Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 10
 < ' ''s'. Á myndinni til vinstri sést kirkjan eins og hún var, há og reisuleg vegna þess að hún stéð á samkomusalnum. En nú, þegar hún hefur verið brotin niður að mestu leyti, er því líkast að hún hafi orðið fyrir sprengjuárás. EIIVS 06 MIMISMERKI II STRÍÐ Þeir, sem farið hafa um Hornafjörð með augun opin fyrir allri þeirri dýrð, sem þar er að sjá, hafa áreiðanlega tekið eftir steinkirkju á bökkum Laxár. Hún var fremur háreist miðað við stærð og kom það til af því, að hún var í rauninni tveggja hæða hús. Á neðri hæðinni, sem að vísu var að verulegu leyti i jörðu, var samkomu- hús og hefur sú tilhögun verið næsta fátíð, ef ekki einsdæmi. Þeir, sem leið eiga um hringveginn á sumri kom- anda munu þó verða af því að sjá þessa snotru steinkirkju. Hún hefur verið brotin niður, enda búið að reisa nýtízku- lega kirkju heima á prestsetr- inu í Bjarnanesi. Gamla kirkj- an hefur þó ekki verið brotin niður að öllu leyti; eftir gafl og hluti af veggjum. Þessi afgangur er því likastur, að kirkjan hefði orðið fyrir sprengju. Þetta minnir á frægar rústir kirkju einnar i Vestur-Berlín, sem hrundi að miklu leyti i lokauppgjöri siðari heims- styrjaldarinnar. í stað þess að brjóta leifar kirkjunnar niður, voru þær látnar standa sem minnismerki um stríðið og eyðileggingu þess. Leifarnar af Bjarnaneskirkju á bökkum Laxár í Hornafirði minna ein- mitt á þessa þýzku kirkju. Einn af vistmönnum á Hrafnistu, Gísli Sigjónsson frá Fornustekkum, er þessari niðurbrotnu kirkju vel kunn- ur. Hann segir svo frá: Bjarnanes er prestssetur i Hornafirði. Þarstóð, þegarég fyrst man eftir, gömul kirkja, sem sagt var að byggt hefði kirkjusmiður, Páll að nafni. Þegar þessi kirkja var hrörn- uð svo, að hún þótti ekki lengur hæfa sinu hlutverki, var reist önnur í hennar stað. Sú kirkja var stað sett úti við Laxá. Sá, sem stóð fyrir þeirri byggingu eða var þar yfir- smiður, hét Jens Eyjólfsson og var úr Reykjavík. IVIeð honum var múrarameistari, sem Kornelíus hét, Sig- mundsson. Þessir menn báðir höfðu aðsetur og aðhlynn- ingu heima á Fornustekkum meðan á kirkjusmíðinni stóð. Kirkjan var byggð með nokkuð sérstæðum hætti, því á neðsta gólfi hennar var samkomusalur, sem notaður var til skemmtanahalds og annarrar þeirrar almennings- þjónustu og félagsstarfsemi, sem talsvert veraldarvafstur fylgdi. Samkomuhús var þá ekkert til í sveitinni, sem nothæft taldist, og þótti þetta hin ákjósanlegasta lausn þess máls. Presturinn, séra Bene- dikt Eyjólfsson, mun hafa verið fullkomlega samþykk- ur þessari ákvörðun. Kirkjan var fallegt hús, háreist og vel formað. Segja má, að sam- komusalurinn hafi verið eins og nokkurs konar hæð, sem kirkjuhúsið stóð á, og turna þess þar af leiðandi borið hærra móti loftsins lindum. Söngloft var í kirkjunni og jafnan haldið uppi góðum kirkjusöng. Aldrei vissi ég til, að neinn árekstur yrði milli þeirrar starfsemi, sem fram fór á efri hæðum kirkjunnar og hinnar, sem markaður var bás á neðsta gólfi. Hin glaða ver- aldarhyggja, sem þar átti at- hvarf sitt, truflaði á engan hátt andaktina hið efra. Og ekki heyrði ég um það talað, að Hornfirðingar teldu þessa skipan mála gefa tilefni til vandlætingar. Kirkjulífið var gott og kirkjunni vel við haldið og að henni hlynnt. Ungmennafélagið Máni hélt uppi mikilli félagsstarfsemi, meðal annars gaf það út sveitablað, sem nefnt var Vísir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.