Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1966, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1966, Blaðsíða 5
BókasÖtn forn og ný /. Bókasöfn til forna Eftir Siglaug Brynleifsson PLATON raðað er niður eftir vissum regl- um, til notkunar fyrir fræðimenn og almenning. Fyrstu söfnin voru skjalasöfn, sem varðveitt voru í hofum og höllum. Snemma á öld- um var Helíópólis í Egyptalandi mikil menningarmiðstöð og í hof- unum þar og víðar á Egyptlandi voru söfn, sem ætluð voru til notk- unar fyrir prestana og aðra skrift- lærða. í heimildum er minnzt á slík söfn. Elzta skrifaða papýrus- blaðið er frá því um 2000 f. Kr. Frægasta safnið á Egyptalandi fyr- ir daga Ptólemeanna var kennt við Ramses II (1300-1230), sem Diodór- us frá Sikiley nefnir, hann skrifar um egypzk söfn um 10 f. Kr.: „Að egypzkir prestar hafi varðveitt gamlar og helgar bækur, með lýs- ingum konunganna....“ í þessum egypzku söfnum voru varðveitt helgirit, rit varðandi flatarmáls- fræði og stjörnufræði og annálar. Assýríumenn voru miklir safnarar og frægasta safn í Mesópótamíu var safn Assúrbanipals Assýríukonungs í Nín- íve. Þetta safn var grafið úr jörð af Englendingnum Layard um 1850. 1 safni þessu, sem nú er í British Museum, er að finna rit um sundurleitustu efni, stjörnufræði, trúfræði, sögu og orða- bækur og annála, ásamt ríkisskjölum. Bókaskrá var til yfir safnið og önnur skrá um eftirsóttustu bækurnar, en það bendir til þess að safnið hafi verið til almennra afnota. Hingað til hafa verið fundnar um 22.000 bækur. Þessar bæk- ur voru brenndar leirtöflur. í grísk- um og persneskum heimildum er Ass- úrbanipal lýst sem harðstjóra og ill- menni, síðustu heimildir benda til þess að hann hafi verið vel menntaður fag- urkeri og kvennabósi. Hann ríkir 668- 626. A nnars safns getur á þessum slóðum, sem var safn konunganna í Mari, en í því safni voru einkum varð- veitt skjöl, skráð á súmerísku og akka- dísku. Fundizt hafa um 22.000 töflur í rústum konungshallarinnar þar, en hún var eydd af Hammúrabí um 1800 f. Kr. í hofum og höllum Ugarit í Fönikíu hafa fundizt leirtöflur frá því á 15. öid f. Kr. Þessar töflur eða bækur fjalla einkum um læknisfræði og goðafræði. Snemma á öldum eru til skjalasöfn á Krít. Papýrusblað í skjalasafni í Knossos lýsir komu egypzks sendimanns til Byblos um 1080 f. Kr. Sendimaður þessi hefur af einhverjum ástæðum ekki fært furstanum þar gjafir, og honum er því neitað um áheyrn. Sendimanni er síðan sannað, að egypzkir sendi- menn hafi ætíð fært furstanum gjafir og málinu lýkur með því að gjöfum er lofað, 500 blöðum af papýrus. Bóka- og skjalasöfn voru á þessum tíma ýmist geymd í hofum eða kon- ungshöllum og fram til þessa hefur aðalsafnið í Tíbet verið varðveitt í Lama-hofinu í Lhassa. Meðal Azteka varðveittu prestarnir ríkisskjölin. Spán- verjar brenndu öll skjöl Azteka, álitu þau trúarlegs efnis, en þeir litu á trú- arbrögð Azteka sem hreina djöfladýrk- un. Söfn í Grikklandi og hinum griska heimi. F yrstu bókasafna getur í Grikk- landi á 6. öldinni við hirðir harðstjór- anna. Ahugi manna á kviðum þeim, sem kenndar eru við Hómer, og söfnun þeirra og fyrri alda bókmennta olli því að ýmsir harðstjóranna tóku að koma sér upp söfnum afskrifta. Pólý- Ég var einn þeirra lukk- unnar pam- fíla sem voru fjarri gráu gamni meðan kosningahríð- in gekk yfir ísland í síð- asta mánuði. Þegar heim kom fletti ég fjögurra vikna hlaða af íslenzkum dagblöð- um, og kannski hefur mér aldrei orðið það jafnáþreifanlegt og þá, hvílík ógnarleg sóun á fjármunum, vinnuafli, heilsu og andlegri orku svonefndur kosningaundirbúning- ur á íslandi er. Hann minnir einna helzt á skœða farsótt, sem fer sér hægt í byrjun, en magnast og margfaldast á skömmum tíma unz hún hefur lagt undir sig byggðir landsins og að mestu unnið bug á viðnámsþrótti og heilbrigðri skyn- semi landsmanna. Harðast leikur hún að sjálfsögðu stjórnmálamenn- ina og málgögn þeirra. Þegar kosningahitasóttin fer á þessa aðilja er sem náttúruöfl losni úr lœðingi og undur gerist ’ sálunum. Þá keppast menn hver um annan þveran við að lofsyngja eigin verðleika og dugnað, strengja ný og stór hevt, reisa skrautlega loftkastala, lofa gulli og grœnum skógum, níða œruna af andstœð- ingunum og sýna fram á að þeir séu duglausir, óþjóðhollir, spilltir og síngjarnir. Á hinn bóginn puua menn svo baki brotnu við að gleyma öllum gömlum loforðun- um, sem ekki var staðið við. Þetta útheimtir mikið hugvit og þolgœði. í kosningabaráttunni er það keppikefli allra flokka að þurrka út fortíðina eftir föngum og sann- fœra kjósendur um, að á kosn- ingadaginn hefjist önnur öld með nýjum mönnum eða eldri mönnum sem gengið hafi í endurnýjung líf- daganna. Þessi sama saga endur- tekur sig með fjögurra ára milli- bili — og samt verður aldrei nein teljandi breyting. 1 hæsta lagi að flokkur missi einn fulltrúa sem hann svo vinnur aftur í nœstu kosningum! Nú sé það fjarri mér að gera lít- ið úr lýðrœðislegum kosningum og gildi þeirra fyrir þroska og við- gang þjóðfélagsins. Mér virðist ein- ungis að heyja mœtti baráttuna um hylli kjósenda af ofurlítið meiri forsjá, meira viti og um- fram allt meiri virðingu fyrir dóm- greind þeirra. Við það mundu spar- ast ótaldar fúlgur fjármuna, marg- ar vinnustundir og mikil andleg orka. Hugsum okkur svo að öllum þeim fjármunum, orku og hug- kvœmni, sem sóað er í lítilsnýtan kosningaáróður, væri varið til þjóðnytjafyrirtœkja eins og skóla, barnaheimila, leikvalla, sjúkrahúsa, vísindastofnana, menningarstarf- semi eða verklegra framkvæmda. Mundi þjóðfélaginu og þegnum þess ekki vera miklu meiri fengur að því? Vitaskuld eru þetta draumórar! Stjórnmálamennirnir og málgögn þeirra munu að sjálfsögðu halda áfram að leika sinn fjárfreka skollaleik meðan kjósendur láta sér lynda að vera hafðir að leiks- oppum og undirmálslýð. Sigurður A. Magnússon. 6. júní 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.