Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1964, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1964, Blaðsíða 2
Æ&MfiIIRk SVIP- MVND oðskapurinn var ekki auð- rundinn á hinum þéttprentuðu og tilbreytingarlausu síðum brezka stórblaðsins „The Times“, en þeg- ar leiðtogar íhaldsflokksins komu auga á hamn, urðu þeir sótrauðir af reiði. Þar stóð: „Þær stundir renna upp í lífi allra stjómmála flokka, að þeir verða að þvo af sér síðustu leifar loddarabragðanna og byrja á nýjan leik. Slík stund hefur nú runnið upp í lífi Íhaldsflokks- ins.“ í samfleytt þrjá daga hélt blað ið áfram að ræða vankanta og yf- irsjónir íhaldsmanna. Það var grimmileg hirting, hver sem í hlut hefði átt, en mest sveið þó undan henni af því hún kom frá gömlum vini og samherja. Að sjálfsögðu leiddu greinarnar í „The Times“ til fjörugra pólitískra um- ræðna. „Blöðin eru öll á móti okkur“, kveinaði einn ráðherranna í stjórn íhaldsflokksins, og bætti við: „En „The Times“ er þó verst af þeim öllum. Þessi bölvaður Haley iðar í skinninu etftir því að koma Verkamannaflokknum í stjórn.“ Sú ásökun var raunar úr lausu lofti gripin. Hinn umdeildi Sir William John Haley, 63 ára garnall og níundi ritstjóri „The Tiimes“, var og er dyggur íhalds- maður, en hann hefur einsett sér að sýna fram á, að blað hans sé e<kki Húð- arjálkur neins einstaks stjórnmáía- flokks. Hann er jafnvel enn eindregn- ari í þeim ásetningi að endurheimta bið gamla viðurnefni blaðsins, „Skruggu- valdurinn", enda befur honum þegar auðnazt að gera „The Tirnes" umdeiid- asta og mest rædda dagblað Bretlands. B laðið hlaut viðurnefnið „Skruggú valdurinn" á síðustu öld, þegar það var stærsta og áhrifamesta dagblað í heimi. „Ég veit ekki um neinn hlut sem hefur meira afl, nema það væri kannski Miss- issippi-fljótið“, sagði Abraham Lincoln við fréttaritara frá „The Times“ sem hafði verið sendur til Ameríku til að fylgjast með Þrælastríðinu. Disraeli var ekki bara að gera'að gamni sínu, þegar hann sagði, að í sérhverri erlendri höf- uðborg væru tveir brezkir sendiherrar, anna útnetfndur af Hennar Hátign, en hinn af „The Times“. Fréttaþjónusta blaðsins virtist eiga aðgang að öllum sköpuðum hlutum. 17. janúar 1856 varð brezka stjórnin t.d. að lesa „The Tim- es“ tiil að fá vitneskju um, að Rúspr hetfðu gengið að friðartilboðinu, sem batt enda á Krímskaga-stríðið. En hin nýja öld hraðans virtist hafa gkotið „The Times“ retf fyrir rass, eins og raunar sjálfu brezka heimsveldinu. Á sínurn tíma hafði blaðið fleiri lesend- ur en öll önnur blöð Bretlands sam- anlagt, en nú er það minnst þeirra allra, með aðeins 254.000 eintök eða um 2% af dagblaðalesendum Bretlands, og eintaka fjöldi þess nemur minna en 5% aif ein- takafjölda hins víðlesna en heldur ó- merkilega „Dai’y Mirror" (4.647.000). Þegar Sir William Haley tók við 2 LESBOK morgunblaðsins vstnzszr w*- mw. xc ýgý. ■ ■ *Í*H*&X ý<>H- >X .Xovy yvwy> ■ O O :::;V<<«S:>>::'<.<;xi'X;>: — : «->«•» *■•* >::•• : :> . 5 .v.,y(í,»vw*sy.w.v.viv*w.v...,«»íA. » :;:;y.;X>>:x>.;J:;i>>S>: Sir William Haley „The Times" fyrir 12 árum, var orðin fullkomin þörf á endurbótum. Keppi- nautarnir kölluðu blaðið háðslega „Kjökrarann“, eintakafjöldinn var kom- inn niður í 230.000 og átti eftir að fara lægra. Sir William virtist ekki bein- línis til þess fallinn að bjarga blað- inu, því hann var óframfærinn og al- vörugefinn maður, sem hafði veitt brezka útvarpinu (BBC) forstöðu um tólf ára skeið, og var stundum talað um hann í óvirðuleguim tóni sem manninn „með glasaugun tvö“. | T æplega verður sagt að Sir Will- iam Haley sé hinn dæmigerði Breti, eins og menn gera sér þá manntegund venju- lega í hugarlund. Það á m.a. rætur að rekja til uppruna hans. Hann kom í heiminn árið 1901 í St. Helier á litlu eynni Jersey á Ermarsundi, þar sem íbúarnir tala franska mállýzku — og um fimm árd aldur hafði hann varla lært orð í ensku. Hann missti snemma föður sinn, en góður stjúpi sá til þess að hann fékk gott uppeldi og menntun. En skólagang- an varð raunar ekki löng, því fyrri heimsstyrjöld brauzt út og hinn ævin- týrafúsi unglingur fór á sjóinn sem loftskeytamaður á flutningaskipi með enskri áhöfn og skozkum skipstjóra. Þegar honum barst skeyti um vopna- hléð 11. nóvember 1918 og bar skip- stjóranum fregnina, kvaddi hinn hug- prúði skipstjóri áhöfnina saman og hélt harla stuttorða tölu: „Stríðið er búið. Tillagi ykkar til ófriðarins er lokið, piltar!“ Skozkari gat friðarboðskapur- inn naumast verið. Þar með var sjómannsferli Williams Haleys lokið. Hann dreymdi um að verða blaðamaður, og hafði sá drauimur víst vaknað þegar hann las verk eftir Philip Gibbs, hinn mikla fréttaritara, sem m.a. hafði samið „The Street of Adventure". En fyrsti vísirinn var vissu lega mjór. Hann varð fréttaritari við dagblað á Jersey-eynni og fékk í viku- laun hvorki meira né minna 2 shill- inga og 6 pence. En nú var hann bú- inn að ná fullu valdi á enskri tungu, og hugur hans stefndi til Lundúna. Arið 1919 gekk hann í fyrsta sinn upp hinar slitnu en virðulegu tröppur hjá „The Times“ til að leita sér atvinnu. Hann fékk starf, harla ólíkt því sem hann gegnir nú. Vegna kunnáttu sinn- "ar í frönsku var hann settur við sím- ann í ritstjórnarskrifstotfu erlendra frétta, og þegar fram liðu stundir kom hann sér upp kerfi, sem sparaði blað- inu mörg þúsund pund árlega vegna útgjalda við erlend símtöl, og má vel vera að hann hafi búið að kynnuim sín- um við skozka skipstjórann að þessu leyti! í starfi sínu kynntist hann einka- ritara erlenda fréttastjórans, hinni fögru Edith Gibbons. Samvinna þeirra var með miklum ágætum, og upp af henni spratt ást og síðar hjónaband. Hafa þau æ síðan staðið hlið við hlið, hvað sem á hefur gengið. „Susie“, eins og vinir hennar kalla hana, gerði mann sinn ákaflega hamingjusaman. Hann var aðeins 21' árs gamall, þegar þau hjón- in voru send til Brussel til að skipu- leggja skieytasendingar og símtöl, en honum fannst framtíðin ekki haifa mik- lð að bjóða sér á þessum vettvangi —- og þar sem hann var frjálsiyndur í skoð- unuim hóf hann að senda vikulegar greia ar til kvöldútgáfu hins stóra fi'jálslynd* blaðs „Manchester Guardian**, Mnt nefnd var „Manohester Evemng newr1, íy reinar Williams Haleys vöktu athygli. Hann var kvaddur til Manch- ester þar sem hann varð ötull og stór- virkur blaðamaður — og nú þaut hann eins og Vígahnöttur upp á blaðahimin iðnaðarborgarinnar, þar til hann var orðinn ritstjóri blaðanna beggja 29 ára gama.ll. Þetta var einhver óvenjulegasti fer- ill í brezka blaðaheiminum eftir vel- gengnisdaga Alfreds Northcliffes (1865- 1922) — og ósennilegt er að Haley hafi safnað um sig eintómum vinum á hinni hröðu ferð sinni upp á tindinn. Hann gat skorizt í leikinn með talsverðuim hróttaskap þegar hann varð var við sleifarlag og dugleysi — og til voru þeir sem kölluðu hann „The Guardian‘3 Robespierre“. Þó væri rangt að ímynaa sér hann í líki hins grófa og ágenga metorðamanns, þvf hann er næstum sjúklega feiminn og hlédrægur. Á skrif- stofum blaðsins fór hann að jafnaði einförum, og eina samneytið við sam- starfsmenn sína og aðra átti hann þeg- ar hann lék borðtennis, sem hann iðkar víst enn atf miklum áhuga. „Manchester Guardian“ og að nokkru leyti „Manchester Evening News“ voru fyrst og fremst skoðanamyndandi blöð, en jafnvel þótt Haley hefði mikinn á- huga á uppfræðslu almennings og þjóð- hagsfræði, þá var hann fyrst og fremst með hugann við fréttimar — og það var eins og allt sem hann snerti við fengi á sig yfirbragð frétta. M.a. skrifaði hann marga af bókadómum beggja blað- anna, því hann var og er mikill bóka- ormur. Sagt er að á tilteknu ári hafi hann lesið 250 bækur. Haley var orðinn einn af fremstu blaðamönnum Englands, þó hann stýrði blöðum utan Lundúna, og nú gat hann fyrir alvöru farið að ákveða framtíð- arferil sinn sjálfur. Hann varð einn af forstjórum hinnar alþjóðlegu frétta- stofu Reuters. Síðar varð hann dagskrár stjóri hjá brezka útvarpinu, og árið 1944 varð hann forstjóri þeirrar miklu og voldugu stofnunar. Vert er að gera sér grein fyrir, hvenær hann tók við því vandasama starfi: b£-ð var meðan hin þjóðlega vakning stríðsáianna var að færa ,Bretum og bandamönnum þeirra sigurinn. Enda var sagt á þeim tíma, að einungis eitt embætti brezka heimsveldisins væri jafnvirðulegt og embætti Haleys, þ.e.a.s. staða brezka undirkonungsins í Indlandi. Hann varð mikill útvarpsstjóri. Hann var etftir sem áður hlédrægur tr.aður, sem ekki átti náið samneyti við marga innan veggja BBC, en hann vakti brezka útvarpið til nýs lífs — otft með sömu harðhentu brögðunum og hann hafði beitt á ritstjórnarárum sínum —• og nú var hann orðinn einn atf helztu atkvæðamönnum Bretlands. Framhald á bls. 6 Utgefandi: H.f. Arvakur. Reykjavllc. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vicur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Simi 22480. 20. tölublað 1064

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.