Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 1
32. tbl. — 1. desember 1963 — 33. árg. Fyrstu 5 árin í TILEFNI af nýafstöðnu 50 ára afmæli Morgunblaðsins birtir Lesbókin að þessu sinni ýmsar ritsmíðar úr fyrstu fimm árgöng- um Lesbókar á árunum 1925— 1929. Er þetta m.a. gert til að bregða birtu yfir gömul hugðar- efni ýmissa þjóðfrægra manna, sem margir eru farnir að sinna öðrum málum, en aðrir gengnir til feðra sinna. Ennfremur leiða ritsmíðarnar í ljós, hvaða mál voru efst á baugi á íslandi fyrir tæpum 40 árum, og hvernig á þeim var tekið af mörgum mæt- um mönnuin. Eins og efnið, sem hér birtist, ber með sér, var Lesbók Morg- unblaðsins strax frá upphafi vett- vangur þar sem allir helztu and- legir leiðtogar þjóðarinnar komu fram og létu til sín taka. Að sjálf- sögðu er þetta úrval aðeins örlítið brot af því margvíslega og merki- lega efni, bæði erlendu og inn- lendu, sem hér birtist fyrstu fimm árin, en það er samt vísbending um hvernig hugsað var og skrif- að á fyrsta áratugnum eftir heiinsstyrjöldina fyrri, auk þess sem margt af því gefur óbeint all- glögga mynd af þeirri menning- arlegu og tæknilegu þróun heims- ins, sem íslendingar voru þá að eignast fyrstu „hlutabréf“ sín í. Þegar hlutur íslenzkrar blaða- mennsku í menningarviðleitni þjóðarinnar verður einhvern tíma metinn, er lítið vafamál að sess Lesbókar verður virðulegur, ekki sízt fyrir þá sök að hún hefur frá upphafi verið breiður vettvangur sundurleitra sjónarmiða og þann- ig gefið íslenzkum blöðum for- dæmi, sem þau hafa til skamms tíma verið furðulega hirðulaus um. Það skal tekið fram, að rithátt- ur þess efnis, sem hér birtist, hef- ur verið samræmdur ríkjandi reglum um íslenzka stafsetningu, eftir því sem tök voru á. 5. sept. 1926: F yrir rúmu ári var háð í dag- blöðum Reykjavíkur ritdeila, sem al- menna athygli vakti. Hún spannst út af erlendum orðum í máli sjómanna: hvort tækilegt væri eða jafnvel æskilegt að íslenzka þau. En þegar bæjarbúar fóru að ræða málið sín á millum, bar fleira á góma. Þá var spjallað um upptöku erlendra orða í tunguna yfirleitt, hvers virði hreinleiki málsins væri, um nýyrðasmíð o.s.frv. í þessum umræðum virtist mér meiri hlutinn vera á bandi þeirra, sem vörðu erlendu orðin og fannst íslenzkan ekki vera of hvít til þess að taka við fáeinum slettum a'f hinni miklu bifreið nútiðar-menningar- innar. Vandlætingin fyrir málsins hönd gjálfur, verður að benda á einhverja sérstaka kosti, sem hún hafi fram yfir aðrar tungur. Því má halda fram með rökum, að íslenzkunni sé margt stórvel gefið. Hún er gagnorð og þróttmikil, ljós og skýr, svo að hún fellur vel að rökfastri hugs- un. Málfræðin er torveld, og mikil tamn ing að læra hana. Orðaforðinn er geysi- mikill á sumum sviðum. Þá er hún og skemmra komin frá frumlindum sínum en fiestar aðrar tungur. Orðin eru ekki jafnslitið gangsilfur og annars ger- ist, auðveldara að nema hugsun þá, er hefir mótað þau í öndverðu, og hún er oft furðu spakleg. Þetta og annað fleira, hljóðvörp, viðskeyti og samsetningar, veldur grósku í málinu. Á islenzku er kostur meiri ritsnilldar en á flestum öðrum tungum, ný orð spretta upp af sjálfum sér til þess að láta í ljós nýjar hugsanir, og virðast þó vera gömul. Þau 'hlaupa í skörðin, sem af einhverri til- viljun hafa staðið opin handa'þeim. Engin furða er þó að menn unni sliku máli, þegar það auk þess er móð- urmál þeirra — verði hrifnir af hljómi þess og kynngi í fögrum kvæðum, dá- ist að fjörtökum þess í snjallri frásögu. En svo er um móðurmálið sem sumt ónnað, sem nákomnast er manni, að nverjum þykir sinn fugl fagur. Ef aðr- ar þjóðir færi að telja fram kosti tungna mætti íslenzkan vara sig. Auði hennar er undarlega háttað. Hún er sniðin eft- ir frumstæðum og fábreyttum lífshátt- um. Hún á tugi orða um alls konar hestaliti, ógrynni heita á veðrum og veðurfari, sérstakt nafn á ýmsum teg- undum á rófum (danska orðið hale er Eftir dr. Sigurð Nordal væri að miklu leyti hótfyndni lærðra inanna, einkum málfræðinga, sem vildu „gera sig merkilega“ og prakka óhæf- um nýyrðum og úreltu torfi upp á al- menning. Málfrelsið er flestum mikils virði. Og nú fannst mörgum manni það ekkert málfrelsi, ef hann mætti ekki láta út úr sér það, sem hann vildi, á því máli, sem honum þóknaðist. Ég stóð hjá þessari deilu, þó að hún kæmi mér dálítið við, enda var ég á förum utan. En hún varð til þess, að ég' veitti skyldum deilumálum annars staðar á Norðurlöndum meiri athygli en ég annars hefði gert, og ýmsar hugleið- ingar spunnust út af því. Á nokkur at- riði úr þeim ætla ég að drepa hér. I. Hverjir eru sérstakir yfirburðir íslenzkunnar. Það kveður stundum við, að tungan, íslenzkan, sé mesti kjörgripur þessarar þjóðar. Að einu leyti má undir eins færa þetta til sanns vegar. Tungan greinir manninn, framar öllu öðru, frá skynlausum skepnum. Án hennar væri mannlegt sálarlíf og félagslíf óhugs- andi. Einsætt er, að leggja beri rækt við slíkt höfuðtæki menningarinnar, svo að sem beztum notum komi. En nú eru Íslendingar ekki einir þjóða um slíka gersemi. Allar þjóðir eiga sér móður- mál og allar leggja þær einhverja rækt við það, þótt með misjafnri alúð sé og ýmislegum hætti. Þetta sjónarmið sker því hvorki úr um ágæti íslenzkunnar r.é nein önnur vafamál. Ef lof íslenzk- unnar á að reynast annað en tómt orða- útlagt á íslenzku: rófa, skott, hali, stert- ur, tagl, dindill, stél, vél, sporður). En hana skortir enn orð um fjölda af hlut- um og hugtökum, sem miklu máli skipta í hugsun, vísindum og menningu nútím- ans. íslendingar hafa lagt rækt við sína tungu með því að vera á verði gegn erlendum orðum. Englendingar og Dan- ir aftur á móti með því að taka upp hvert útlent orð sem tönn á festi. Ef vér hrósum hreinleik vorrar tungu og þeim kostum, sem honum fylgja, munu þeir tefla öðru fram til jafnaðar. Á þessar tungur er auðvelt að rita um öll mann- leg efni, og sá sem á þær að móður- máli á því auðveldara með að læra aðrar tungur sem fleiri orð eru sam- eiginleg. Og miklu fleira mætti fram færa gegn íslenzkunni í slíkum mála jöfnuði, þótt hér sé hvorki rúm né ástæða til. Eitt má enn telja íslenzkunni til gild- is, þótt ekki sé það beinlínis kostur á málinu sjálfu. Aðalafrek þessarar þjóð- ar á síðari öldum er að hafa varðveitt órofið samhengið í tungu sinni og bók- menntum. Fyrir því eiga íslendingar beinan aðgang að eldri bókmenntum en nokkur önnur germönsk þjóð og hafa getað gert greiðari braut annarra þjóða til skilnings á fornum ritum og fornri hugsun. Á þessum grundvelli er reist menning vor heima fyrir og álit vort út á við. Það má því kalla bæði inetnaðarmál og nytsemdar að geyma þessa samhengis áfram, en það verður ekki gert nema með því að halda mál- inu hreinu. Undir eins og vér í málfari voru fjarlægjumst fornöldina, bresta skilyrðin til þess að skilja hana. Vér Dr. Sigurður Nordal megum og muna, að tungan er oss hlut- fallslega enn meira virði en öðrum þjóðum. Þær eiga fornar byggingar, listaverk, rúnasteina og bautasteina, gripi hvers konar og mannvirki. ísland lítur út eins og nýlenda sem byggð hefir verið ein 50 ár, og verkin mann- anna bæði fá og þó af vanefnum ger. Tungan ein tengir oss við fortíðina. Hún er einasta fornleif vor, hennar list vor einasta þjóðlist. Að henni hefir þjóðin beint öllum sínum kröftum, enda orkað furðu miklu. Mörgum mun þó ekki finnast þessi kostur vega upp á móti þeim annmarka, að tunguna skilja ekki nema u.þ.b. 120.000 manns. Þeir myndu fúsir vilja skipta á sálufélagi við hina dauðu ef þeir fengi í staðinn sálufélag við fleiri lifendur. Það er svo mikið píslarvætti fyrir þann, sem hljóta vill fé og frama fyrir verk sín, að eiga svo fárra lesenda von, að nær því árlega gerast framgjarn- ir íslenzkir æskumenn til þess að reyna / vor hélt Siguröur Nordal, prófess- or, fyrirlestur þann er hér birtist og sem hann nefnir „Málfrelsi“. Fjallar hann um yfirburöi íslenzk- unnar, sérstööu hennar, og sérstööu þeirrar þjóöar, er á rœktaö menn- ingarniál, sem er óskipt eign allrar þjóöarinnar. Færir hann um leiö rök aö því, meö dœmum frá ná- grannaþjóöunum, aö samheldni meö al þjóöar vorrar framvegis er undir engu fremur komin en því, aö sama málmenning haldist meöal allra stétta — aö tungan haldist hrein.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.