Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1968, Blaðsíða 10
FRÁ KALIFORNÍU TIL MEXICO H ið fyrsta, sem menn taka eft- ir, þegar komið er frá Bandaríkj- unum að landamærum Mexico er einkennileg og annarleg lykt, sem loðir svo við nærri alls staðar í Mexico. Ég fór með áætlunarbíl frá flotastöðinni í San Diego í Suður— Kaliforniu og dvaldi næturlan'gt í amerísku fyrirmyndarborginni Cal- exico áður en fara skyldi yfir landa- mærin næsta morgun. Calexico er í rauninni hluti mikíii stærri borgar, Mexicali, sem er Mexicomegin, en landamærin, sem aðskilja borgirnar, liggja þvert yfir aðalgötuna. Vatn- ið úr krönunum er hæft til drykkj- ar og garðávextir tilbúnir til átu í Calexieo, en svo er ábyggilega ekki í Mexicali. Greyhound—bílarn- ir í Calexico eru hreinlegir og þægi- legir, en strætisvagnarnir í Mexicali eru skítugir, daunillir og helzt lít- ur út fyrir, að þeir séu að grotna niður. Þetta er ein hlið málsins. Hins vegar virðast hamborgararnir og pylsurnar í Bandaríkjunum vera bragðlaus matur í samanburði. við sterkkryddaða og vandlega mat- reidda mexicanska sérrétti. Greinileg ur munur er á fólkinu. Ameríku- menn sýnast sótthreinsaðir hvað varð ar umgengni, vélamenningu og verzl- unarhætti svo að jaðrar við að vera ómennskt. Þrátt fyrir óþrifnaðinn, dauninn og almenna fátækt líta Mexicanar út fyrir að vera í meira jafnvægi og vera ánægðari og Ev- rópumanni finnst það að minnsta kosti — þeir eru mennskari og eðli- legri. Mexicali er þó víðast hvar ljót og leiðinleg borg. Þar búa um 65 þús- und manns. Hálfgerð eyðimörk um- lykur borgina, en mikilvægi hennar stafar fyrst og fremst af legu henn- ar sem landamæraborgar. Vegna hins háa gengis Bandarikjadollarsins og miklu lægra verðlags í Mexico er heilmikið um smygl frá suðri til norðurs. Meðan ég beið í 12 klst. eftir lest i Mexicali lét ég klippa mig fyrir 10 krónur, fyrsta mexi- canska máltíðin kostaði 15 krónur og þar sá ég fyrstu mexicönsku kvik myndina — fallegustu liti, sem ég hef séð — fyrir 5 krónur. Fyrstu áhrifin, sem ég varð fyrir í Mexico minntu mig á blöndu Mið—Austur- landa óg Íítils sveitaþorps í Sovét- ríkjunum. Frá Mexicali til annarrar stærstu borgar Mexico eru 2000 km — Guad- alajara — í suður, og þaðan eru enn 700 km til höfuðborgarinnar Mexico City. Ferðin til Guadalajara tekur um það bil 40 klst., en lest- in er þrifaleg og þægileg með veit- ingastað, vínstúku og svefnvögnum og er yfirleitt furðulega ódýrt að ferðast í Mexico. Leiðin liggur um eyðimerkur, djúp gil, skóga og kakt- ussvæði þar til komið er upp á há- sléttuna miklu þar sem megnið af þjóðinni býr. Um það bil helmingur farþeganna voru Mexicanar, hinir Bandaríkjamenn. Mexico er vinsælt ferðamannaland, sérstaklega meðal í- búa Kaliforniu. Frá Kaliforniu til Mexico Hætt er við því að það gleymist, að það voru Spánverjar, sem fyrst- ir fundu og námu land ekki einungis í Kaliforniu, heldur og á því svæði, sem nú heitir Arizona, Texas, CoIol- rado, New Mexico og meira að segja alla leið norður til Oregon og ekki eru mikið meira en 100 ár síðan þetta mikia landsvæði sameinaðist Bandaríkjunum. Ég varð hissa, þegar Ferðapistlar eftir Pétur Karlsson Mexikanar í þjáðbúningum Glæsilegar stórbyggingar í Mexico L-iíy, höfuðborg Mexico. Viða er fátæklegt um að litast eins og þessi mynd ber mcð sér. ég heyrði marga Bandaríkjamenn frá Kaliforniu tala sæmilega góða spænsku. Ferðafólkið í lestinni frá Bandaríkjunum var undarlegt sam- bland. Að undanskildum þremur mönnum, sem voru á leiðinni til Mexico til þess að tína greipaldin virtust flestir vera að flýja eitthvað, eða leita einhvers. E nn var Zen- Búddisti á leið til náttúrulækninga- hælis eins og í Hveragerði, þarna voru ungir meðlimir biblíufélags að fara til náms í tungum þeim, sem talaðar eru í Nýju Gíneu, norður af Ástralíu, aðrir litu helzt út fyrir að vera eiturlyfjaneytendur og einn eða tveir voru greinilega mjög hrifn- ir af sterka brennivíninu, sem búið er til úr kaktus, sem nefndur er Tekuila. Þetta voru samt sem áður vinjarnlegar manneskjur, sem vildu halda uppi samræðum og langaði mjög að heyra álit útlendings á stefnu Bandaríkjamanna í Viet Nam (sjálfir áttu þeir erfitt með að mynda sér skoðun). Varð mér þá hugsað til sumra persónanna í sög- um Steinbecks. Guadalajara er vel skipulögð borg með um það bil 750 þúsund íbúa. Stendur borgin í 1600 metra hæð, þar er ágætis loftslag, ekki of heitt. Spánverjar stofnuðu hana árið 1542. Þar eru mörg falleg torg, kirkjur og aðrar minjar um hina fallegu ný- lgndubyggingalist Spánverja. í ráð- húsinu eru nokkrar mjög lifandi freskómyndir á veggjum og eru þær eftir einn helzta listamann Mexico, Orozco, en aðal viðfangsefni hans er sjálfstæðisbaráttan snemma á 19. öld, en erfitt er að túlka hakakross- ana, hamrana og sigðirnar, sem ofn- ar eru í myndirnar. í Guadalajara er frægur gleriðnaður og þar er stór almenningsmarkaður þar sem bókstaf lega allt fæst. Sagt er, að þaðan séu „Mariaches" komnir, en þeir eru frægir farandmúsíkantar, hópar lúð- urþeytara, gítarleikara og söngvara, sem eru algeng sjón á kaffihúsum og gangstéttum víðs vegar í Mexico. Taiið er, að nafnið sé komið úr frönsku (eða ensku) „mariage“ (hjónavígsla), en slíkir flokkar voru fyrst hafðir sem skemmtiatriði í brúð- kaupsveizlum. Það var í þessari borg, sem mexicanska þjóðhetjan Hidalgo lýsti því yfir, að þrælahaidi væri aflétt í Mexico árið 1810 (nokkrúm árum áður en slíkt hið sama gerð- ist í USA). Meðan á þessari stuttu dvöl minni í Guadalajara stóð vakti það undrun mína, að á einni og sömu sýningu voru þrjár rússneskar kvikmyndir — Svanavatnið, Otello og Trönurnar fljúga — en því miður dró það úr ánægjunni undir míðri sýningu, að vélabilun varð og ennfremur það, að mjálmandi köttur gekk yfir sætin allt kvöldið. Frá Guadalajara ekur svefnvagn- inn til Mexico City á u.þ.b. 12 klst. og fer þá um leið 800 metra upp á við þar til komið er upp í 2200 metra hæð. Þrátt fyrir þessa miklu hæð miðhásléttu Mexico sjást ennþá hærri fjallatindar gnæfa til himins. Hér varð ég fyrst fyrir þeim dular- áhrifum, sem þetta hrífandi land er svo þrungið af. f hálfrökkri morgun- skímunnar lék margvísleg lögun kaktusanna á imyndunaraflið. Hér og hvar sást einmanaleg vera með stóran stráhatt, vafin í ábreiðu, því að hér er kalt um nætur. Þar var kannski asni, eða þá hundur að klóra sér. Annars sást varla lífs- mark fyrr en jaðar höfuðborgarinn- ar birtist. Framhald síðar. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. marz 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.