Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.1968, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.1968, Blaðsíða 6
ISLENDMGUR æfla ég mér að verða VIDTAL VIÐ MOLLY KENNEDY Molly Kennedy Þegar óperan Apótekarinn var sýnd í Tjarnarbæ siðastliðið vor, var þess getið í fréttum, að búninga hefði teikn- að og saumað Molly Kennedy. Það var ekki einiungis þetta valinkunna ættar- nafn, sem athygli mína vakti — það er eininig forvitnilegt_ og fréttnæmt, þiigar leikhúslífi okkar íslendinga bætist nýr starfskraftur. Og það kemur í Ijós, að Molly Kennedy er írsk — sem sagt ná- skyld okkur íslendingum, en ekki vill hún kainnast við skyldleika við Kenn- eyd-fjölgkylduna í Bandaríkjunuim; þedr eru ættaðir frá Suður-írlandi, seigir hún mér, sjálf_ er hún frá héraðinu Armagh í Norður-írlandi. Molly Kennedy stundaði háskólanám í Bandaríkjunum og lagði þar stund á listasögu, hélt síðan aftur' heim til ír- lands þar sem hún hlaut styrk til náms í Tónlistar- og leiklistarskóla Dublin- borgar — The School of Music and Drama. Að námi loknu þar, stofnaði hún eigið fyrirtæki þar sem hún fram- leiddi táningaföt; fyrirtækið stóð í blóma, þegar hún gerði út hingað sína fyrstu för og sú för varð henni örlaga- rík. Hún er nú heitbundin Kristni Jó- hannessyni, stud.. mag. og er þegar orð- in sannari íslendingur en margur, sem hér hefur slitið barnsskónum. — Nú orðið finnst mér, að ég hafi alltaf átt hér heima, segir Molly, mér finnst ég alls ekki vera meðal útlend- inga hér á íslandi. Íslendingum svipar mikiu meira til íra en annarra Norður- landabúa, næstum hver einasti maður, sem ég mæti á götu, gæti vierið fri, og það er ekki einasta rauði háraliturinn, það er andlitsfall og yfirbragð allt. Og það er líka furðulegt, að hér á Íslandi hef ég lært meira um forn örlög Kelta en ég lærði heima á írlandi, ég vissi ekki, að saga þessara tveggjia þjóða væri svo samofin. Mér er sérlega hug- ieikin sagan um Melkorku — vissulega halda s-umir því fram, að hún hafi aldrei verið til, en það finnst mér ákaf- lega órómantísk afstaða. Og þegar ég er orðin íslenzkur ríkiisborgari og þarf að velja mér íslenzfct nafn, liggur þá ekki beinast við, að ég taki mér nafnið Mel- korka? Táningaföt, sem Molly Kennedy teiknaði og framleiddi í fyrirtæki sínu í Dublin. Faðir minn heitir Howard, svo að ég mundi þá heita Melkorka Hávarðardótt ír. Þannig gæti ég haldið í mína írsku arfieifð run leið og ég garist íslending- ur. — Finnst þér ekkert ógeðfellt að þurfa að skipta um nafn, jafnvel þótt þú veldir þér svo hljómfagurt nafn sem Melkorka? — Ég er ekkert að velta vöngum yfir því, hvort lögin eru óviðkuinnanleg eða óréttlát. Um liaið og ég gerist Islend- ingur, tek ég öl-lium afleiðingum af þvi, hverjar sem þær eru. — Var starfið við ópeiruna fyrsta starf þitt hér á iandi. — Hið fyrsta og eina enn sem komið er. Það er erfitt fyrir útlendinga að fá atvinnu hér á landi um þessar mundir og það er auðvitað skiljanlegt, að í þess- um lefnum verður fyrst og fremst að gæta hagsmuna Íslendinga, ein helzt lang -ar mig til að fá að istarfa að sérgrein minni. Eiginlegt leikhússtarf hef ég ekki unnið áð-ur, þó að ég hafi lært til þess; í l'eiklistarskólanum í Dublin vorum við látin teikn-a búninga fyrir ýmis leikrit. Þar teiknaði ég m.a. búninga fyrir Tú- skildingsóperuna eftir Brecht. Þetta starf í Tjarnarbæ fékk ég fyrir einskæra tilviljun. Ég hljóp í skarðið fyrir annan með tveggja vikna fyrir- vara og bæði teikn-aði og sau-maði bún- ingan-a sjálf. Það voru 14 búningar í allt auk ýmissa smáatriða, svo að þetta var kapphl-aup við tíma-nn, en ég var svo ánægð yfir að fá að vinna að þessu, að ég taldi það ekki eftir mér. Og það var líka sérl-ega gaman að vinna að óperu — þær krefjast yfirleitt íburð- armiki-lla og litskrúðugra búninga. í Apótekaranuim lagði ég áherzlu á bleik-a, fjólubláa og ljósbláa liti og í samræmi við það ákvað leikstjórinn að baksvið skyldi vera ljósíjólublátt - leik- stjórinn, Eyvindur Erlendsson, teiknaði sjálfur leikmyndim-ar og þetta er enm eitt skemimtil-egt sérk-enni á íslenzku þjóðlífi — hé-r verður hver einstakl- ingur að ve-ra sérfræðin-gur í mörgu, — fámennið Skapar fjölhæfini í hverj- um manni. Svo var ég a-uðvitað viðstödd hverja æfingu á óperunni, því að maður verð- ur að fylgja búningunum eftir, ef svo má segja, fullviss-a sig um, að þeir falli inn í heildarmyndina og mörg smáatriði þarf að athuga — þ-að getur til dæmis v-erið aflei-tt fyrir 1-eikar-ann, ef hann á að stingia heindinin-i í v-asann, að upp- götva svo, að vasann vantar á flikina. Búningateiknari verður að skýrgr-eina markmið höfu-nidairins. Absúrd- leikihús krefst súrrealistískrar umgerðar — dæmi: Sköllótta söngkonan eftir Ionesco og í Naighyrn.ing.unum myn-di ég klæða leikara-na líkt og strengbrúður. í Túskildingsóperun-ni -hæð-ist Brechit að þjóðfél'ag-sformi m-eð því að nota velþekktar týpur sem ytra form persón- anna — þar s-em svo innri maður þeirra er í algjörri andstöðu við ytra borðið. Breoht gef-ur ei-nnig fyrirm-æli um að sýn-a heiti texta og atriða á upplýstri töfl-u og fær þan-nig f-ram eins-konar gervil-ífsmynd — vitun.d um ýfctan raun- veruleik. Ég reyndi að aufca þessi á- hrif með því að nota skæra gru-nnliti — likt' og litskærir trédátar — og auka hæðnina með því að leggja áherzlu á sénken-ni hinnar ytri persón-ugerðar. En maður verð-ur alla tíð að hafa augun opin, ég fer á söfn og 1-eiksýn- in-gar tiil að læra; al-lt sem orkar á sjón- ina getur fyrr eða síðar komið manni að gagni, ef maður gerir sér far um að gkilgrei-na áhrif, sem mað-u-r verðu-r fyrir. Það er ekki nægilegt að vera ve-1 að sér í listaisögunni og ýmsum tíma- skeiðum h-en-nar, ef maður 1-eggur ekkert til sjálfur. — Og fyrirtækið í Dublin? — Meðan ég stund-aði nám í The Söhool of M-usic and Draima í Duiblin, ætlaði ég mé-r eimnig að lær-a meira í 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. júlí 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.