á öðr- um alfgjafa en hreyflum. Ein lyfjabúð var hér og fimm eða sex læknar, auk augnlæknis og tann læknis. Oft mátti á götunum sjá stuttan og skringilegan mann, með alskegg og gleraugu og mikla bumbu á mag- anum. Þetta var Jónas Jónsson, aðal kýmniskáld bæarins og kallaði sig „Plausor“. Hann hafði það starf, að ganga um göturnar og berja á bumbu án afláts. Það var merki þess, að r.ú ætlaði bæarfógeti að halda opinbert uppboð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.