Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1980, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1980, Blaðsíða 18
„Veistu um einhverjar dýrindis byssur, sem þú hefur ágirnd á og ekki eru falar?“ „Já, ekki er nú frítt viö þaö. Ég hef gengiö mikið á eftir mönnum hér á Húsavík og víöar í sýslunni, þar sem ég veit aö byssur eru tii. En þaö getur veriö erfitt aö fá þær. Líka er til urmull af byssum, sem ég á eftir aö eignast, en langar til. Meðal þess sem mig hungrar mest í, er framhlaöinn riffill. Þeir eru sjaldgæfir, enda gamlir; lík- lega 150 ára. Ég veit líka, aö hér á landi eru til byssur, sem voru notaöar í fyrri heimsstyrjöldinni, en ég hef ekki getað náö í neina þeirra ennþá. Svo vantar mig fallbyssu og líka vélbyssu. En ég held að erfitt sé aö ná í þesskonar vopn. Mér er þó hugleiknara aö ná í byssur, sem notaöar hafa veriö hér á landi; einkum þá í Þingeyjarsýslu." „Þú ert með vél til að hlaða með haglaskot. Er þetta oröinn iðnaður hjá þér og þá kannski möguleiki að hafa af því næga atvinnu?" „Þessi tæki eru til að hlaöa meö bæöi riffilskot og haglaskot og til þessa hef ég einvörðungu hlaöiö fyrir veiöimenn hér um slóöir. Ennþá sem komið er, hef ég ekki hlaöið fyrir verzlanir og ég hef þar af leiðandi ekki látiö reyna á þaö, hvort hægt væri aö hafa af þessu atvinnu. Aö hlaöa skot er dálítiö vandasamt og reyndar var ég farinn aö fikta viö þaö áður en ég fékk tækin. Ekki tel ég aö mikil hætta sé á ferðum viö svona vinnu, en maöur verður aö gæta þess vel aö setja ekki of mikiö púöurmagn í hvert skot. Þaö gæti þá rifið hlaupiö og jafnvel komiö aftur úr þessum opnu byssum, sem mundi hafa í för meö sér stórslys eöa dauöa. Allt sem til þess þarf aö hlaöa skot, veröur maöur aö láta flytja inn; ég læt til dæmis flytja inn hvellhettur frá Remington, einnig púöur og forhlöð, sem notuð eru á milli púðurs og hagla — og svo patrónurnar. Hægt er aö nota sömu patrónurnar aftur og aftur, bæöi fyrir riffla og haglabyssur, en það er þó mismunandi og fer eftir því, hvaö byssurnar eru slitnar." „Vopnaframleiðslan í heiminum er víst ekki í rénun og sjálfsagt alltaf verið að fullkomna skot- vopnin. Hvernig fylgist þú með á þessu sérsviði þínu?“ „Ekki er auövelt aö fylgjast meö því á annan hátt en meö því aö lesa sérrit um þessi efni. Ég er áskrifandi aö blööum og tímaritum um byssur, svo sem The American Rifleman og Guns & Ammo, — og ég á heilt bókasafn um byssur og byssuviögeröir. Ekki vil ég þó segja, aö allar mínar tómstundir fari í þetta áhugamál, enda á ég konu og fjögur börn. Þetta er ekki einvöröungu sport; aö vissu marki hef ég getað skapað mér tekjur meö veiöum: Þaö hafa veriö svona smá búdrýgindi. En ef ég væri í þeirri aöstööu aö geta hafiö eitthvert iönnám, þá þyrfti ég ekki aö hugsa mig lengi um: Þaö yröi byssu- smíði. „Og auðvelt að ímynda sér, hvað kirkjugarðsvörðurinn er að hugsa um, til dæmis þegar hann er að taka gröf.“ „Ég get sagt þér þaö; kirkjugarös- vöröurinn er þá að hugsa um byssur. Gamlar og fallegar byssur meö drifn- um skeftum og hiaupiö eins og spegill aö innan. Byssur meö karakter og persónuleika, sem tala til manns og eru listaverk. Hvers getur maöur óskaö sér frekar?" Gísli Sigurðsson Nýtt vopn í baráttunni við aukakílóin: Sprautan sem grennir Hópur feítlagins fólks, um 20 manns og flest konur, sitja við borð og háma í sig kræsingar af hjartans lyst, enda þótt þaö sé komið saman í megrunarskyni. Engin svipbreyting sést á lækninum, dr. Claus Martin, sem stjórnar þessum óvenjulegu aðgerðum til megrunar. Hann gefur okkur skýringar á þessu: „Rómverski megrunarkúrinn byggist á læknisfræöilegu kænskubragði. Með fyrstu tveimur dögunum, sem variö er í frjálst át, kemst efnaskipting hinna digru á fulla ferð. Og brennsluvéiin, lifrin, er enn í fullum gangi, þegar hinir ströngu föstudagar hefjast." Þegar dyr þessarar paradísar hinna matlystugu hafa lokast þeim eftir 48 stundir, byrja 25 magrir dagar án brauös og bakkelsis, án fitu, sykurs og alkóhóls. En þaö er huggun fyrir sælkera, aö leyfilegt er aö boröa silung og annan vatnafisk, kálfakjötssteik og kalkúna, skelfisk og egg, ávexti og grænmeti. En þó ekki meira af því en 500 hitaeiningar á dag. Viö þessi skilyröi gengur hinn ofþungi líkami á eigin fitubirgðir. Samtímis beitir læknirinn á stofnuninni leynivopni sínu. í rasskinnar sjúklinga sinna sprautar hann efni, sem þeir kalla þarna „Humanes Chorion Gonadotropin" — stytt HCG. Þetta HCG, sem er hormón, sem myndast á meðgöngutíma, er skýringin á hinum sérstæöa árangri hins rómverska megrunarkúrs, „Cura Romana". Þaö hef-. ur þau áhrif, að hin óæskilega fita á barmi, maga, lærum, upphandleggjum, mjöömum og rassi hverfur. „Þaö er sérstaklega þægilegt í þessu sambandi," segir hinn 38 ára gamli yfirlæknir stofn- unarinnar viö Tegernsee í Bæjaralandi, „að fólk verður varla vart viö hungur á þessum föstutíma, þar sem líkaminn hefur nægilegt magn hitaeininga til ráö- stöfunar af fitubirgðum líkamans, en þaö foröabúr hefur verið opnaö fyrir hann, ef svo má segja.“ Þetta læknisfræðilega kænskubragö meö beitingu HCG er uppfinning brezka læknisins dr. Simeons, en hana geröi hann fyrir 25 árum. Hann bjó þá í Róm, og þess vegna heitir megrunaraðferðin „Cura Rornana". Læknirinn haföi veitt því athygli, aö feitlagnar, barnshafandi kon- ur, sem minnkuðu viö sig í mat, losnuðu fyrst viö fituna á lærum, mjöömum, upphandleggjum og rassi og þaö án þess aö finna til sultar eöa máttleysis. Dr. Simeons komst aö þeirri niöurstööu, að skýringuna væri aö finna í þessu HCG. Við tilraunir læknisins kom svo í Ijós, aö þetta HCG hefði sömu áhrif á konur, sem ekki væru barnshafnadi, hvaö fitu- hvarfið snerti, og þaö sem enn merki- legra var einnig á karlmenn og börn. „Jafnframt urðum viö varir viö merki- legan bata viö ýmsum sjúkdómum, svo sem sykursýki, of háum blóðþrýstingi, gigtveiki og ýmsum öörum veikindum", segir Dr. Martin. Þúsundir sjúklinga hafa síöan losnaö við óþarfa fitu meö hinni „rómversku aðferð'1 bæði í þessari stofnun, Rottacher Klinik, sem og í Hollandi og Sviss. Meðal þeirra, sem margt eiga HCG aö þakka, er Rainier, fursti af Monaco og þær Júlíana og Beatrix af Hollandi. Læknarnir í Rottacher Klinik eru sann- færöir um, aö HCG-kúrinn sé lausn k vandamálum milljóna manna. Hina þrá- látu, óeölilegu fitusöfnun veröur aö virkja, leysa upp fituforöann og koma honum í efnaskiptingu líkamans, án þess aö hinum eölilegu fitubirgöum veröi eytt um of. Þá fyrst getur fólk grennt sig mark- visst, þar sem fitan er óæskileg. Matarvenjum verður að breyta varanlega Nokkur þúsund manns, sem áöur hafa verið of feitir, fullyröa, aö sérstakt mataræöi að viðbættu HCG valdi slíku „kraftaverki". Aö ári liönu eru um 75 af hundraði allra þeirra, sem gengizt hafa undir rómversku aögerðina, „í góöu formi". Þar er því um augljósan lang- tímaárangur aö ræða. En til aö tryggja varanlegan árangur eru sjúklingarnir þjálfaöir í aö eta minna og hægar. Dr. Martin telur fráleitt, aö nein hætta sé á óþægilegum hliöaráhrif- um þessa hormóns meðgöngunnar. Hann segir: „HCG er ekki hættulegra en aspirín. Til aö valda engum misskilningi veröur að leggja áherzlu á þaö, aö í megrunarkúrnum grennast menn aðeins vegna hins sérstaka 500 hitaeininga mataræöis, en ekki vegna sprautanna. Þær stuöla aöeins aö því, að fólk grennist á tilætluðum stööum." Meöhöndlunin tekur í mesta lagi fjórar vikur. Eftir þann tíma hafa sjúklingarnir iétzt aö meðaltali um átta til tólf kíló. Eftir 14 daga meðferð haíði þessi kona létzt um 7 kíki. í '

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.