Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1972, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1972, Blaðsíða 1
Ræða flutt á Skálholtshátíð 25. júlí 1971. uigur hvers tslendings, er kemur i þessa fögru endurreistu dómkirkju Skáiholts, hlýtur að fyUast lotningu. Hvergi á Islandi, uitan Þing- vaBa einna, hefur gerzt meiri saga en á þessu íoma biskupssetri, og hvergi annars staðar eru minningamar sterkari bæði um andlega reisn hinnar íslenzku þjóðar og hina dýpstu niður- lægingu. Og er ég stend hér minnist ég fyrstu ferðar minnar til Skálholts, þegar ég kom hingað bam að aldri til messu í fylgd með sæmdarklerkn- um séra Biriki á Torfastöðum, einn regnvot- an sunnudag um þetta leyti árs. Þótt hér væri þá aðeins lítil sóknarkirkja og hus öil lágreist og sviplítil, varð ég djúpt snortinn af söguhelgi staðarins, og þvi sem þar var enn að sjá af gömlum minjum, einkum legsteánum biskup- anna undir fátæklegu gólfi kirkjunnar. Æ síðan hefur mér fundizt Skálholt einn tiikomumesti staður á landinu. En nú hafa enn orðið umskipti á högum Skálholtsstaðar, í stað fátæklegrar annexíu er hér risin ein af höfuðkirkjum þjóðarinnar, og stefnt er að uppbyggingu staðarins sem and- legrar miðstöðvar íslenzkrar karkju. Öll hljótum vér að vona, að það megi vel takast. Hitt er öllum væntanlega jafn ljóst, að glæstar og fagrar byggingar, þótt góðar séu í sjálfu sér, munu ekki einar nægja til þess, að Skálholt hljóti að nýju áhrifasess í íslenzku þjóðlífi. Ef veglegur ytri rammi skipti þar sköp- um, ætti oss nútímamenn sizt að vanta efni tii andlegra afreka. Og sannleikurinn er þvi miður sá, að með vaxandi veraldlegri velgengni gefast fleiri og fleiri tilefni til þess að efast um nána samfylgni efnahagslegs framgangs og andlegrar grózku. Og það sem verra er: vér eigum ekki kost á neinum þeim mælikvarða, er aigilt og óyggjandi meti, hvort verk vor leiði til framfara eða ekki. Mér hefur frá þessu sjónarmdði oft verið hugsað til endaioka bisikupsstóis hér í Skálholti. Fáir atburðir virðast vitna betur um umkomu- leysi íslendinga eftir móðuharðindin en hin skyndilega ákvörðun, er tekin var árið 1785, um að flytja biskupssetrið og skólann burt frá Skál’holti og selja hinar miklu eignir, sem að Skálholtsstól höfðu safnazt á meira en sjö öld- um. Að vísu sat Hannes Finnsson biskup áfram I Skálholti, þar sem hann keypti jörðina til ábúðar, en eftir þetta voru dagar staðarins senn taldir sem biskupsseturs. Og fáum árum síðar var hin gamla dómkirkja rifin og fornir dýr- gripir staðarins tvístruðust eða glötuðust með öllu. Oss, sem nú lifum, gengur að vonum illa að ski'lja viðbrögð manna við þeirri ákvörðun stjórnarinnar að leggja niður biskupssetrið í Skálholti og skóiann, og flytja hvort tveggja til Reykjavikur. Verður ekki séð að neinn hafi hreyft alvarlegum andmælum gegn þessum ráð- stöfunum, svo róttækar sem þær þó voru. Ekki verður það notað tii skýringar á þessu tómlæti, að fsiendingar hafi þá verið orðnir svo skeyt- ingarlausir um sögu sína, að þeir kynnu ekki skii á sögufrægð Skálholts né myndu þau orð Gissurar ísleifssonar, er hann gaf kirkjunni föðurleifð sína, „að þar skyldi ávafflt biskups- stóll vera meðan ísiand er byggt og kristni má Skálholtsstaður árið 1772. Myndin er eftir teikningu J. Cleveley's yngra, sem var í fylgd nieð Josef Banks í íslandsferð hans. Myndin til vinstri: Hannes Finns- son, biskup í Skálholti. í Skálholti. Hvítá og Vörðulfll i haksýn. 13. tbl. 9. april 1972, 4 7 JÓHANNES NORDAL TVENN TÍMAMÓT Djúpstæðar þjóðfélagsbreytiiigar framundan ekki síður en í lok 18. aldar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.