Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1979, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1979, Blaðsíða 4
Líkan ai Konunglega leikhúsinu. Gamla leikhúsbyggingin skagar út úr húsaþyrpingunni lengst til hægri, en sívali turninn til vinstri er yfir nýja leiksviðinu. Neikræð aístaða tíl nýrra húsa í gömlum hverfum Rætt við Guðna Páls- son arkitekt sem iékk ásamt fleirum 1. verð- laun ísamkeppni um viðbyggingu við Kon- unglega leikhúsið í Kaupmannahöfn. Eftir Huldu Valtýsdóttur í mars síðastliðnum bauð menningar- málaráðuneytið í Danmörku til hug- myndasamkeppni um endurbætur og viöbyggingu við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn. Konunglega leikhúsið stendur eins og kunnugt er viö Kóngs- ins Nýjatorg. Viö pað standa gamlar og virðulegar byggingar sem setja á um- hverfið og miðborgina sinn svip, sem vart má breyta. beim sem pátt tóku f pessarri samkeppni var pví tvímæla- laust mikill vandi á höndum. í dómnefndinni áttu sæti 24 menn, sérfræðingar og fulltrúar ýmissa opin- berra stofnana, en nefndin kallaöi tll fjöida annarra ráögjafa sér til halds og trausts. í útboðinu, sem afhent var þátttakend- um í samkeppninni voru ýms atriöi tilgreind sem taka átti tillit til. Þar segir m.a. aö við Konunglega leikhúsiö eigi aö rísa nýtt leikhús og eigi þaö aö vera liöur í leikhúsasamstæöu viö Kóngsins Nýja- torg, þar sem gamla sviöið standi óbreytt en við bætist nýtt leikhús og minni sýningarsalur í tengslum viö hina tvo. Öll leikhúsin eigi síöan að hafa not af sameiginlega verkstæöum og geymslum. Gert er ráö fyrir aö leiksýningar færu fram í þessu nýja leikhúsi en óperu og ballett- sýningar á gamla sviöinu. Þá er tekiö sérstaklega fram aö nýja byggingin megi ekki spilla götumyndinni viö torgiö og veröi aö verka sem samstæö heild viö hliö gamla leikhússins. Lögö er áherzla á aö ekki megi raska íbúðahverfi sem þarna er á næstu grösum við Gammelholm og tryggja veröi aö nærliggjandi stofnanir, svo sem Lista- háskólinn, sem einnig er við Kóngsins Nýjatorg, geti starfaö áfram sem hingað til. Guðni Pálsson arkitekt, sem staríar í Kaupmannahöin og tók með góðum árangri þátt í samkeppni um viðbygg- ingu við Konungiega leikhúsið. yröi aö leikhúsgestir allir meö tölu bæöi sjái og heyri vel allt sem fram fari á sviðinu og vel fari um þá — og aö þeim sé greiöur gangur um húsiö frá því þeir komi inn í anddyriö og þar til þeir sæki sjálfir yfirhafnir sínar aö lokinni sýningu. Þá var þaö einnig taliö skipta miklu máli aö stærö sviðsins í nýja leikhúsinu og hljómsveitargryfjan væri sveigjanleg og| jafnvel aö áhorfendur gætu setiö á sjálfu sviöinu þegar svo bæri undir. Sviöiö í nýja leikhúsinu átti að vera í sömu hæö og leiksviöiö í því gamla þannig aö greiöur aögangur væri frá báöum aö sameiginleg- um geymslum og verkstæöum. Loks var lögö áherzla á aö anddyri beggja leikhúsanna mætti nýta til list- sýninga og menningarstarfsemi í þágu leiklistar. Þátttakendur í hugmyndasamkeppninni áttu tveggja kosta völ um staösetningu þessa nýja leikhúss. Annaö hvort skyldi þaö byggt aftan viö gamla leikhúsiö eöa til hliðar viö þaö aö austanveröu þar sem „Nýja:sviöið“ (Stærekassen svonefndi) er Að oian: Þverskurður af viðbyggingunni við Konunglega leikhúsið samkvæmt verðlaunatillögu Guðna Púlssonar og félaga hans. Að neðan: Þverskurður af konunglega leiknúsinu og sameiginlegu húsnæði til notkunar fyrir bæði leiksviðin. Dómnefndin gerir aö aö einu höfuðskil- ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.