Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1960, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1960, Blaðsíða 1
14. tbl. Sunnudagur 24. apríl 1960 XXXV árg. Hálfrar aldar dánarafmœli BJÖRNSTJERNE BJÖRNSON Eg kýs mér apríl, hann er mér kœr, hiö aldna fellur, hiö nýa grcer, þaö haggar friöi, en hvaö um þaö! Þeim heill sem einhverju keppir aö! ÞANNIG orkti Björnson (þýð. Bjarna Jónssonar) um vorið, þegar náttúran vaknar af vetrardvalan- um, þegar sólin skín og hamslaus- ar leysingar svifta kufli vetrarins í tætlur, en jörðin tekur samtímis að grænka og gróa, Ijúfur ilmur berst um löndin, en fuglasöngur ómar í lofti. Og þó mun skáldið ekki síður eiga hér við þjóðlífs- vorið, með sínum gróðri og vaxt- armagni. Björnson var fæddur í skamm- deginu, 8. desember 1832, en hann var gæddur ljóssins og vorsins eðli. Og heimför hans til æðri heima varð líka í þeim mánuði, er hann unni mest. Hann andað- ist í París 26. apríl 1910. Sumarið 1909 kenndi Björnson lasleika og að læknisráði fór hann þá til Larvik og ætlaði að stunda þar böð um sumarið. En snemma i júni fekk hann aðkenningu af slagi og var svo þungt haldinn um hríð, að það var ekki fyr en í ágúst að ráðlegt þótti að flytja hann heim til Aulestad. Þar dvaldist hann svo fram á haust en fór til Parísar í nóvember, því að fransk- ir læknar heldu að þeir mundu geta hjálpað honuna. Þegar þangað kom var svo far- ið að reyna að lækna hann með rafmagni. En það þoldi hann ekki og fekk þá svo vont kast, að hann var talinn af. Þannig lá hann rúm- an mánuð milli heims og heljar, en fór svo að hjarna aftur, og frá því seint í desember og fram til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.