Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1970, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1970, Blaðsíða 1
Matthías Johannessen í GESTA GRIÐUM 7^0 Nokkur orð um Grím Thomsen í minningarskyni í einu síðasta Reykjavíkur- bréfi sem Bjami Benediktsson skrifaði í Morgunblaðið, segir hann m.a.: „Eins og á stóð var skiljan- legt, að lítill þjóðhátíðarbrag- ur væri yfir Reykjavík hinn 17. júní að þessu sinni. Svo var einnig yfir dagblöðunum, þar á meðal Morgunblaðinu. E.t.v. skýrist þetta af því, að menn verði þreyttir á því að segja ætið hið sama og óttist að of- metta lesendur á stöðugum frá- sögnum af því, sem áður gerð- ist og varð tilefni þess, að þjóð hátíð er haldin. Hugsi menn svo, þá er því gleymt, að ætíð bætast nýir í hópinn og að gamla atburði verður að skoða í ljósi líðandi tíma. Sennilega hefur það verið tilviljun, að Morgunblaðið skyldi hinn 17. júní birta mynd af Grími Thomsen, en ekki Jóni Sigurðs syni. Grims var ekki minnzt þegar hann átti 150 ára afmæli, fyrir rúmum mánuði, þ.e. hinn 15. maí s.l. Grímur var þó eitt bezta og rammíslenzkasta skáld, ekki einungis á síðustu öld, heldur um allar aldir ís- landsbyggðar. Enn hafa hon- um engan veginn verið gerð þau skil, er honum ber. Haft hefur verið á orði, að ýms ir mætir menn hafi verið að safna drögum að ævisögu hanis. En ekkert hefur orðið úr því, að sú aaga birtist. Sannarlega væri þó fróðlegt að fá úr því skorið, hvort Grímur hafi kom- izt til jafn mikilla valda í Dan- mörku og sumir hafa haldið fram. Um þetta hljóta að vera til öruggar heimildir. Ef ekki, þá er um að ræða ýkjur í hug- myndum manna hér, ýkjur sem þarf að leiðrétta. En 17. júní er hollt að minniast þess að þeir Jón Sigurðsson og Grímur Thomsen þóttu lengi vera litlir vinir. Á æskuárum sínum var Grímur þó um hríð viðriðinn útgáfu Nýrra félags- rita undir forystu Jóns. Síðar beindist hugur hans að öðru. Eftir að hann settist hér að var hann talinn í hópi and- stæðinga Jóns. Þess vegna var það, að þegar Grímur kom í jarðarför Jóns á gráum frakka, kvað Matthías Jochumsson. Grímur fylgdi á gráum kufli gamla Jóni hreysiköttur konungsljóni. Á þessum árum var Grímur talinn dansklundaður og þar með lítill íslendingur. Nú á dög um kemur engum til hugar að segja slíkt. Stjómmálaskoðandr Jóns Sigurðssonar og Gríms Thomsen voru vafalaust harla ólíkar. Jón Sigurðsson hafði óendanlega meiri þýðingu fyr- ir frelsi íslands og var miklu betur að sér í sögu þjóðarinn- ar. Grímur var hins vegar bet- ur menntaður á alþjóðlega vísu og miklu víðförulli. Báðir voru dæmi þess, hvern ig gerólíkir menn geta verið jafngóðir íslendingar og lifað þannig, að aðrir mega vera stoltir af að teljast til sömu þjóðar." (21. júní s.l.). Ekki er þó ætlun mín með þeim drögum sem hér fara á eftir að gera neina viðhlítandi bragarbót, enida er ævisögu Gríms Thomsens betur borgið í traustari höndum. Andrés Björnsson hefur í sínum stop- ulu frístundum unnið að heim- ildakönnun á ævi Gríms og störfum, enda handgenginn hvoru tveggja af löngum kynn um eins og fram hefur komið. En ævi Gríms er viðburðarík- ari en svo að henni verði gerð skil án mikilla rann9Ókma. Vart er unnt að skilja eða túlka sum merkustu ljóða Gríms Thomsens án þess að vita nokkur deili á ævistarfi hans, og á það ekki sízt við um söguljóð eins og Á Glæsi- völlum. Ég hef áður ritað grein arkorn um það efnd, en tel nú ástæðu til að bæta þar nokkuð um, í minningarskyni við Bjarna Benediktsson, sem framar öðrum á okkar dögum lifði þannig „að aðrir mega

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.