Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1974, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1974, Blaðsíða 6
Hér er Elín með refla af ýmsum gerðum. Hún lærði vefnað hjá Karólínu. Áklæði og reflar frá Vefnaðarstofu Karólinu Guð- mundsdóttur: Salúnvefnaður og rósaband. SÖMU HÖGGIN ALLAN DAGINN Hjá íslenzkum heimilisiðnaði í Hafnarstræti hanga saman veggplattar frá Tove Kjarval og Robin Lökken og refill frá Elinu í Vefnaðarstofu Karólinu. Rætt við Elínu Björnsdóttur í Vefnaðarstofu Karólínu Guðmundsdóttur Hulda Gunnlaugsdóttir við vefstólinn. VEFNAÐARSTOFA Karólínu Guðmundsdóttur við Ásvallagötu lOa hefur lengi verið vel þekkt hér í borg, og margir munu hafa átt þangað erindi, þegar útvega skyldi eitthvað, sem að vefnaði eða hannyrðum laut. Þangað brugðum við okkur á dögunum og hittum að máli Elínu Björnsdóttur, sem tók við rekstri stofnunnar. frá áramótunum 1972—73 af frænku sinni. „Ég lærði vefnað hjá Karólínu,“ segir Elin, „byrjaði fyrir 30 árum, þegar ég kom sem unglingur til bæjarins og vann þá á sumrin, en hef siðan unnið hér samfleytt frá árinu 1952. Nú vinnum við hér tvær, við Hulda Gunnlaugsdóttir, sem er búin að vera hér lengi og er mjög góður vefari. Starfið er bæði fjölbreytt og skemmtilegt, en oft erfitt. Við erum stundum að slá sömu höggin allan daginn. Sérstaklega þurfum við að taka á, þegar við erum að vefa áklæði, því það þarf að vera þétt. En þegar maður er búinn að sitja við stólinn, er oft eins og maður komist i „stuð“ og getur ekki hætt. Ég hef Iíka oft orðið vör við það, þegar fólk kemur bingað, sem hefur ofið eitthvað á yngri árum, þá langar það til að komast aftur í stólinn — líklega bua þessir vef- stólar yfir einhverju seiðmagni, sem við kunnum ekki skil á. Áður fyrr tíðkaðist það mjög, að karl- menn sæju um vefnað á heimil- unum, enda þótti vaðmálsvefn- aður erfiður, en nú er slikt held ég óþekkt hér. Ég man þó eftir einum manni frá Vestmanna- eyjum, sem tók að sérvefnað hérí Reykjavík, en það er nú iiðin tfð.“ Við sitjum í afgreiðslunni og 7 kringum okkur getur að líta margt fallegra muna. Þarna eru veggteppi og útsaumaðar myndir á veggjum, púðaborð, reflar af ýmsum stærðum og gerðum, værðarvoðir, treflar, tuðrur, kjólaefni, áklæði ogdigrir strang- ar af java. Allt er þetta handofin vara úr íslenzku ullinni okkar rómuðu. „Við vefum mikið úr java fyrir skóla og útvegum í hann mynztur og garn til útsaums, sömuleiðis ýmsar vörur í minjagripa- verzlanir ogalltaf ermeira en nóg að gera, þar sem við erum bara tvær, en það er erfitt að fá vefara til starfa. Garnið, sem við notum til sauma, er mest fjórþætt kamb- garn frá Gefjun, sem sérstaklega er unnið fyrir okkur, en við vefum oftast úr því þríþættu. Við vefum lfka rya-botna og notum Grettisgarn til að sauma i þá. Sömuleiðis vefum við áklæði eftir pöntun. Fólki finnst oft gaman að velja liti og 'mynztur sjálft„Hvaðan fáið þið hug- myndir í mynztrin?". „Þau eru bæði fengin úr Þjóð- minjasafninu og af gömlum myndum og svo fikrum við okkur áfram með eigin mynsturgerð. I reflunum er salúnvefnaður og rósaband, sem gefa tilefni til mikillar fjölbreytni. Og svo erum við svolítið að breyta til frá gömlum hefðbundnum mynstrum fyrir ungt fólk. Það er skemmti- legt að reyna eitthvað nýtt, þegar tími gefst til. í tilefni af 11 hundruð ára afmælinu erum við t.d. að vefa svuntur við íslenzka þjóðbúninginn úr tvisti og ull, og ég hef satt að segja mestan áhuga á þeim núna.“ Ég minnist þess, að fyrir löngu heyrði ég, að Júlíana Sveins- dóttir, sú ágæta lista-og vefnaðar- kona, gæti ofið allt að 8 metra á dag og fannst mikið tilþess koma, jafnvel svo að ég átti bágt með að trúa og spyr því Elínu, hvort það sé mögulegt. Hún hlær við og segir: „Jú, jú, og jafnvel meira. Það fer eftir m því, hvað breitt er í stólnum og hversu þétt er ofið.“ Og þá kemur á daginn, að Sigurveig Sveinsdóttir, móðir Elínar, var systir Júlíönu, svo að hún á vissu- lega ekki langt að sækja fimi sína og hæfileika við vefnaðinn. „Mér finnst það tilvalið,“ segir Elín, „að endurvekja áhuga fólks á íslenzka þjóðbúningnum á þessu ári, ég hef reyndar heyrt, að Heimilisiðnaðarfélagið ætli að gangast fyrir námskeiði, þar sem gefnar verða leiðbeiningar við gerð hans, og er vissulega ástæða til að fagna því. Það er ekki sama, hvernig á þessu er haldið.-Ekki má vikja of mikið frá gamalli hefð í þessum efnum, þótt gaman væri að breyta svolitið til. Ég man t.d. eftir því, að móðir mín og Júlíana áttu mislita upphluti, önnur átti rauðan og hin bláan, — sem sé fánalitirnir. Þetta var í kringum 1907 og þá voru slíkir búningar töluvert algengir.“ H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.