Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 28

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 28
var kallað, þoldi ekki mikinn vind með öllu til tjölduðu, en var skriðdrjúgur með liblum seglum og bar vel af sér sjói. Á íhonum var venjulega 11 manna skipshöfn. Þetta sumar og hin næstu var skipstjóri á Kristjáni Ólafur Krist- jánsson frá Lokinhömrum, sem einnig var bóndi á Hrafnabörgum í Lokin- hamradal, vanur og. farsæil sjóma'ður og hirðumaður með afbrigðum, svo að hver spotti var traustur á þeim skipum, sem hann stjórnaði, og seglin í eins góðu lagi og framast varð á kosið. Áhöfn in hafði verið ráðin til ágústloka, svo sem á flestum öðrum skútum vestra, en með 20. ágúst spilltist táðin, gekk í um- hleypinga, svo að hvergi var friður að liggja á fiski, og rétt fyrir höfuðdaginn kom Kristján í höfn, var losaður og skyldi síðan settur upp á kamib, þar sem hann mundi bíða nsestu verbíðar, rúinn seglum og reiða, nema stórstag og höf- uðtoöndum. En um það toil, sem lokið var losun aflans, kom saltskipið. Þótti nauð- syn bera til að flýta sem mest losun þess, svo að henni væri lokið áður en inn kæmi aliur fiskiflotinn, og var svo ákveðið að fresta setningi Kristjáns, undanlþiggja áhöfnina þeirri skyldu að skiljast ekki við hann, fyrr en hann stæði skorðaður uppi á kamfoi. Var henni leyft að fara heim með allt sitt hafur- task, þá er hún hefði lagt skipinu á Þingeyrarhöfn. M lTl-aður en nefndur Jóhannes Bjarnason. Hann var Arnfirðingur, en hafði lengi verið búsettur í Dýrafirði og skipstjóri á ýmsum skipum, fyrst þil- farsbátnum Guðrúnu, sem Gísli Oddsson í Loikinhömrum átti, svo hjá Grams- verzlun og loks hjá Milljónafélaginu. Hann hafði ekki lært sjómannafræði í Stýrimannaskódanum í Beykjavík, held- ur hjá Kristjáni Andréssyni, skipstjóra og bónda í Meðaldal í Dýrafirði, en Kristján hafði danskt skipstjórapróf og kenndi mörgum mönnum vestra sjó- mannafræði. Jóhannes hafði verið svo lengi skipstjóri, þegar próf úr Stýri- mannaskólanum var gert að skilyrði fyr- ir stjórn á skipum, sem náðu 15 smálest- um, að honum var veitt undanþága frá ákvæðum hinna nýju laga. Hann var og ágætur sjómaður, en þótti djartfur, og var talið, að hann kynni ekki að hræð- ast. Hann var og karlmenni að burðum og þoli og vanur harðræðum og svaðil- förum alit frá bernskudögum. Hann var skapstilltur, en skapmikill og þykkju- þungur, ef því var að skipta. Hann hafði lengi stýrt alLstórri skonnortu, er hét Duke, sem í daglegu tali varð Djúkk, miklu þol- og sjóskipi, sem var frekar tregt til gangs í hæ'gviðri. Þetta skip var nú orðið mjög úr sér gengið, og var Jó- hannes hættur skipstjórn, enda fluttist hann norður að Akureyri á næsta vori, en síðan fljótlega suður í Viðey. Þar var hann í þjónustu Milljónafélagsins, unz það lagði upp laupana í árslok 1913. Nú fékk Carl Proppé Jóhannes Bjarna son til að taka að sér stjórnina á flutn- úigi saltsins til Flateyrar. Var ákveðið að hlaða Kristján og láta vélbát, sem hiét Njáll, draga hann norður. Veður var ljómandi stillt og gott, og hvorki Jó- hannes né aðrir sjómenn efuðu, að blíð- an mundi haldast næstu daga. „Baróninn spáir góðu,“ sagði Jóhann- es og átti við loftþyngdarmælinn, sem í gæluskyni var oft aðlaður, en venju- legast kallaður barómet. Svo var þá farið út í Kristján, akker- um létt og skipið síðan dregið á tói að hlið saltskipsins. Þar voru á tiltölulega sbuttri stund látin í það 30 tonn af salti, og síðan lagði Njáll af stað með Kristján í togi. Áhöfnin á honum var aðeins tveir menn, Jóhannes Bjarnason og Guðni Bjarnason á Holti _ á Þingeyri, ungur maður og röskur. Á Njáli voru einnig tveir menn, Sigurður Fr. Einarsson og Ludvig C. Magnússon. Sigur’ður var mað- ur hálffertugur. Hann var Lágur maður 28 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS vexti, en snar og röskur, fjölhæfur og hafði við margt fengizt, bæði verið for- maður og vélstjóri, en seinustu árin eink- um stundað verzlunarstörf eða kennslu. Njáll var sex til sjö smálesta þiljaður véibátur, nýlegur og vandaður og með góðri véi. Hann var góður sjóbátur og gekk um það bil sex mílur á vöku. Jóhannes Bjarason, skipstjóri. Það var orðið aldimmt, enda komið fram yfir miðnætti, þegar Njáll silaðist út fyrir oddann með Kristján í eftir- dragi. Dráttartaugin var nýlegur kaðall, sem Kristján átti og notaður var, þegar hann var dreginn að eða frá bryggju og eins þegar hann var látinn reka fyrir síldarrietum í þeim vændum að afla áhöfninni nýrrar beitu. Veður var milt og sjórinn lygn, en þegar kom út undir Mýra/fellið, lagði inn lágrisa haföldu. Svo var Kristján afturhilæður, að þegar hann lyftist að framan á öldunni, streymdi sjór inn á milli þilfarsbrúnar og skjólborðanna yfir skútanum. En ekki mun skipstjóri hafa talið hleðsluna neitt varhugaverða. Sá roskni sæfari glotti að- eins og spýtti um tönn, þegar sjórinn guitlaði um mjóalegginn á sbígvélunum hans, þar sem hann stóð við stýrið, og Guðni sagði við hann: „Það er eins og honum þyki þau ekki nógu hrein, stígvélin þín, Jói.“ Segir svo ekkert af ferð þeirra félaga, fyrr en um það bil, sem tekið var að birta af degi. Þá voru þeir staddir góðan spöl undan landi út af Krossvík, sem er utan við Fjallaskaga, sem nú er eyði- jörð, en í þann tíð var blómlegt býli. Þá var og enn mikið útræði á vorin af Skaga mölum. Skagatangarnir, sem veita lend- ingunni á Mölunum skjól í austan og norðanátt, marka Krossvíkina að sunn- anverðu, en víkin er fyrir opnu hafi og fjaran grýtt og ekki vænleg til landtöku. Þegar þarna var komið, var hafaldan orðin allgild, og miðaði Njáli mjög Mtið, enda tók Kristján ærið þungar dýfur og rykkti fast í dráttartaugina. Sigurður hafði féngið þá skipun frá Jóhannesi, að stefna djúpt fyrir Barðann, hvað sem i kynni að skerast, og var látið horfa um það bil í misvísandi norður. Ludvig stýrði, en Sigurður gætti vélarinnar. Allt í einu sást dökkt vindiband fram undan, lítið eitt austan við stefnu Njáls, og áður en varði lagði á hvassan vind af réttvísandi norðri. Báran ýfðist og varð brattari, og áður en liðnar voru fimm mínútur, sleit Kristján dráttartaugina. Ludvig vék Njáli þegar í stað undan, og stefndi honum síðan að Kristjáni, sem rak fyrir sjóum og vindi með stefnið í austur. Njáll renndi fram með honum til hlés á mjög hægri ferð, og Guðni kastaði yfir í hann bug-t af dráttartaug- inni og kallaði til Sigurðar, sem stóð á bógnum á Njáli, albúinn þess að taka við tauginni: „Dragðu nú duglega til þín, og svo gerið þið tóið fasit tvöfalt.“ Sigurður náði í tóið, og nú kom Lud- vig honum til hjálpar. Svo höfðu þeir iþá brátt dregið til sín tugi faðma, og síðan fesbu þeir rammlega tvöföldum kaðMnum. Að þessu loknu var vélin í Njáli sett á fulla ferð áfram, og þó að mikið gæfi á hann og lítið gengi, tóiksit honum að snúa Kíistjáni beint í vind og sjói. „Við reynum áð snúa honum heldur vestur á bóginn en hitt,“ sagði Sigurður við Ludvig, „því ef hann slítur öðru sinni, er vonlaust að reyna að draga hann. Þá verður hann að bjarga sér á seglunum, en hann nær sér aldrei fyrir Barðann í þessari vindátt, heldur verður að snúa honum vestur eftir og kosta kapps um að sleppa við Skagatangana og inn á Dýrafjörð.“ Jú, Jóhannes miun hafa lagt . tjórnvel- inum yfir í stjórnborð, því að á bakborða sveigðist skipið. En í sömu svipan og þetta var auðsæitt, söng tvöfalt tóið í sundur. „Hana, — þar fór nú seinasta hald- reipið þeirra, drengur minn!“ hrópaði Sigurður í eyrað á Ludvig. „Eina bótin, að nú sriýr hann þó stefninu í vestur, lagsmaður...... En taktu vel eftir, hvort þú sérð Jóhannes gefa nokkurt merki.“ Svo störðu þeir félagar á Jóhannes skipstjóra, en hann virtist ekki gefa þeim eða Njáli minnsta gaum. Þeir sáu, að hann og Guðni þutu kuliborðs megin fram fyrir siglu á Kristjáni, Guðni los- aði dragreipi stafnhyrnunnar, og síðan tók Jóhannes að strita við að draga hana upp. En þegar upp var komið of- urlítið hom, sem vindurinn þandi, gait Jóihannes ekki komið henni hærra, því að Guðni gat elkki veitt honum lið, — hann hafði brugðið dragreipinu undir jámnál í öldus.tokkn-um og dró til sín, jafnóðum og Jóhannesi varð eitthvað ágengt. Ef Guðni sleppti, It kkaði stafn- hyrnan á ný, þegar Jóhannes þurfti að færa til hendurnar. igurður leit á Ludvig ærið áhyggjulegur og mælti: „Hann fer upp í brim-garðirm með þessu lagi, og þá er þeim hreinlega dauð- inn vís, en ef þeir næðu upp fokkunni, þá mundu þeir geta stýrt honum frítt af Skagatön-gunum, svo langt sem við erum undan landi, en þá vantar þriðja mann- inn.“ Hann þagnaði andartak, kerrti síðan hnakkann og leit hvasst á Ludvig: „Treystir þú þér, drengur rninn, til að stýra Njáli að ðkutnum á Kristjáni, án þess að ásigling verði, svo að ég geti stokkið yfir í hann?“ Ludvig svaraði ekki strax. Hann horfði á Kristján, þar sem hann veltist stjórnlaus fyrir vindi og sjóum og öld- urnar löðruðu í sífellu yfir hann. Og Njáll, — hann var svo sem ekki kyrr, heldur kastaðist sitt á hvað, og þó að Ludvig héldi honum upp í vindinn, gaf mikið á hann. Á bæði honum og Kristjáni var allt vott og há-lt, og eins og þeir létu, yrði ekiki neinn leikur að fóta sig, þegar niður væri komið á skut- inn á Kristjáni, meira að segja ekki gott að vita, hvernig til tækist um að leggja Njáli að honum, svo kröpp sem báran var. En það var nú síður en svo, að þessi athugun Ludvigs hefði á hann lamandi áhrif. Það kom í hann einibver stæling, næstum lyftinig, — þetta væri þó sannar lega gaman að reyna. Ha? Að reyna! Þetta var svo sem ekki eins og að stökkva óvenju iangt stökk yfir djúpan skurð. 1 þetta sinn varð manni að takast stökkið, bæði sjállfs sín vegna og vegna iþeirra, sem voru u-m borð í Kristjáni, því að ekki munidi Mða á löngu, unz hann bæri upp í klappir eða stórgrýti, þar sem hvíbfextar torimöldur risu hátt og æddu síðan brotnar langt upp eftir fjörunni. Syndur, — j-ú, víst var hann syndur, en undir svona kringumstæðum gat á versta veg farið..... O, hann skyldi klára sig af þessu, ekki trúði hann öðru, en Sigurður — það kom alls ekiki til greina, — því þó að hann vseri snar óg snöggur, þá var hann maður há-lffertug- ur, og hann var enginn fimleikamaður. Og Ludvig leit á Sigurð. Hann stóð þög- uM og beit á jaxi, — það var eitthvert fjarrænt 'blik í augunum á honum. Og allt í einu hafði Ludvig fengið það á tilfinninguna, að Sigurður mundi hafa tilhneigingu til að drýgja þá dá’ð að stökkva þetta heljarstökk, jafnvel þótt hann gerði ráð fyrir, að það kostaði hann iífið......Ludvig varð að fá hann til að falla frá að tefla lífi sínu í næstum vissan voða, og til þess áttu að liggja næg rök, að hann ætti ekiki undir því. Nú leit Sigurður á Ludvig, ræskti sig og sagði: „Ertu búinn að hugsa þig um? Treyst- irðu þér?“ „Ekki til að leggja Njáli að Kristjánl, en til að s-tökkva.“ „Að ég láti þig, drenginn, barnið, stökkva þetta, — nei, góði minn,“ sagði Sigurður. Ludvig hnyklkti við: Þarna kom nýtt strik í reikninginn, en ekki dugði að doka. Og Ludvig sa-gði, talaði hátt, en með hægð og festu: „Sigurður, ég veit, að þú ert reglulega snar og léttur á þér, en samt kemur ekki til mála, að þú vogir þessu. Gáðu að því, að í fyrsta lagi er ég — eins og ég sagði áðan — ekki maður til að leggja að Kristjáni, og ég er ekki heldur fær um að bjarga Njáli einn míns liðs, ég kbnn ekki einu sinni að smyrja í hon-um vél- ina. Svo finnst mér, að þú verðir að taka það með í reikniniginn, að þú átt fimm börn, það elzta átta eða níu ára, og þó að ég sé ekki maður á móti þér í neinu öðru, þá ætti ég þó að vera eins 'liðugur, ■eins mikið og ég hef stundað leikfimi.14 Sigurður þagði. Svo hrisiti hann höf- uðið, leit eins og hiálifangurvær á Lud- vig og sagði Mtið eitt hátíðlega: „Jæja, þá — í Guðs" nafni: Þú stekkur!*’ Og Sigurður þreif í stýristaumana og sneri bátnum, lét hann síðan nálgast Kristján með vélina í lausagangi — að- eins fyrir stormi og sjóum. En samt sem áður æddi báturinn áfram og geigaði mjög sitt á hvað, þegar hann reið át öldulkömibunum. Ludvig leit á Sigurð, o>g Sigurður sagði háum og hveLIum rómi: „Ég læit hann síga með skutnum á Kristjáni. Far þú nú í Guðs nafni fram dekkið, upp ' á lunninguna aftan við vantinn, heldur þér svo í hann rígfasit með hægri hendi og ert snarvi'ðbúinn að stökkva, þegar síkipin ber bæði nokkum veginn í sömu hæð“. Ludvig sá, að svo fljótt bar farkost- ina saman, að hann mætti hafa hraðann á. Hann skutlaðist fram þilfarið, þreif í aftara höfuðband siglunnar og síðan í það fremra, þeyttist upp á öldustokk- inn og fann sig geta náð jafnivægisstell- ingu, þrátt fyrir örkvikar hreyfingar og kippi 'bátsins. Nú sá hann á s-ká fram eftir þiltfari Kristjáns, sá Guðna standa öðrum megin á skútanum, Jóhannes hinum megin, rétt til kuls við beitiás- inn. Þeir stóðu hoknir, studdiust við eitt- hvað, og hann þóttst vita, að þeir ætl- uðu að vera við því búnir að grípa I hann sinn hvorum megin. Nú heyrði hann Sigurð hrópa eitthvað, og Ludvig fann stælinguna aukast, en um leið gaus upp í honum áköf gremja, næsitum heift. Hann blótaði. Þetta öskur Sigurðar, sem eíkki heyrðist gegnum mótorskellina og dyn vinds og sjóa, verkaði sem truflun Hvern þann svarta sjálfan var Sigurður að skipta sér af þessu? Það gat enginn sagt honum héðan af fyrir verkum. — þeir ekki heldur hjálpað honuim, sem við hionum hugðust taka, — enginn gat dugað honum, nema hann sjálfur, —- nei, ekki einu sinni æðri miáttarvöld duttu honum í hug á þessum augnablik- um. Nú lyftist skuturinn á Kristjáni, eins og kom móti Ludvig, bauð sig fram, og nú stökk hann, fla-uig hann, kiom nið- ur öðrum fæti á hálan, síkvikan, hail- andi, nú snarlækkandi, svíkjandi öldu- stokkinn á Kristjáni, kom þar áðeins nið- ur á tábergið, spyrnti í fremri brún hins 24. desember 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.