Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1962, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1962, Blaðsíða 6
Skrúfan varð eftir |-| NATTFLUGIÐ 1924 vakti heims- athygli ekki síður en afrek Glenns ofursta, sem öllum er í fersku minni. Sá var þó munurinn hvað hraðan snerti, að flugvélamar, sem luku fluginu voru nær 5 mán. í hringferðinni, en Glenn fór 3 hringi á rúmum 4 klukkustundum. Það var 6. apríl 1924 að 4 flugvélar af Douglas- gerð hófu sig til flugs frá Seattle í Bandaríkjunum til þess að fara hring í kringum hnöttinn í áföng- um. Áður en komið var á fyrsta áfangastað í Alaska hafði ein helzt úr lestinni, með sjálfan flug- stjórann, en hinum þrem tókst að þræða alla fyrix-fram ákveðna á- fangastaði allt til Orkneyja, þar sem þær lentu í byrjun ágúst. Næsti á- fangastaður var Reykjavík með við- komu í Homafirði til að taka benzín. Vélamar urðu viðskila í hafi og náði aðeins einn flugmannanna Horna- firði 2. ágúst. Það var Eric Nelson, Bandaríkjamaður af sænskum ætt- um, og þótti það heldur í sögurfær- andi, að Svíi skyldi öðru sinni finna leiðina til íslands, loftleiðina, sem enginn hafði farið á undan honum. Annar félaga Nelsons komst til Líkan Þorleifs Þorleifs- sonar af flugvél Nel- sons „New Orieans Nr. 4“. Skrúfan er 10 cm. löng og vænghafið 48 CDL síðar, en þriðja í nauðlendingu á Homafjarðar degi flugvélin laskaðist sjónum og sökk, en bandarískt her- skip bjargaði flugmanni og véla- manni. . Þriðjudaginn 5. ágúst var uppi fótur og fit í Reykjavík. Þá var von á flugmönnunum að austan og laust eftir kl. 2 renndu þeir sér til lend- ingar á höfninni innan garða og þótti það ofdirfskulegt í meira lagi. Hér varð dvölin lengri en ætlað var, því að’ illa viðraði á Grænlandshafi og áfanginn héðan til Friðriksdals í Grænlandi talinn hættulegasti kafli fararinnar. í þrjár vikur beindist at- hygli heimsblaðanna að Reykjavík, þau höfðu hér fjölda útsendra frétta- ritara, og höfnin fylltist af banda- rískum herskipum og hjálparskipum leiðangursmanna. Talið er að um 2500 sjóliðar hafi fengið landgöngu- leyfi meðan flugmennirnir biðu byrj- ar. Einu sinni reyndu þeir að lyfta sér til flugs. Það var 17. ágúst og rak þá á eftir þeim, að Locatelli, it- alski flugkappinn, lenti daginn áður á Hornafii'ði á sömu leið og þeir. Þessi tilraun fór svo, að báðar skrúf- ur flugvélanna löskuðust í kviku þeg ar út úr hafnai'mynninu var komið. Nýjar skrúfur voru settar á vél- arnar og haldið af stað 21. ágúst og nú fór allt betur, en það er af Locatelli að segja, að hann fór sam- tímis af stað, en varð að nauðlenda á hafinu milli íslands og Grænlands og var bjargað af einu eftix'litsskipa bandaríska leiðangursins. Skrúfux-nar, sem teknar voru af flugvélunum 17. ágúst, urðu hér eft- ir. Flugmennirnir gáfu Knud Zim- sen borgarstjóra aðra en hina um- boðsmanni sínum hér, Pétri Þ. Gunn arssyni. Hin fyrri hékk í mörg ár yfir dyrum í afgreiðslusal borgar- stjóraskrifstofunnar, en prýðir nú vegg í Minjasafni borgarinnar í Skúlatúni 2. Knud Zimsen lét setja svofellda áletrun á koparskjöld fram an á skrúfunni: „Spaði af fyrstu flugvélinni, sem á ferð í kringum hnöttinn lenti á Reykjavikurhöfn þriðjudaginn 5. dag ágústmánaðar árið 1924.“ Spaðinn er úr tré, sam- anlímdum tréþynnum, um 3 metra langur og látúnssleginn á jöðrum. Til áréttingar þessum merkilega minjagrip tók hagleiksmaðurinn Þor leifur Þorleifsson ljósmyndari sér fyrir hendur að smíða nákvæma eft- irlíkingu af flugvél Nelsons í mæli- kvai'ðanum 1:31. Líkanið er mesta listasmíð og við hlið spaðans gefur það glögga hugmynd um fyrsta far- kostinn á loftleiðinni til íslands. — Áletrun á skildi framn við líkanið er þessi: „Douglas World Cruiser D.W. 6 — New Orleans Nr. 4. — Bandaríska hnattflugið 1924. — Fyrsta flug til fslands. Homafirði 2. ág. — Reykjavík 5. ág. — Eric Nel- son flugstjóri, Jack Harding véla- maður. — Vænghaf 50 fet, stærðar- hlutföll 1:31. Rvík 1960 Þ. Þ.“ Lárus Sigurbjörnsson. ÁRNi ÚLA: GDMUL HtiS i REYKJAViK ÝHÖF (Hafnarstræti 18) AÐUR er nefndur Adolph Jacobæus, danskrar ættar, en fæddur í Keflavík. Hann gerðist starfsmaður við kóngs- verzlunina þar, er hann hafði aldur til. Vorið 1785 sigldi hann til Kaupmannahafnar í verzlunarerindum, þá aðeins 18 ára gamall. Hann dvaldist ytra mánaðartíma og tók þar bólusótt. Kom svo aftur heim í ágústmánuði um sumarið. Skipið, sem hann var á, lenti við Hvaleyri í Hafnarfirði. Þar seldi Jacobæus manni nokkr- um segldúk, sem hann hafði haft undir sér í bólinu í skipinu. Er mælt að menn hafi smitazt af segldúki þessum, enda gaus bólan þá upp rétt á eftir. Þá var í fyrsta skipti farið að bólusetja fólk hér á landi, og lifðu þeir, sem bólusettir voru. Þó dó allmargt fólk úr veikinni, þar á meðal Þórunn Ólafsdóttir, kona Hannesar Finnssonar biskups, og sonur þeirra barnungur. J\ þennan hátt kemur Jacobæus fyi-st við sögu hér, en varð síðan nafn- kunnur kaupmaður og - með ríkustu mönnum á sinni tíð. Þegar kóngsverzl- unin var seld, keypti hann Keflavíkur- verzlunina og rak hana síðan til dauða- dags. Hann kemur og almikið við sögu Reykjavíkur, enda þótt hann ætti aldrei heima hér. Honum þótti ekki nóg að reka Keflavíkurverzlunina, svo að hann fékk verzlunarleyfi í Reykja- nnað fiskhús lét Jacobæus flytja frá Keflavík og reisti það rétt vestan við hitt húsið og var ekki nema örlítið bil á milli þeirra. Þetta skyldi vera vörugeymsluhús. Og árið eftir (1800) lét hann svo reisa nýtt hús þvert við vesturgaflimi á þessu húsi og fram með Kolasundi. Árið 1805 varð Gísli Símonarson frá Málmey verzlunax-stjóri þarna. Þóttist hann bi'átt þurfa á betri íbúð að halda en var í gamla húsinu, og árið 1818 lét hann reisa nýtt íbúðarhús fyrir sunn- an það, og var hús þetta lengi nefnt „Gísla Simonsen-hús“. Var Gísli þá fyr- ir nokkru orðinn meðeigandi í verzl- uninni. Eftir að Gísli hóf eigin verzlun, hafði Jacobæxxs ýmsa verzlunarstjóra þarna, svo sem Einar Jónsson, tengda- föður Jóns Sigurðssonar, Ebbesen, tengdason sinn, og Peter Duus. Verzlunin og húsin voru seld 1836 firmanu Wejl & Gerson í Kaupmanna- höfn, en það varð gjaldþrota á næsta árL N, l u er að nefna til sögunnar mann, sem H. Baagöe hét og var tengdafaðir Jóns Hjaltalíns landlæknis. Hafði hann áður verið verzlxmarstjóri á Húsavík, en fluttist hingað suður eft- ir 1830. Ætlaði hann að verzla hér og reisti sér dálítið verzlunarhús, þar sem nú er Austurstræti 10. Knudtzon kaupmanni þótti illt að fá þarna nýa verzlun gegnt verzlun sinni. Og annað- Framh. á bls. 12. vík, og útmælda þá lóð, sem nú tak- markast af Austurstræti og Hafnar- stræti, Kolasundi og Thomsenssundi. Árið 1795 flutti hann svo fiskhús frá Keflavík hingað og reisti það í norð- austurhorni lóðarinnar fram við Strandgötuna. Þetta var einlyft hús og var gerð sölubúð í öðrum enda en íbúð í hinum, eins og þá var siður. Gerðist þá verzlunarstjóri hjá honum Árni stúdent Jónsson, sem kallaður var Reynistaðamágur, sá er Jörgensen lcóngur gerði seinna að bæjarfógeta. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.