Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1976, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1976, Blaðsíða 12
4 miskunn er það fyrsta sem Nokkur föng Halidórs Laxness deyr í vondu ári „Nítján þjófar höfðu verið brennimerktir á Rángárvöllum f vetur og einn heingdur.“ (fslandsklukkan, bls. 74.) II. „Guðs berja hælunum í þakið.“ í þessum kafla íslands- klukkunnar hefst frásögn- in af tónaranum á þessa leið: „Fáráðlíngur nokkur stóð uppá húsburst og lék ömurlega list sem hann kallaði að kveða drundrim- ur fyrir fólk, og kostaði skildfng." (tslands- klukkan, bls. 74.) Rétt er að geta þess að hið svonefna „Markúsar- guðspjall í Miðhúsum til mága sinna“ er upprunnið úr Skraparotsprédikun, gamanræðu „sem flutt var á svokallaðri Herranótt í Skálholtsskóla á 18. öld.“ (Blanda, VII. bindi, bls. 59—69. Skarparotsprédik- un. Með athugasemd eftir Lárus Sigurbjörnsson.) Hér á eftir verða rakin nokkur dæmi um tengsl fimmta kafla við þetta og annað efni. i. „í Árnessýslu á þessum vetri voru markaðir og hýddir nær 20 þjófar." (Annálar 1400—1800, IV. bindi, bls. 168. Setbergsannáll, ár 1701.) ✓ í 5. og 7. kafla Islandsklukkunnar Eiríkur Jónsson tók saman Fimmti kafli íslands- klukkunnar á sér enga beina sögulega fyrirmynd. Eigi að síður styðst Halldór Laxness þar við ýmislegt úr munnmælum og bókum. I grein dr. Peter Hallberg „íslandsklukkan í smíðum“ (Landsbóka- safn tslands. Árbók 1955—1956) segir Hall- berg m.a. um handrit Hall- dórs Laxness að tslands- klukkunni: „Að öðrum þjóðlegum fróðleik hefur Ilalldór stundum innt móður sína: „Spyrja mömmu um þulu „Eyva tónara“: Músin hljóp á altarið og beit í kertið.“ En sú þula er með þeim skringilega skáldskap, sem „tónari“ einn hefur yfir í fimmta kafla Klukk- unnar.“ í bók Halldóru B. Björnsson: „Jörð í álögum. Þættir úr byggðum Hval- fjarðar“, Reykjavík 1969, er þáttur um „Eyva tónara“, en hann hét réttu nafni Eyjólfur Sigurðsson og var fæddur í Botni í Hvalfirði 1829. í þessari bók Halldóru B. Björnsson er að finna það, sem Halldór Laxness notar í þennan kafla íslands- klukkunnar eftir „Eyva tónara“. I grein er Klemens Jóns- son landritari ritaði í tíma- ritið Blöndu og nefnist „Einkennilegt fólk“, segir svo um „Eyva tónara“: „Marga fleiri einkennilega menn og konur mætti nefna, ..., Eyfa tónara, sem ekki átti hér heima, en kom hingað á hverju sumri; var vfst ættaður ofan af Hvalfjarðarströnd; hann hermdi svo vel eftir ýmsum prestum, bæði er þeir voru fyrir altarinu og í stólnum, svo það var hrein og bein ánægja að hlusta á hann, og var hann þó sjálfur ankanalegur, bæði í fasi og málfæri." (Blanda, II. bindi, bls. 208.) Vera má og, að tónari íslandsklukkunnar hafi einnig fengið drætti frá Halldóri Hómer er frá seg- ir í tímaritinu Grímu (XXIV. bindi, bls. 60—72). Bæði er að Halldór Hómer tónaði gjarnan „Markúsar- guðspjall í Miðhúsum til mága sinna“ eins og tónari íslandsklukkunnar, svo og var ýmislegt í háttum hans, er minnir á tón- arann. Má sem dæmi nefna, að: „Það var eitt sinn að kvöldlagi, að þeir félagar settu tréskó á Hall- dór og keyptu hann til að klifra upp á mæni á húsi Tuliniusar kaupmanns, ...; skyldi Halldór setjast klofvega á mæninn og „Pistilinn skrifaöi Magnús í Miðhúsum til mága sinna: Ég á mér tvær dætur og tvær hvalsmjölstunnur og gef hvorri þeirra i heimamund eina hvalsmjörstunnu. Hver sem svívirðir mínar dætur á jólum mun ekki sjá þeirra dýrð á páskum.“ (Halldóra B. Björnsson: Jörð i álögum. Þættir úr byggðum Hval- fjarðar, Reykjavík 1969, bls. 124. tJr þulum Eyjólfs tónara.) „Tónarinn lét færa sig i reið- hempu af kvenmanni og tónaði með rödd Skálholtsbiskups gegn einum þorsktálknum hörðum svo- kallað Markúsarguðspjall í Mið- húsum til mága sinna, um tvær dætur og tvær hvalsmjörstunnur: hver sem svivirðir mínar dætur á jólum mun ekki fá að sjá dýrð þeirra á pásku-u-m.“ III. „Músin hljóp um altarið og beit í kertið og sagði hæina hó með litlar lappir og lifrauða skó. Viðrini veit ég mig vera vesenis tesenis tera hallara stallara stötinn himbriminn hljóðar á fótinn." (Halldóra B. Björnsson: Jörð í álögum. Þættir úr byggðum Hval- fjarðar, Reykjavik 1969, bls. 124. Úr þulum Eyjólfs tónara.) „Siðan tónaði hann með rödd Hólabiskups, músin hljóp á altarið og beit í kertið með lánga rófu og lifrauða sko-o-ó. Og með rödd sjálfs sfn: Vesenis tesenis tera viðrini veit ég mig vera, hallara stallara stótinn himbriminn hljóðar í fo-o-óti-inn.“ (tslandsklukkan, bls. 74—75.) IV. „Aðra ritgjörð hefir Jón Marteinsson samið um allskonar undur á íslandi. ... Þar eru sögur um . .. skrítna veiðiaðferð í ölvesi. Maður, er kallaður var Gæru-Brinki, sagði sögu þessa undir borðum I Skálholti: Þegar kýr vaða um flóa og keldur í ölfusi hanga stundum laxar við spena þeirra og er hægt að ná þeim, laxarnir sjúga kýrnar út í vatninu, en eru stundum ekki búnir að fá nægju sina og hanga við, þegar kýrin fer upp úr for- æðinu.“ (Þorvaldur Thoroddsen: Landfræðisaga íslands II. bindi, bls. 330.) „En daginn undir kvöld þegar hún var komin austurað Ölfusá revndist alt satt sem hún hafði frétt sunnan heiðar: ... Einn flakkarinn sagðist hafa reynt að biðja um mjólk á næsta bæ, en verið sagt að laxarnir sygju kvrnar.“ (islandsklukkan, bls. 76.) í sjöunda kafla íslands- klukkunnar breytir Halldór Laxness viðburð- um í ævi Jóns Hreggviðs- sonar. Jón Hreggviðsson veruleikans var ekki leyst- ur úr haldi af „álfa- kroppinum mjóa“ á Þing- völlum við Öxará, heldur „til féll svo, að téður Jón Hreggviðsson strauk og burt brauzt leynilega úr fangelsinu á Bessastöð- um“, eins og segir f Al- þingisbókum íslands 1684. Verða nú rakin nokkur dæmi um tengsl þessa kafla við aðrar bækur. „Auðkenni Jóns Hreggviðsson- ar... eru þessi: 1 lægra lagi en að meðalvexti, réttvaxinn, þrekvax- inn, fótagildur, með litla hönd, koldökkur á hárslit, lítið hærður, skeggstæði mikið, enn nú af- klippt, þá síðast sást móeygður, gráfölur í andliti, snarlegur og harðlegur í fasi.“ (Alþingisbækur íslands, VIII. bindi, bls. 35, ár 1684.) „Andspænis þessu stórmenni landsins stendur tötramaður i rif- inni mussu, gyrður reipi úr hross- hári, berfættur og svartur á fót- um, með sára úlnliði hólgna, en handsmár, koldökkur á hár og skegg og gráfölur i andliti, mó- eygður, snarlegur í fasi og harð- legur.“ (tslandsklukkan, bls. 94.) II. „Var í lögréttu lesinn sá pró- cess, sem skeð og fram hefur farið um mál Jóns Hreggviðssonar úr Þverárþingi. Af sýslumanninum Guðmundi Jónssyni á Saurbæjar- þingi... Síðan á Kjalardal... Hverju svo er varið að á föstudag- Framhald á bls. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.