Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1968, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1968, Blaðsíða 4
Björn Daníelsson, skólastjóri, rœðir við Jón Norðmann, bónda á Selnesi á Skaga — 3. hluti 1 að er margt sem fram kemur í spjalli okkar Jóns. Ýmislegt frá gleymdri og gamalli tíð. Hann er fjölfróður um yfirskilvitlega hluti og segir skemmtilega frá. Með sínum hógværa og látlausa hætti, fær hann mig til að fylgja sér um annarlega vofuheima, sem ég í fáfræði minni hélt að væru flestum týndir. Lág röddin og trúnaðartraustið gagnvart söguefninu og gagnvart viðmælanda gaf þessari kvöldstund, þegar við sátum í skrifstofunni minni, einhvern hljóðlátan, en þó kynngimagnaðan blæ af baðstofulífi fyrri alda, þegar allt var tínt tíl, sem mátti gleðja eða fræða söguþyrsta alþýðu. Og eftir að við höfðum þegið í kaffibolla og Jón tekið sinn vana- skammt í nefið, þá segir hann mér frá útburðinum í Hegranesi: — Á milli Hróarsdals og Kárastaða í Hegranesi er klöpp, sem við kölluð um Draugaklöpp. Við höfðum orðið vör við eitthvað óhreint í urð við klöppina. — Meðal annars var það eitt sinn, er við mamma vorum að koma úr kaupstaðaferð af Krófcnum. Þá var ég stráklingur, sennilega kringum 1910. Þá sáum við einhvern mórauð- an vindil skjótast undan hestunum, skömmu áður en við komum að urð- inni, en þegar þangað kom, stakk þetta sér niður í hana. Líkt þessu kom oftar fyrir. Svo var það í nóvember 1915, að ég labbaði í rökkrinu með nokkrar bækur út í Kárastaði. Ég hafði verið með þær að láni frá Sigurði Ólafs- syni, frænda mínum og vini. Við vor- um oft vanir að skiptast á bókum. Á Kárastöðum var lítil baðstofa og lág. Rúm voru með hliðum og náði súð niður að þeim. Sigurður var ekki heima, en tím- inn spjallaðist af hjá okkur engu að síður. Sé ég þá, að komið er að fjósatíma, svo ég þurfti að fara að hafa mig heim. En þá komu allt í einu í mig einhver ónot, þó ég væri enn inni í baðstofu og ég fann hvað- an þau stöfuðu. Þau streymdu til mín frá klöppinni og urðinni. Þar var eitthv.að sem vildi mér illt. Ég fann það. Og það var fleira sem var á hræringi þetta haustkvöld. Önnur ónotaleg taug lá til mín neðan frá Vötnum. Þar var eitthvað óhugna- legt, sem mér fannst liggja í leyni og vilja skapa mér voða. Þó fann ég að ekkert samband var milli þess- ara bölvilja, en leið mín þurfti að. liggja milli þeirra og það skapaði mér óróa. Þetta vildi sítja fyrír mér. Það var auð jörð, gott veður en örtungla. Ég tvístíg á baðstofugólf- inu og er að bræða það með mér, hvað ég skuli gera. Síðast spyr ég Sigurbjörgu systur mína (móður Sig- urðar og Einars), hvort Einar megi ekki fylgja mér suður fyrir merkin, en Draugaklöppin er aðeins norðan þeirra.x) Einar er strax til í að fylgja mér, og við leggjum af stað. En sam- fylgdin varð ekki löng. Strax er við komum suður fyrir túnið og yfir bæj- arlækinn, sem þar rennur, finnur Einar til slikra ónota, að hann treyst ist á engan hátt til að fara lengra, og reynir sem hann getur til að fá mig til að snúa við aftur. Við rædd- um þetta nokkra stund, en útkoman varð sú, að Einar fór til haka, en ég fylltist þráa og hét því, að aldrei skyldi ég snúa við, heldur færi ég einn hvað sem á dyndi. Það var afar dimmt til jarðarinnar og illt að sjá. Götuslóðir lágu hér og þar eftir þýfðum móum sunnan lækjarins. Og meðan ég er að pauf- ast þetta í myrkrinu, hugsa ég mér, að ég skulí fara neðan við klöppina og milli þessara tveggja vera, sem ég fann alltaf hvað leið. Mér fylgdi mórauður hundur, sem hét Tryggur og bar nafnið með rentu. Nú hafði hann fyrir nokkru horfið út í dimmuna. En snögglega kemur hann þjótandi, skjálfandi og smáýlfrandi af hræðslu og þorir hvergi að vera nema milli fóta mér, eða við tærnar á mér, svo ég átti óhægt um gang hans vegna. Varð ég hálf argur og fór að skamma greyið, en það þýddi lítið. Hann fór að vísu afturfyrir mig, en er svo nærri að ég finn lappirnar á honum við hæla mér og snúðinn í hnésbót- unum. Og svona morrum við áfram og er vist hvorugum rótt. Þá allt í einu heyrði ég þetta ó- skaplega hljóð, sem smaug gegnum merg og blóð. Ég hefi aldrei heyrt neitt því líkt, nema helzt í lómi, þetta var aðeins stórum sterkara og háværara, mér fannst fyrst sem það kæmi ofan úr loftinu, en það var ekki svo gott að átta sig á því, það var svo dul- magnað, og eins og það þrengdi að mér alls staðar frá. Ég hrekk auðvitað illa við, þó ég væri síður en svo óviðbúinn. En um leið kemur annað veinið, sízt minna, x) Sigurður Ólafsson, fræðimaður á Kárastöðum og Einar voru bræð- ur, synir Sigurbjargar systur Jóns Normanns. Einar dó úr lungnabólgu um tvítugt, mesti efnismaður. og strax á eftir hið þriðja og er það sýnu mest. Þá fæ ég greint að það kemur frá klöppinni — á ská suð- austur frá mér, þó ekki langt. Ónotin þutu í mig svo heiftarlega, að ég ætlaði að taka sprett, en það þýddi ekki, ég sídatt í móunum. Þá signdi ég mig, það róaði mig. Ég las líka faðirvorið og reyndi að ganga hægt. Sunnan við móana og neðan við klöppina tekur við mýri, sem ég verð að fara yfir. Þegar ég kem þangað, heyri ég að eitthvað er að spikka (svampa) í mýrinni, svo nú virtist mér sem allsstaðar væri vá fyrir stafni. En ég hugsa sem svo, að ekk- ert þýði að reyna að forðast þetta, heldur mæta því í drottins nafni. Þá sé ég glóra í eitthvað gráleitt rétt framundan mér, sé svo að þetta er hvít hryssa, kölluð Hrönn, sem faðir minn átti, vanalega þúfugæf. Öll hrossin okkar í Hróarsdal voru þarna í þéttum hnapp, ókyrr og frís- andi og snerust hvert um annað. Ég hafði snæri í vasanum og þótt- ist góður að ná Hrönn, hún var að visu stygg aldrei þessu vant, en ég náði henni samt, batt upp í hana, snaraðist á bak og hugðist ríða heim. En þegar ég var kominn á bak og skyldi þeysa af stað, var þetta bráð- viljuga hross ramstatt og hafðist með engu móti burt frá hinum hrossun- um hvaða ráðum sem ég beitti. Engu að síður fannst mér ég vera kominn í góðan félagsskap hjá blessuðum hrossunum, og ákvað, að frá þeim skyldi ég ekki víkja. Af baki Hrann ar færi ég ekki hvað sem á dyndi. Og þar sat ég og barði fótastokkinn. Allt í einu kveða við sömu óhugnan- legu ýifrin og fyrr, þrjú í röð, hvert á eftir öðru. Þau koma frá klöpp- inni með enn meiri ofsa og hryllingi en áður. Það var greinilegur illsku- hreimurinn í því síðasta. Við þessi ósköp trylltust hrossin og tóku á sprettinn heim eins og fætur gátu hraðast borið þau. Enn þann dag í dag skil ég ekki hvemig ég hékk á merinni, að hún skyldi ekki hnjóta á vegleysunni í brúnamyrkrinu á þessari ægifart. Þegar komið var á brúnina, fyrir ofan hesthúsið heima, kveða enn við þrjú hljóð í fjarska, samt voru þau greinileg. Og hrossin námu ekki stað ar fyrr en við hesthúsdyrnar. Og ég lét þau inn. — Og er þar með búin sagan? spyr ég, eiíthvað kanntu um tildrög þess- ara annarlegu áhrifa, sem á þig sóttu og hljóðanna sem þú heyrðir. — Kannske, sagði Jon og brosti hógværlega. Ég veit dálítið meira, það er ekki nóg, en mig grunar ýmislegt. Það var vorið eftir, eða 1916, að faðir minn og ég fórum út í Utanverðunes. Það var vinskapur milli heimilanna. Það voru foreldrar Jóns Ósmanns sem bjuggu þar, Magn ús Ámason og Sigurbjörg Guðmunds dóttir, sem m.a. var komin af þeim fræga manni séra Oddi á Miklabæ. Við riðum að vísu til Sauðárkróks, en það var á heimleiðinni, sem við komum í Nes, pabbi þurfti að hitta gömlu hjónin. Magnús var þá rúm- liggjandi, enda dó hann þá um sum- arið. Sigurbjörg hafði fótavist, hún dó 1919. Þeir spjölluðu margt saman karl- arnir, en á meðan gaf Sigurbjörg sig á tal við mig. Við ræddum meðal annars um dulræna hluti, og ég sagði henni söguna, sem þú hefur nú heyrt. Þá segir gamla konan við mig eitt- hvað á þessa leið: — Þegar ég var ung stúlka á Hafsteinsstöðum hjá afa mínum, og var að fara í fjósið á vetrarkvöld- um, þá kom það iðulega fyrir í svip- uðu veðri, að ég, og við fleiri, sáum ijós, rauðleitt flöktandi ljós, sem bar milli bæjanna Kárastaða og Hróars- dals, stundum var það kyrrt, en oft- ar flöktandi. Ég spurði afa hverju þetta sætti, en hann hafði líka séð það. (En sr. Gísli afi Sigurbjargar var kunnur í Hegranesi.) Aii sagði mér að það hefði fyrr- um verið altalað í Hegranesinu, að einmitt á þessum stað hefði förukona fætt barn í dul og grafið í urðina undir klöppinni nálægt aldamótun- um 1800, þá trúi ég Stóridómur hafi verið í gildi. — En hafa ekki fleiri en þú heyrt útburðarvælið?, spyr ég. — Ekki það ég veit, en Sigur- björg þessi var skýr kona og merk. — En hvernig var það, í upphafi þessa máls sagðistu hafa fundið ann- arleg áhrif streyma til þín frá Vötn- unum líka, hvaða skýringu gefurðu mér á þvi? — Það er önnur saga. Þau áhrif hurfu þegar hestamir tóku sprett- inn. Það stafaði frá manni sem drukk aði í Vesturósnum, það var sagt að hann lægi ekki kyrr. Frá honum komu áhrifin, sem fylltu mig óhug og geig heima í Kárastöðum. En þó var ég aldrei hræddur við voðann til þeirrar handar, pabbi hafði áður séð við því, hann kunni skil á ýmsu, sem öðrum var hulið. — Viltu ekki segja mér nánar af þessu, Jón? — Ekki núna, ég held að það sé 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. marz 196?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.